Körfuboltakvöld um Styrmi Snæ: „Hann er yfirleitt settur á bestu leikmennina“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2021 14:02 Styrmir Snær hefur farið mikinn það sem af er leiktíð í Dominos deild karla í körfubolta. Hér er hann í leik gegn Stjörnunni. Vísir/Elín Björg Styrmir Snær Þrastarson er við það að gera Kjartan Atla Kjartansson og félaga í Dominos Körfuboltakvöldi orðlausa. Þeir héldu áfram að mæra leikmanninn í síðasta þætti. Segja má að Styrmir hafi komið eins og stormsveipur inn í deildina á þessu tímabili. Styrmir Snær var enn og aftur frábær í liði Þórs sem sótti sigur að Hlíðarenda í liðinni viku. Hann skoraði 16 stig ásamt því að sjö fráköst og gefa sex stoðsendingar. „Hann var að henda í flottar stoðsendingar í þessum leik. Hann er með þetta allt. Þetta eru þroskaðar og flottar sendingar,“ sagði Kjartan Atli. „Var að pæla í hvenær þetta gerðist hjá Styrmi. Fullt af strákum sem voru með honum í yngri landsliðum sem eru að sjá hann núna stinga sig af. Hann er að stinga aðra leikmenn af. Ég vill sjá fleiri svona, stráka sem koma bara og stíga þetta skref inn í deildina. Ekki væla að það séu útlendingar fyrir, verið bara betri en þeir,“ sagði Teitur Örlygsson. „Það voru einhver meiðsli sem hægðu aðeins á honum. Hugsa að hann hefði verið kominn þarna fyrr,“ bætti Kjartan Atli við. Einnig var örstutt umræða er varðar yngri flokka feril Styrmis þar sem hann spilaði mest í C eða B-riðli á Íslandsmótinu. „Það skiptir engu máli hvort þú sért A-liði eða A, B eða C-riðli. Haltu áfram, æfðu og þú munt uppskera,“ sagði Kjartan Atli einnig. „Þetta er geggjað blokk hjá honum, tímasetningarnar hans eru frábærar. Og býr til tvö stig,“ sagði Hermann Hauksson er varnarleikur Styrmis var skoðaður. „Hann var fyrir utan þriggja stiga línuna þegar hann áttar sig á þessu. 99 prósent af öllum leikmönnum standa við þriggja stiga línuna og horfa á þetta,“ bætti Teitur við. „Hann er yfirleitt settur á bestu leikmennina. Hann var að dekka Jón Arnór þarna, var að dekka Tomsick um daginn og Sabin þar á undan. Hann fer alltaf á þá sem skora mest í hinu liðinu.“ „Hann er svo langur, hreyfanlegur og með svo gott jafnvægi á löppunum þegar menn eru að reyna ráðast á hann á dripplinu,“ bætti Kjartan Atli við. Hér að neðan má sjá umræðu Kjartans, Hermanns og Teits um Styrmi Snæ í þætti gærkvöldsins. Klippa: Halda áfram að mæra Styrmi Snæ Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir „Þorlákshafnarprinsinn“ ánægður með byrjunina Styrmir Snær Þrastarson, leikmaður Þórs Þ., kom í heimsókn í Domino's Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið þar sem hann fór yfir frábæra byrjun sína og liðsins á tímabilinu. 31. janúar 2021 12:01 Halda vart vatni yfir ungstirninu í Þorlákshöfn Hinn 19 ára gamli Styrmir Snær Þrastarson hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Þór Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í vetur. 24. janúar 2021 08:01 Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Styrmir Snær var enn og aftur frábær í liði Þórs sem sótti sigur að Hlíðarenda í liðinni viku. Hann skoraði 16 stig ásamt því að sjö fráköst og gefa sex stoðsendingar. „Hann var að henda í flottar stoðsendingar í þessum leik. Hann er með þetta allt. Þetta eru þroskaðar og flottar sendingar,“ sagði Kjartan Atli. „Var að pæla í hvenær þetta gerðist hjá Styrmi. Fullt af strákum sem voru með honum í yngri landsliðum sem eru að sjá hann núna stinga sig af. Hann er að stinga aðra leikmenn af. Ég vill sjá fleiri svona, stráka sem koma bara og stíga þetta skref inn í deildina. Ekki væla að það séu útlendingar fyrir, verið bara betri en þeir,“ sagði Teitur Örlygsson. „Það voru einhver meiðsli sem hægðu aðeins á honum. Hugsa að hann hefði verið kominn þarna fyrr,“ bætti Kjartan Atli við. Einnig var örstutt umræða er varðar yngri flokka feril Styrmis þar sem hann spilaði mest í C eða B-riðli á Íslandsmótinu. „Það skiptir engu máli hvort þú sért A-liði eða A, B eða C-riðli. Haltu áfram, æfðu og þú munt uppskera,“ sagði Kjartan Atli einnig. „Þetta er geggjað blokk hjá honum, tímasetningarnar hans eru frábærar. Og býr til tvö stig,“ sagði Hermann Hauksson er varnarleikur Styrmis var skoðaður. „Hann var fyrir utan þriggja stiga línuna þegar hann áttar sig á þessu. 99 prósent af öllum leikmönnum standa við þriggja stiga línuna og horfa á þetta,“ bætti Teitur við. „Hann er yfirleitt settur á bestu leikmennina. Hann var að dekka Jón Arnór þarna, var að dekka Tomsick um daginn og Sabin þar á undan. Hann fer alltaf á þá sem skora mest í hinu liðinu.“ „Hann er svo langur, hreyfanlegur og með svo gott jafnvægi á löppunum þegar menn eru að reyna ráðast á hann á dripplinu,“ bætti Kjartan Atli við. Hér að neðan má sjá umræðu Kjartans, Hermanns og Teits um Styrmi Snæ í þætti gærkvöldsins. Klippa: Halda áfram að mæra Styrmi Snæ Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir „Þorlákshafnarprinsinn“ ánægður með byrjunina Styrmir Snær Þrastarson, leikmaður Þórs Þ., kom í heimsókn í Domino's Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið þar sem hann fór yfir frábæra byrjun sína og liðsins á tímabilinu. 31. janúar 2021 12:01 Halda vart vatni yfir ungstirninu í Þorlákshöfn Hinn 19 ára gamli Styrmir Snær Þrastarson hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Þór Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í vetur. 24. janúar 2021 08:01 Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
„Þorlákshafnarprinsinn“ ánægður með byrjunina Styrmir Snær Þrastarson, leikmaður Þórs Þ., kom í heimsókn í Domino's Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið þar sem hann fór yfir frábæra byrjun sína og liðsins á tímabilinu. 31. janúar 2021 12:01
Halda vart vatni yfir ungstirninu í Þorlákshöfn Hinn 19 ára gamli Styrmir Snær Þrastarson hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Þór Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í vetur. 24. janúar 2021 08:01
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum