Sakaður um að gera sér upp meiðsli til að sleppa HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. febrúar 2021 11:30 Luka Cindric er lykilmaður í króatíska landsliðinu og Barcelona. epa/VALDRIN XHEMAJ Fyrrverandi sjúkraþjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta segir að Luka Cindric, ein stærsta stjarna liðsins, hafi gert sér upp meiðsli á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi. Cindric, sem leikur með Aroni Pálmarssyni hjá Barcelona, féll úr skaftinu á HM vegna meiðsla. Damir Kajba, sem var sjúkraþjálfari Króatíu á HM, segir að ekkert hafi verið að Cindric. Eftir HM tók Hrvoje Horvat við króatíska landsliðinu af Lino Cervar. Horvat gerði breytingar á starfsliði landsliðsins og lét meðal annars Horvat fara sem sjúkraþjálfarinn var ósáttur við. Í viðtali við RTL lét hann gamminn geysa, sakaði Horvat um óvirðingu þegar hann lét hann fara og skaut svo föstum skotum að Cindric. In an interview with @RTLTelevizija the physiotherapist of the Croatian national team, Damir Kajba, who has been dismissed by the new head coach Hrvoje Horvat, states that Luka Cindric faked his injury at the WC and that Cindric had a really bad attitude.https://t.co/xYIf18dRA1— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) February 4, 2021 Í færslu sem hann skrifaði á samfélagsmiðla eftir brottreksturinn sagði Kajba að einn leikmaður króatíska liðsins ætti ekki skilið að klæðast landsliðstreyjunni framar. Í viðtalinu við RTL sagði hann að umræddur leikmaður væri Cindric. „Hann er ekki mitt vandamál, hann er vandamál króatíska handknattleikssambandsins. Þegar þeir leysa það komast þeir aftur á toppinn. Þú getur ekki spilað með landsliðinu bara þegar þú vilt,“ sagði Kajba og tók dæmi um að menn á borð við Domagoj Duvnjak og Igor Karacic hefðu spilað þjáðir á HM. Kajba segir að Cindric hafi ekki verið meiddur fyrir HM og hafi ekki æft almennilega í aðdraganda mótsins. „Hann mætti til æfinga 1. janúar. Þegar þú horfðir á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu tókstu eftir því að hann hefði meiðst? Hann var kannski ekki upp á sitt besta en spilaði. Hann var heill þegar hann mætti en átti ekki tvær góðar æfingar. Hann rúllaði sér á dýnu, skoðaði símann sinn, teygði og sat á hjóli um stund,“ sagði Kajba og bætti við að Cindric hefði kennt sér meins í vináttuleik gegn Spáni fyrir HM. Cindric fór í kjölfarið í myndatöku en þar sást ekkert. Hann hafi sagst vera klár og ákveðið að fara til Egyptalands en hafi aðeins æft einu sinni fyrir fyrsta leik Króatíu á mótinu. Þar gerðu Króatar óvænt jafntefli við Dag Sigurðsson og strákana hans í Japan, 29-29. Cindric skoraði fjögur mörk úr tíu skotum í leiknum. Eftir leikinn gegn Japan sagðist Cindric ekki geta spilað meira. Hann fór heim til Zagreb og eftir nokkra daga til Barcelona. Kajba sagðist svo hafa fengið misvísandi upplýsingar frá læknum Barcelona, meðal annars á hvorum fætinum Cindric var meiddur. Á endanum sagði einn læknanna að Cindric væri meiddur á hægri fæti og yrði frá í fimmtán daga. Hann fór ekki aftur til Egyptalands þar sem Króatía endaði í 15. sæti sem er versti árangur liðsins á stórmóti í áraraðir. Cindric og félagar í Barcelona unnu útisigur á Veszprém, 34-37, í Meistaradeildinni í gær. Cindric skoraði fimm mörk líkt og Aron. HM 2021 í handbolta Spænski handboltinn Tengdar fréttir Aron með fimm mörk í sterkum sigri Barcelona Aron Pálmarsson var við hestaheilsu er Barcelona vann þriggja marka sigur á hans gömlu félögum í Veszprém, 37-34, í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 4. febrúar 2021 21:31 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Cindric, sem leikur með Aroni Pálmarssyni hjá Barcelona, féll úr skaftinu á HM vegna meiðsla. Damir Kajba, sem var sjúkraþjálfari Króatíu á HM, segir að ekkert hafi verið að Cindric. Eftir HM tók Hrvoje Horvat við króatíska landsliðinu af Lino Cervar. Horvat gerði breytingar á starfsliði landsliðsins og lét meðal annars Horvat fara sem sjúkraþjálfarinn var ósáttur við. Í viðtali við RTL lét hann gamminn geysa, sakaði Horvat um óvirðingu þegar hann lét hann fara og skaut svo föstum skotum að Cindric. In an interview with @RTLTelevizija the physiotherapist of the Croatian national team, Damir Kajba, who has been dismissed by the new head coach Hrvoje Horvat, states that Luka Cindric faked his injury at the WC and that Cindric had a really bad attitude.https://t.co/xYIf18dRA1— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) February 4, 2021 Í færslu sem hann skrifaði á samfélagsmiðla eftir brottreksturinn sagði Kajba að einn leikmaður króatíska liðsins ætti ekki skilið að klæðast landsliðstreyjunni framar. Í viðtalinu við RTL sagði hann að umræddur leikmaður væri Cindric. „Hann er ekki mitt vandamál, hann er vandamál króatíska handknattleikssambandsins. Þegar þeir leysa það komast þeir aftur á toppinn. Þú getur ekki spilað með landsliðinu bara þegar þú vilt,“ sagði Kajba og tók dæmi um að menn á borð við Domagoj Duvnjak og Igor Karacic hefðu spilað þjáðir á HM. Kajba segir að Cindric hafi ekki verið meiddur fyrir HM og hafi ekki æft almennilega í aðdraganda mótsins. „Hann mætti til æfinga 1. janúar. Þegar þú horfðir á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu tókstu eftir því að hann hefði meiðst? Hann var kannski ekki upp á sitt besta en spilaði. Hann var heill þegar hann mætti en átti ekki tvær góðar æfingar. Hann rúllaði sér á dýnu, skoðaði símann sinn, teygði og sat á hjóli um stund,“ sagði Kajba og bætti við að Cindric hefði kennt sér meins í vináttuleik gegn Spáni fyrir HM. Cindric fór í kjölfarið í myndatöku en þar sást ekkert. Hann hafi sagst vera klár og ákveðið að fara til Egyptalands en hafi aðeins æft einu sinni fyrir fyrsta leik Króatíu á mótinu. Þar gerðu Króatar óvænt jafntefli við Dag Sigurðsson og strákana hans í Japan, 29-29. Cindric skoraði fjögur mörk úr tíu skotum í leiknum. Eftir leikinn gegn Japan sagðist Cindric ekki geta spilað meira. Hann fór heim til Zagreb og eftir nokkra daga til Barcelona. Kajba sagðist svo hafa fengið misvísandi upplýsingar frá læknum Barcelona, meðal annars á hvorum fætinum Cindric var meiddur. Á endanum sagði einn læknanna að Cindric væri meiddur á hægri fæti og yrði frá í fimmtán daga. Hann fór ekki aftur til Egyptalands þar sem Króatía endaði í 15. sæti sem er versti árangur liðsins á stórmóti í áraraðir. Cindric og félagar í Barcelona unnu útisigur á Veszprém, 34-37, í Meistaradeildinni í gær. Cindric skoraði fimm mörk líkt og Aron.
HM 2021 í handbolta Spænski handboltinn Tengdar fréttir Aron með fimm mörk í sterkum sigri Barcelona Aron Pálmarsson var við hestaheilsu er Barcelona vann þriggja marka sigur á hans gömlu félögum í Veszprém, 37-34, í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 4. febrúar 2021 21:31 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Aron með fimm mörk í sterkum sigri Barcelona Aron Pálmarsson var við hestaheilsu er Barcelona vann þriggja marka sigur á hans gömlu félögum í Veszprém, 37-34, í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 4. febrúar 2021 21:31