Leit heldur áfram í birtingu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. febrúar 2021 23:18 Ali Sadpara og Johns Snorra Sigurjónssonar er enn saknað. Facebook Enn hefur ekkert spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans sem leitað hefur verið að á K2 í dag. Leit pakistanska hersins verður haldið áfram í dögun en um ríflega tveir sólarhringar eru liðnir síðan síðast heyrðist frá þeim. Aðstæður í fjallinu eru gríðarlega erfiðar og hefur frost farið vel yfir fjörutíu gráður í dag. „Eftir að það skall á myrkur þarna þá var leit hætt á meðan en mér skilst að það eigi að hefja leit aftur í birtingu,“ segir Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu, í samtali við fréttastofu nú í kvöld. Málið sé tekið alvarlega en starfsfólk borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins er í sambandi við fjölskyldu Johns Snorra. „Það er samtal á milli yfirvalda í löndunum tveimur,“ segir Sveinn en Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi við kollega sinn í Pakistan um leitina að John og samferðamönnum hans síðdegis í dag. Þá hafa íslensk stjórnvöld einnig verið í sambandi við hermálayfirvöld í Pakistan sem stýra leitinni. Klukkan er nú að ganga fimm að morgni að staðartíma í Pakistan og má því ætla að leit hefjist að nýju fljótlega. Yfirvöld í Pakistan hafa heitið því að gera allt sem í þeirra valdi stendur í þágu leitarinnar en forseti landsins, Arif Alvi, vakti til að mynd athygli á málinu á Twitter í kvöld þar sem hann óskaði þess að Ali Sadpara og samferðamenn hans væru heilir á húfi, en Ali er einmitt einn þeirra sem var á ferð með John Snorra. Sonur Ali, Sajid Sadpara, snéri við á lokasprettinum og var kominn aftur niður í grunnbúðir fyrr í dag. https://t.co/1dsXM3T6HH— Dr. Arif Alvi (@ArifAlvi) February 6, 2021 Leit við fjallið á þyrlum bar ekki árangur í dag en kvikmyndagerðarmaðurinn Kári G. Schram, sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hann vonaði að til þess kæmi að stærri flugvélum yrði flogið yfir í von um að hægt yrði að finna einhver ummerki um göngumennina. „Ef þeir eru uppi í grunnbúðum fjögur þá ná þeir ekkert þangað [á þyrlum]. Það er þá ekki nema með stærri flugvélum sem geta flogið þar yfir. Ég var eiginlega að vona að það myndi takast, að það færi einhver flutningsvél sem gæti flogið þetta hátt,“ sagði Kári. Markmiðið með leiðangrinum var að reyna að verða meðal þeirra fyrstu til að toppa fjallið að vetri til en John Snorri varð sumarið 2017 fyrsti Íslendingurinn til að komast upp á topp K2. Fjallamennska Utanríkismál Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
„Eftir að það skall á myrkur þarna þá var leit hætt á meðan en mér skilst að það eigi að hefja leit aftur í birtingu,“ segir Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu, í samtali við fréttastofu nú í kvöld. Málið sé tekið alvarlega en starfsfólk borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins er í sambandi við fjölskyldu Johns Snorra. „Það er samtal á milli yfirvalda í löndunum tveimur,“ segir Sveinn en Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi við kollega sinn í Pakistan um leitina að John og samferðamönnum hans síðdegis í dag. Þá hafa íslensk stjórnvöld einnig verið í sambandi við hermálayfirvöld í Pakistan sem stýra leitinni. Klukkan er nú að ganga fimm að morgni að staðartíma í Pakistan og má því ætla að leit hefjist að nýju fljótlega. Yfirvöld í Pakistan hafa heitið því að gera allt sem í þeirra valdi stendur í þágu leitarinnar en forseti landsins, Arif Alvi, vakti til að mynd athygli á málinu á Twitter í kvöld þar sem hann óskaði þess að Ali Sadpara og samferðamenn hans væru heilir á húfi, en Ali er einmitt einn þeirra sem var á ferð með John Snorra. Sonur Ali, Sajid Sadpara, snéri við á lokasprettinum og var kominn aftur niður í grunnbúðir fyrr í dag. https://t.co/1dsXM3T6HH— Dr. Arif Alvi (@ArifAlvi) February 6, 2021 Leit við fjallið á þyrlum bar ekki árangur í dag en kvikmyndagerðarmaðurinn Kári G. Schram, sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hann vonaði að til þess kæmi að stærri flugvélum yrði flogið yfir í von um að hægt yrði að finna einhver ummerki um göngumennina. „Ef þeir eru uppi í grunnbúðum fjögur þá ná þeir ekkert þangað [á þyrlum]. Það er þá ekki nema með stærri flugvélum sem geta flogið þar yfir. Ég var eiginlega að vona að það myndi takast, að það færi einhver flutningsvél sem gæti flogið þetta hátt,“ sagði Kári. Markmiðið með leiðangrinum var að reyna að verða meðal þeirra fyrstu til að toppa fjallið að vetri til en John Snorri varð sumarið 2017 fyrsti Íslendingurinn til að komast upp á topp K2.
Fjallamennska Utanríkismál Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira