Höfða hópmálsókn vegna skyrs: Segja bandaríska neytendur beitta blekkingum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. febrúar 2021 12:45 Icelandic Provisions Bandaríska lögmannsfyrirtækið Sheehan & Associates hefur höfðað hópmál fyrir hönd umbjóðenda sinna gegn Icelandic Provisions vegna umbúða og markaðssetningar hinnar „hefðbundnu íslensku mjólkurvöru“ skyrs. Icelandic Provisions, sem er í eigu Mjólkursamsölunnar og fjárfesta, er sakað um að blekkja neytendur með markaðsetningu vörunnar, þar sem umbúðirnar gefi til kynna að skyrið sé framleitt á Íslandi. Í stefnunni er meðal annars vísað til þess að á skyrinu standi „Traditional Icelandic Skyr“. Þá séu umbúðirnar myndskreyttar með myndum af „íslenskri sveit“. Enn fremur sé fjallað um skyrneyslu Íslendinga í þúsund ár og að umrætt skyr sé það eina sem er fáanlegt í Bandaríkjunum sem innihaldi íslenska mjólkurgerla. Lögmannsstofan segir allt þetta gefa neytandanum til kynna að varan sé framleidd á Íslandi en hún sé raunverulega framleidd í New York. Stendur á umbúðunum að skyrið sé framleitt í New York Í stefnunni segir að neytendur séu nú reiðubúnir til að greiða meira fyrir „upprunalega“ vöru og sá eiginleiki hafi raunar yfirtekið „gæði“. Þannig sé skyrið í sama flokki og viskí frá Skotlandi, hlynsýróp frá Vermont, tómatar frá Ítalíu og súkkulaði frá Sviss. Neytendur hafi væntingar um að varan sé framleidd þar sem hún kom fyrst fram og var þróuð og jafnframt vilja til að styðja við staðbundna framleiðslu. Neytendur séu hins vegar blekktir með notkun orðsins „fáanlegt“ í stað „framleitt“ í áðurnefndu samhengi. Þá er bent á að á umbúðunum standi að skyrinu sé dreift af Icelandic Provisions í New York en það sé þróað í samstarfi við MS á Íslandi. Þess ber að geta að það kemur sannarlega fram þar fyrir neðan að skyrið sé framleitt „með stolti“ í Batavia í New York úr innlendum og innfluttum hráefnum. Málrök lögmannsstofunnar lúta þó ekki eingöngu að umbúðunum heldur er einnig vísað til þess að á heimasíðu Icelandic Provisions standi „Halló from Iceland!“ Þá hafi auglýsing fyrir vöruna verið tekin upp í Vík, þar sem íslenskir leikarar útskýra skyr fyrir bandarískum neytendum. The National Law Review er meðal þeirra miðla sem hafa greint frá málinu. Matvælaframleiðsla Bandaríkin Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Sjá meira
Icelandic Provisions, sem er í eigu Mjólkursamsölunnar og fjárfesta, er sakað um að blekkja neytendur með markaðsetningu vörunnar, þar sem umbúðirnar gefi til kynna að skyrið sé framleitt á Íslandi. Í stefnunni er meðal annars vísað til þess að á skyrinu standi „Traditional Icelandic Skyr“. Þá séu umbúðirnar myndskreyttar með myndum af „íslenskri sveit“. Enn fremur sé fjallað um skyrneyslu Íslendinga í þúsund ár og að umrætt skyr sé það eina sem er fáanlegt í Bandaríkjunum sem innihaldi íslenska mjólkurgerla. Lögmannsstofan segir allt þetta gefa neytandanum til kynna að varan sé framleidd á Íslandi en hún sé raunverulega framleidd í New York. Stendur á umbúðunum að skyrið sé framleitt í New York Í stefnunni segir að neytendur séu nú reiðubúnir til að greiða meira fyrir „upprunalega“ vöru og sá eiginleiki hafi raunar yfirtekið „gæði“. Þannig sé skyrið í sama flokki og viskí frá Skotlandi, hlynsýróp frá Vermont, tómatar frá Ítalíu og súkkulaði frá Sviss. Neytendur hafi væntingar um að varan sé framleidd þar sem hún kom fyrst fram og var þróuð og jafnframt vilja til að styðja við staðbundna framleiðslu. Neytendur séu hins vegar blekktir með notkun orðsins „fáanlegt“ í stað „framleitt“ í áðurnefndu samhengi. Þá er bent á að á umbúðunum standi að skyrinu sé dreift af Icelandic Provisions í New York en það sé þróað í samstarfi við MS á Íslandi. Þess ber að geta að það kemur sannarlega fram þar fyrir neðan að skyrið sé framleitt „með stolti“ í Batavia í New York úr innlendum og innfluttum hráefnum. Málrök lögmannsstofunnar lúta þó ekki eingöngu að umbúðunum heldur er einnig vísað til þess að á heimasíðu Icelandic Provisions standi „Halló from Iceland!“ Þá hafi auglýsing fyrir vöruna verið tekin upp í Vík, þar sem íslenskir leikarar útskýra skyr fyrir bandarískum neytendum. The National Law Review er meðal þeirra miðla sem hafa greint frá málinu.
Matvælaframleiðsla Bandaríkin Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent