„Eins og fangar í búri“ þegar brotist var inn í húsbílinn Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2021 17:00 Hér má sjá var ferðamaðurinn lagði húsbílnum og vettvang árásarinnar. Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað þýskan ferðamann af ákæru um stórfellda líkamsárás á mann sem reyndi að brjótast inn í Volkswagen Caddy húsbíl ferðamannsins og kærustu hans sem hafði verið lagt á bílastæði við hringtorg á mótum Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar febrúarnótt á síðasta ári. Ákærði stakk manninn í upphandlegg eftir að sá hafði brotið rúðu í húsbílnum og sett handlegginn þar inn. Hlaut hann sjö sentimetra djúpan skurð á hægri upphandlegg og taugaskaða, en dómarinn í málinu mat það sem svo að um neyðarvörn hafi verið að ræða og sýknaði því ferðamanninn. Í dómnum segir frá því að maðurinn sem reyndi að brjótast inn í húsbílinn hafi gefið sig á tal við parið í húsbílnum um klukkan 23 kvöldið fyrir árásina og hafi þau þótt hann koma skringilega fram og virst í annarlegu ástandi. Sagðist maðurinn vera að leita að snjóruðningstæki og stjórnanda þess sem hann vildi meina að hafi valdið skemmdum á bíl sínum. Maðurinn hafi síðar ekið á brott. Adrenalínsjokk og greip til hnífs Um klukkan þrjú hafi konan í húsbílnum vaknað við það að einhver væri fyrir utan húsbílinn og síðar hafi málmhlutur skollið á rúðuna farþegamegin og splundrast. Við það hafi ákærði fengið adrenalínsjokk, gripið í vasahníf af gerðinni Smith & Wesson, sem hafi verið í vaskinum, og stungið manninn í upphandlegg hans sem hann hafi stungið inn um brotna rúðuna. Við þetta hafi gerandinn hlaupið frá húsbílnum, sest inn í hvítan bíl hans sem beið í gangi og ekið á brott í átt að Keflavík. Hann var skömmu síðar handtekinn af lögreglu og reyndist vera undir áhrifum amfetamíns og kvíðastillandi lyfja. Ákærði sagði atburðarásina hafa verið mjög hraða og allt gerst á um fimmtán sekúndum. Sagðist hann á þeirri stundu sem árásin var gerð hafa óttast um líf sitt og kærustu sinnar. Engin verðmæti í bílnum Ákærði sagðist ekki hafa ætlað að meiða árásarmanninn og lagt til hans í blindni. Eina útgönguleiðin úr húsbílnum hafi verið gegnum dyrnar að framanverðu og þau því verið „eins og fangar í búri“ þegar ráðist var til atlögu að bílnum. Sagði hann engin verðmæti hafa verið í framsætum húsbílsins og því talið að einu ástæðuna fyrir innrásinni vera að meiða hann og kærustu hans. Brotaþolinn, það er maðurinn sem reyndi að brjótast inn í húsbílinn, útskýrði ferðir sínar að hann hafi séð hreyfingu í húsbílnum og því aftur ætlað að spyrja hvort fólki hefði séð téð snjóruðningstæki. Mjög svo sérstakar ástæður Dómari mat framburð bæði ákærða og kærustu hans trúverðuga, en að frásögn brotaþolans væri í öllum meginatriðum ótrúverðug og að engu hafandi við úrlausn málsins. Við rannsókn málsins var sömuleiðis rætt við fjóra pólska ríkisborgara sem voru í öðrum bíl við hringtorgið sömu nótt. Dómari segir að við mat á því hvort viðbrögð ákærða geti talist forsvaranleg bæri að líta til þess að atburðarásin hafi verið afar hröð og að ekki hafi liðið margar sekúndur frá því að ákærði vaknaði og þar til hann greip til varna gegn „ólögmætri árás brotaþola“ í húsbílinn. „Á þeirri stundu var alls óvíst hvað brotaþola gekk til með framferði sínu, hve mikil hætta stafaði af honum, hvort hann væri vopnaður og hvort fleiri væru með honum á ferð. Við þessar mjög svo sérstöku aðstæður, sem brotaþoli stofnaði til með ólögmætri árás á húsbílinn, verða það ekki talin óeðlileg viðbrögð að ákærði gripi til þess næsta sem hann fann og beitti gegn brotaþola, sjálfum sér og kærustu til varnar,“ segir í dómnum. Hafi því verið ákveðið að sýkna manninn. Vogar Dómsmál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Ákærði stakk manninn í upphandlegg eftir að sá hafði brotið rúðu í húsbílnum og sett handlegginn þar inn. Hlaut hann sjö sentimetra djúpan skurð á hægri upphandlegg og taugaskaða, en dómarinn í málinu mat það sem svo að um neyðarvörn hafi verið að ræða og sýknaði því ferðamanninn. Í dómnum segir frá því að maðurinn sem reyndi að brjótast inn í húsbílinn hafi gefið sig á tal við parið í húsbílnum um klukkan 23 kvöldið fyrir árásina og hafi þau þótt hann koma skringilega fram og virst í annarlegu ástandi. Sagðist maðurinn vera að leita að snjóruðningstæki og stjórnanda þess sem hann vildi meina að hafi valdið skemmdum á bíl sínum. Maðurinn hafi síðar ekið á brott. Adrenalínsjokk og greip til hnífs Um klukkan þrjú hafi konan í húsbílnum vaknað við það að einhver væri fyrir utan húsbílinn og síðar hafi málmhlutur skollið á rúðuna farþegamegin og splundrast. Við það hafi ákærði fengið adrenalínsjokk, gripið í vasahníf af gerðinni Smith & Wesson, sem hafi verið í vaskinum, og stungið manninn í upphandlegg hans sem hann hafi stungið inn um brotna rúðuna. Við þetta hafi gerandinn hlaupið frá húsbílnum, sest inn í hvítan bíl hans sem beið í gangi og ekið á brott í átt að Keflavík. Hann var skömmu síðar handtekinn af lögreglu og reyndist vera undir áhrifum amfetamíns og kvíðastillandi lyfja. Ákærði sagði atburðarásina hafa verið mjög hraða og allt gerst á um fimmtán sekúndum. Sagðist hann á þeirri stundu sem árásin var gerð hafa óttast um líf sitt og kærustu sinnar. Engin verðmæti í bílnum Ákærði sagðist ekki hafa ætlað að meiða árásarmanninn og lagt til hans í blindni. Eina útgönguleiðin úr húsbílnum hafi verið gegnum dyrnar að framanverðu og þau því verið „eins og fangar í búri“ þegar ráðist var til atlögu að bílnum. Sagði hann engin verðmæti hafa verið í framsætum húsbílsins og því talið að einu ástæðuna fyrir innrásinni vera að meiða hann og kærustu hans. Brotaþolinn, það er maðurinn sem reyndi að brjótast inn í húsbílinn, útskýrði ferðir sínar að hann hafi séð hreyfingu í húsbílnum og því aftur ætlað að spyrja hvort fólki hefði séð téð snjóruðningstæki. Mjög svo sérstakar ástæður Dómari mat framburð bæði ákærða og kærustu hans trúverðuga, en að frásögn brotaþolans væri í öllum meginatriðum ótrúverðug og að engu hafandi við úrlausn málsins. Við rannsókn málsins var sömuleiðis rætt við fjóra pólska ríkisborgara sem voru í öðrum bíl við hringtorgið sömu nótt. Dómari segir að við mat á því hvort viðbrögð ákærða geti talist forsvaranleg bæri að líta til þess að atburðarásin hafi verið afar hröð og að ekki hafi liðið margar sekúndur frá því að ákærði vaknaði og þar til hann greip til varna gegn „ólögmætri árás brotaþola“ í húsbílinn. „Á þeirri stundu var alls óvíst hvað brotaþola gekk til með framferði sínu, hve mikil hætta stafaði af honum, hvort hann væri vopnaður og hvort fleiri væru með honum á ferð. Við þessar mjög svo sérstöku aðstæður, sem brotaþoli stofnaði til með ólögmætri árás á húsbílinn, verða það ekki talin óeðlileg viðbrögð að ákærði gripi til þess næsta sem hann fann og beitti gegn brotaþola, sjálfum sér og kærustu til varnar,“ segir í dómnum. Hafi því verið ákveðið að sýkna manninn.
Vogar Dómsmál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira