Sakaður um að gera sér upp meiðsli til að sleppa HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. febrúar 2021 11:30 Luka Cindric er lykilmaður í króatíska landsliðinu og Barcelona. epa/VALDRIN XHEMAJ Fyrrverandi sjúkraþjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta segir að Luka Cindric, ein stærsta stjarna liðsins, hafi gert sér upp meiðsli á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi. Cindric, sem leikur með Aroni Pálmarssyni hjá Barcelona, féll úr skaftinu á HM vegna meiðsla. Damir Kajba, sem var sjúkraþjálfari Króatíu á HM, segir að ekkert hafi verið að Cindric. Eftir HM tók Hrvoje Horvat við króatíska landsliðinu af Lino Cervar. Horvat gerði breytingar á starfsliði landsliðsins og lét meðal annars Horvat fara sem sjúkraþjálfarinn var ósáttur við. Í viðtali við RTL lét hann gamminn geysa, sakaði Horvat um óvirðingu þegar hann lét hann fara og skaut svo föstum skotum að Cindric. In an interview with @RTLTelevizija the physiotherapist of the Croatian national team, Damir Kajba, who has been dismissed by the new head coach Hrvoje Horvat, states that Luka Cindric faked his injury at the WC and that Cindric had a really bad attitude.https://t.co/xYIf18dRA1— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) February 4, 2021 Í færslu sem hann skrifaði á samfélagsmiðla eftir brottreksturinn sagði Kajba að einn leikmaður króatíska liðsins ætti ekki skilið að klæðast landsliðstreyjunni framar. Í viðtalinu við RTL sagði hann að umræddur leikmaður væri Cindric. „Hann er ekki mitt vandamál, hann er vandamál króatíska handknattleikssambandsins. Þegar þeir leysa það komast þeir aftur á toppinn. Þú getur ekki spilað með landsliðinu bara þegar þú vilt,“ sagði Kajba og tók dæmi um að menn á borð við Domagoj Duvnjak og Igor Karacic hefðu spilað þjáðir á HM. Kajba segir að Cindric hafi ekki verið meiddur fyrir HM og hafi ekki æft almennilega í aðdraganda mótsins. „Hann mætti til æfinga 1. janúar. Þegar þú horfðir á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu tókstu eftir því að hann hefði meiðst? Hann var kannski ekki upp á sitt besta en spilaði. Hann var heill þegar hann mætti en átti ekki tvær góðar æfingar. Hann rúllaði sér á dýnu, skoðaði símann sinn, teygði og sat á hjóli um stund,“ sagði Kajba og bætti við að Cindric hefði kennt sér meins í vináttuleik gegn Spáni fyrir HM. Cindric fór í kjölfarið í myndatöku en þar sást ekkert. Hann hafi sagst vera klár og ákveðið að fara til Egyptalands en hafi aðeins æft einu sinni fyrir fyrsta leik Króatíu á mótinu. Þar gerðu Króatar óvænt jafntefli við Dag Sigurðsson og strákana hans í Japan, 29-29. Cindric skoraði fjögur mörk úr tíu skotum í leiknum. Eftir leikinn gegn Japan sagðist Cindric ekki geta spilað meira. Hann fór heim til Zagreb og eftir nokkra daga til Barcelona. Kajba sagðist svo hafa fengið misvísandi upplýsingar frá læknum Barcelona, meðal annars á hvorum fætinum Cindric var meiddur. Á endanum sagði einn læknanna að Cindric væri meiddur á hægri fæti og yrði frá í fimmtán daga. Hann fór ekki aftur til Egyptalands þar sem Króatía endaði í 15. sæti sem er versti árangur liðsins á stórmóti í áraraðir. Cindric og félagar í Barcelona unnu útisigur á Veszprém, 34-37, í Meistaradeildinni í gær. Cindric skoraði fimm mörk líkt og Aron. HM 2021 í handbolta Spænski handboltinn Tengdar fréttir Aron með fimm mörk í sterkum sigri Barcelona Aron Pálmarsson var við hestaheilsu er Barcelona vann þriggja marka sigur á hans gömlu félögum í Veszprém, 37-34, í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 4. febrúar 2021 21:31 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Cindric, sem leikur með Aroni Pálmarssyni hjá Barcelona, féll úr skaftinu á HM vegna meiðsla. Damir Kajba, sem var sjúkraþjálfari Króatíu á HM, segir að ekkert hafi verið að Cindric. Eftir HM tók Hrvoje Horvat við króatíska landsliðinu af Lino Cervar. Horvat gerði breytingar á starfsliði landsliðsins og lét meðal annars Horvat fara sem sjúkraþjálfarinn var ósáttur við. Í viðtali við RTL lét hann gamminn geysa, sakaði Horvat um óvirðingu þegar hann lét hann fara og skaut svo föstum skotum að Cindric. In an interview with @RTLTelevizija the physiotherapist of the Croatian national team, Damir Kajba, who has been dismissed by the new head coach Hrvoje Horvat, states that Luka Cindric faked his injury at the WC and that Cindric had a really bad attitude.https://t.co/xYIf18dRA1— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) February 4, 2021 Í færslu sem hann skrifaði á samfélagsmiðla eftir brottreksturinn sagði Kajba að einn leikmaður króatíska liðsins ætti ekki skilið að klæðast landsliðstreyjunni framar. Í viðtalinu við RTL sagði hann að umræddur leikmaður væri Cindric. „Hann er ekki mitt vandamál, hann er vandamál króatíska handknattleikssambandsins. Þegar þeir leysa það komast þeir aftur á toppinn. Þú getur ekki spilað með landsliðinu bara þegar þú vilt,“ sagði Kajba og tók dæmi um að menn á borð við Domagoj Duvnjak og Igor Karacic hefðu spilað þjáðir á HM. Kajba segir að Cindric hafi ekki verið meiddur fyrir HM og hafi ekki æft almennilega í aðdraganda mótsins. „Hann mætti til æfinga 1. janúar. Þegar þú horfðir á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu tókstu eftir því að hann hefði meiðst? Hann var kannski ekki upp á sitt besta en spilaði. Hann var heill þegar hann mætti en átti ekki tvær góðar æfingar. Hann rúllaði sér á dýnu, skoðaði símann sinn, teygði og sat á hjóli um stund,“ sagði Kajba og bætti við að Cindric hefði kennt sér meins í vináttuleik gegn Spáni fyrir HM. Cindric fór í kjölfarið í myndatöku en þar sást ekkert. Hann hafi sagst vera klár og ákveðið að fara til Egyptalands en hafi aðeins æft einu sinni fyrir fyrsta leik Króatíu á mótinu. Þar gerðu Króatar óvænt jafntefli við Dag Sigurðsson og strákana hans í Japan, 29-29. Cindric skoraði fjögur mörk úr tíu skotum í leiknum. Eftir leikinn gegn Japan sagðist Cindric ekki geta spilað meira. Hann fór heim til Zagreb og eftir nokkra daga til Barcelona. Kajba sagðist svo hafa fengið misvísandi upplýsingar frá læknum Barcelona, meðal annars á hvorum fætinum Cindric var meiddur. Á endanum sagði einn læknanna að Cindric væri meiddur á hægri fæti og yrði frá í fimmtán daga. Hann fór ekki aftur til Egyptalands þar sem Króatía endaði í 15. sæti sem er versti árangur liðsins á stórmóti í áraraðir. Cindric og félagar í Barcelona unnu útisigur á Veszprém, 34-37, í Meistaradeildinni í gær. Cindric skoraði fimm mörk líkt og Aron.
HM 2021 í handbolta Spænski handboltinn Tengdar fréttir Aron með fimm mörk í sterkum sigri Barcelona Aron Pálmarsson var við hestaheilsu er Barcelona vann þriggja marka sigur á hans gömlu félögum í Veszprém, 37-34, í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 4. febrúar 2021 21:31 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Aron með fimm mörk í sterkum sigri Barcelona Aron Pálmarsson var við hestaheilsu er Barcelona vann þriggja marka sigur á hans gömlu félögum í Veszprém, 37-34, í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 4. febrúar 2021 21:31
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti