Höfða hópmálsókn vegna skyrs: Segja bandaríska neytendur beitta blekkingum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. febrúar 2021 12:45 Icelandic Provisions Bandaríska lögmannsfyrirtækið Sheehan & Associates hefur höfðað hópmál fyrir hönd umbjóðenda sinna gegn Icelandic Provisions vegna umbúða og markaðssetningar hinnar „hefðbundnu íslensku mjólkurvöru“ skyrs. Icelandic Provisions, sem er í eigu Mjólkursamsölunnar og fjárfesta, er sakað um að blekkja neytendur með markaðsetningu vörunnar, þar sem umbúðirnar gefi til kynna að skyrið sé framleitt á Íslandi. Í stefnunni er meðal annars vísað til þess að á skyrinu standi „Traditional Icelandic Skyr“. Þá séu umbúðirnar myndskreyttar með myndum af „íslenskri sveit“. Enn fremur sé fjallað um skyrneyslu Íslendinga í þúsund ár og að umrætt skyr sé það eina sem er fáanlegt í Bandaríkjunum sem innihaldi íslenska mjólkurgerla. Lögmannsstofan segir allt þetta gefa neytandanum til kynna að varan sé framleidd á Íslandi en hún sé raunverulega framleidd í New York. Stendur á umbúðunum að skyrið sé framleitt í New York Í stefnunni segir að neytendur séu nú reiðubúnir til að greiða meira fyrir „upprunalega“ vöru og sá eiginleiki hafi raunar yfirtekið „gæði“. Þannig sé skyrið í sama flokki og viskí frá Skotlandi, hlynsýróp frá Vermont, tómatar frá Ítalíu og súkkulaði frá Sviss. Neytendur hafi væntingar um að varan sé framleidd þar sem hún kom fyrst fram og var þróuð og jafnframt vilja til að styðja við staðbundna framleiðslu. Neytendur séu hins vegar blekktir með notkun orðsins „fáanlegt“ í stað „framleitt“ í áðurnefndu samhengi. Þá er bent á að á umbúðunum standi að skyrinu sé dreift af Icelandic Provisions í New York en það sé þróað í samstarfi við MS á Íslandi. Þess ber að geta að það kemur sannarlega fram þar fyrir neðan að skyrið sé framleitt „með stolti“ í Batavia í New York úr innlendum og innfluttum hráefnum. Málrök lögmannsstofunnar lúta þó ekki eingöngu að umbúðunum heldur er einnig vísað til þess að á heimasíðu Icelandic Provisions standi „Halló from Iceland!“ Þá hafi auglýsing fyrir vöruna verið tekin upp í Vík, þar sem íslenskir leikarar útskýra skyr fyrir bandarískum neytendum. The National Law Review er meðal þeirra miðla sem hafa greint frá málinu. Matvælaframleiðsla Bandaríkin Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Icelandic Provisions, sem er í eigu Mjólkursamsölunnar og fjárfesta, er sakað um að blekkja neytendur með markaðsetningu vörunnar, þar sem umbúðirnar gefi til kynna að skyrið sé framleitt á Íslandi. Í stefnunni er meðal annars vísað til þess að á skyrinu standi „Traditional Icelandic Skyr“. Þá séu umbúðirnar myndskreyttar með myndum af „íslenskri sveit“. Enn fremur sé fjallað um skyrneyslu Íslendinga í þúsund ár og að umrætt skyr sé það eina sem er fáanlegt í Bandaríkjunum sem innihaldi íslenska mjólkurgerla. Lögmannsstofan segir allt þetta gefa neytandanum til kynna að varan sé framleidd á Íslandi en hún sé raunverulega framleidd í New York. Stendur á umbúðunum að skyrið sé framleitt í New York Í stefnunni segir að neytendur séu nú reiðubúnir til að greiða meira fyrir „upprunalega“ vöru og sá eiginleiki hafi raunar yfirtekið „gæði“. Þannig sé skyrið í sama flokki og viskí frá Skotlandi, hlynsýróp frá Vermont, tómatar frá Ítalíu og súkkulaði frá Sviss. Neytendur hafi væntingar um að varan sé framleidd þar sem hún kom fyrst fram og var þróuð og jafnframt vilja til að styðja við staðbundna framleiðslu. Neytendur séu hins vegar blekktir með notkun orðsins „fáanlegt“ í stað „framleitt“ í áðurnefndu samhengi. Þá er bent á að á umbúðunum standi að skyrinu sé dreift af Icelandic Provisions í New York en það sé þróað í samstarfi við MS á Íslandi. Þess ber að geta að það kemur sannarlega fram þar fyrir neðan að skyrið sé framleitt „með stolti“ í Batavia í New York úr innlendum og innfluttum hráefnum. Málrök lögmannsstofunnar lúta þó ekki eingöngu að umbúðunum heldur er einnig vísað til þess að á heimasíðu Icelandic Provisions standi „Halló from Iceland!“ Þá hafi auglýsing fyrir vöruna verið tekin upp í Vík, þar sem íslenskir leikarar útskýra skyr fyrir bandarískum neytendum. The National Law Review er meðal þeirra miðla sem hafa greint frá málinu.
Matvælaframleiðsla Bandaríkin Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira