„Til að takast hið ómögulega verður maður að reyna hið fáránlega“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2021 07:13 Þessi fleygu orð blasa við á heimasíðu Johns Snorra. Íslendingar og fólk um allan heim bíður tíðinda af afdrifum ofurhuga frá Íslandi, Pakistan og Chile. Johnsnorri.com Þessi orð eru höfð eftir spænska rithöfundinum Miguel de Cervantes sem var uppi á 16. og 17. öld. Þessi orð valdi John Snorri Sigurjónsson fjallagarpur og birtir á veglegri heimasíðu sinni, johnsnorri.com. Á heimasíðunni er að finna allar helstu upplýsingar um leiðangur Johns Snorra á K2 að vetrarlagi. Ferðalag sem svo sannarlega mætti kalla klikkað. 8611 metra fjallstindur í Pakistan sem þar til í ár hafði aldrei verið klifinn að vetrarlagi. Markmið John Snorra var skýrt. Að komast á topp hins ógurlega 8611 metra háa K2 að vetrarlagi. Þótt nepalskir ofurhugar hafi orðið fyrri til í janúar ætlaði John Snorri sér á toppinn. Engu skipti þótt tilraun hans í fyrra hefði ekki gengið sem skildi. Þann 5. febrúar 2020 tilkynnti John Snorri að fimm úr teymi hans hefðu ekki treyst sér til að halda áfram af persónulegum ástæðum. Teymið hafði þá verið í grunnbúðum K2 í viku. „Að toppa K2 að vetrarlagi er gríðarlega erfitt verkefni sem felur í sér að allir í teyminu verða að vera fullkomlega undirbúnir, bæði andlega og líkamlega, til að takast á við áskorunina.“ Summiting K2 in winter is a formidable task that necessitates all team members being fully prepared, both mentally and...Posted by John Snorri on Wednesday, February 5, 2020 Sléttu ári síðar var runninn upp 5. febrúar og John Snorri aftur með augun á toppi K2. Í veðravítinu sem kalla mætti hlíðar K2 að vetrarlagi höfðu John Snorri og félagar hans beðið færis í grunnbúðum. Beðið eftir góðum veðurglugga sem opnaðist 4. og 5. febrúar. John lagði af stað úr grunnbúðum þann 3. febrúar ásamt Ali Sadpara, syni hans Sajid Sadpara en þeir eru báðir frá Pakistan. Markmiðið var að toppa K2 þann 5. febrúar. Sléttu ári eftir að ljóst var að draumurinn um K2 að vetrarlagi myndi ekki rætast árið 2020. Posted by John Snorri Sigurjónsson on Tuesday, February 2, 2021 Fyrst var farið í grunnbúðir 2 og gist í eina nótt. Þaðan var farið í grunnbúðir þrjú þann 4. febrúar þar sem til stóð að hvílast í nokkra klukkutíma áður en ferðinni yrði haldið áfram. Sama dag átti svo að leggja í lokasprettinn á toppinn, sem John Snorri áætlaði að tæki þá 15-16 klukkustundir. „Tilfinningarnar eru allsráðandi og ég er spenntur fyrir atlögunni að toppnum. Við höfum verið hérna í langan tíma. Hjörtu okkar eru full af þakklæti vegna stuðningsins sem við finnum frá fólki um heim allan. Vonandi verður þetta glugginn okkar til að komast á topp K2 að vetrarlagi,“ skrifaði John Snorri áður en hann hélt úr grunnbúðum. Gangan í grunnbúðir 2 gekk ekki áfallalaust fyrir sig samkvæmt upplýsingum á Facebook-síðu Johns Snorra. Hann fékk grjót í hausinn en var sem betur fer varinn af hjálminum sínum. Annar fjallgöngumaður, í öðru teymi, fékk grjót í öxlina sem varð til þess að hann þurfti að velta fyrir sér framhaldinu. Þó nokkrir göngumenn ákváðu að hætta við frekari göngu í grunnbúðum 2. Posted by John Snorri Sigurjónsson on Wednesday, February 3, 2021 Ali og Sajid voru sagðir í góðum málum en John Snorri hafði fengið smá frostbit á fingur. Hann hafði þó ekki áhyggjur af því. Framundan var svefn yfir nótt og svo áfram gengið áleiðis í grunnbúðir þrjú að morgni 4. febrúar þar sem stóð til að hvíla sig yfir daginn. Hvíldust lítið sem ekkert Gangan úr grunnbúðum tvö í grunnbúðir þrjú virðist hafa tekið um fimm klukkustundir. Gangan var sögð hafa gengið vel en allir hefðu þeir þó verið aðeins slappir um tíma. Þeir náðu svo ekki að hvílast eins og til stóð í grunnbúðum þrjú. Þannig var að þrír aðrir fjallgöngumenn leituðu skjóls í tjaldi Johns Snorra og feðganna frá Pakistan. Sex manns í litlu tjaldi bauð ekki upp á mikla hvíld. Ekki ákjósanlegt fyrir lokakaflann sem þeir lögðu af stað í að kvöldi fimmtudagsins 4. febrúar. K2 - 8.611m summit push on the 5th February , Friday morning after noon PKT. Please follow us...Posted by John Snorri on Thursday, February 4, 2021 Um hálfum sólarhring síðar bárust tíðindi frá Sajid sem hafði þá snúið aftur í grunnbúðir þrjú þar sem vandræði voru með súrefniskút hans. Að hans sögn hafði J. Pablo frá Chile slegist í hópinn með þeim og voru því enn þrír í teyminu. John Snorri, Ali og J. Pablo. Allir voru í góðum málum og göngunni vatt vel fram. Sajid hafði séð til þeirra við „Bottleneck“ um klukkan fimm að morgni föstudagsins 5. febrúar að íslenskum tíma. Þó fylgdi sögunni að garmin-búnaðurinn væri orðinn rafhlöðulaus og því ekki lengur hægt að fylgjast með ferðum þeirra í fjallinu. UPDATE from Haris "Sajid is back in camp 3 his oxygen regulator was not working he came back from bottle neck. They...Posted by Lína Móey on Friday, February 5, 2021 Nú, rúmlega tveimur sólarhringum eftir að Ali sá til þremenninganna, hefur hvorki sést né heyrst frá þremenningunum. Leit pakistanska hersins stendur yfir og vitandi um hvílík ofurmenni er að ræða lifir vonin þó hún minnki með tímanum enda aðstæður í fjallinu gríðarlega erfiðar og kuldinn slíkur að fæstir Íslendingar geta líklega ímyndað sér. Metnaður John Snorra þegar kemur að fjallamennsku hefur ekki farið fram hjá neinum. Afrek hans undanfarin áratug hafa enn fremur skráð hann í sögubækurnar, ekki aðeins hér á landi heldur í fjallamennskuheiminum. K2 að vetrarlagi var heldur engin endastöð. Hann ætlaði sér að toppa alla átta þúsund metra tinda á jörðinni. Eins og sjá má ætlaði John Snorri sér á topp alla þessara tinda. Hann er búinn með Lhotse, K2, Broad Peak og Manaslu.Johnsnorri.com Tæp fjögur ár eru síðan hann stóð fyrstur Íslendinga á toppi K2. Það var ekki nóg. Hann ætlaði að verða fyrstur í heiminum á toppinn að vetrarlagi. Þann 16. janúar varð hópur nepalskra fjallagarpa fyrri til og John Snorri gat ekki leynt vonbrigðum sínum í samtali við Vísi. Talað hefði verið um að fara upp í samfloti og Nepalarnir hefðu tekið mikla áhættu. „Já, þetta voru svolítið vonbrigði þar sem við hópurinn erum komnir með mestu hæðaraðlögunina og erum búnir að vera mikið í fjallinu. Þannig að við erum allir þrír mjög ósáttir með þetta. Því við hefðum getað farið á toppinn en tókum ekki áhættuna því veðrið var tvísýnt,“ sagði John Snorri úr Broad Peak-grunnbúðunum á K2. Hann sagði fyrirséð var að vindur yrði 60 km/klst á toppnum og frost allt niður í fimmtíu stig. „Þá er þetta orðið mikil áhætta og þeir tóku mikla áhættu. En vonbrigðin voru mikil og þetta var mjög erfitt. Ég var að koma niður úr búðum tvö þegar ég frétti að þeir ætluðu að reyna að halda áfram upp á toppinn. Þannig mér fannst leiðinlegt að vera að fara niður af fjallinu þegar þeir voru að fara upp á topp.“ Stórhættuleg ganga Það er ekki ofsögum sagt að ganga á K2, hvort sem er að sumar- eða vetrarlagi sé hættuför. Það hefur margoft komið fram og tölurnar tala sínu máli. Fyrir hverja fjóra sem komast á toppinn þá lætur einn lífið. John Snorri hefur endurtekið sagst vel meðvitaður um þá hættu sem felist í því að ætla að toppa K2 að vetrarlagi. Afrek sem engum hafði tekist fyrr en um miðjan janúar. Á föstudaginn var greint frá því að búlgarski göngumaðurinn Atanas Skatov hefði hrapað til jarðar á leiðinni niður úr grunnbúðum þrjú. Í janúar fórst spænski fjallagarpurinn Sergi Mingote í fjallinu. Sá var vinur Johns Snorra sem minntist vinar síns: „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek.“ Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Tengdar fréttir Leit heldur áfram í birtingu Enn hefur ekkert spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans sem leitað hefur verið að á K2 í dag. Leit pakistanska hersins verður haldið áfram í dögun en um ríflega tveir sólarhringar eru liðnir síðan síðast heyrðist frá þeim. Aðstæður í fjallinu eru gríðarlega erfiðar og hefur frost farið vel yfir fjörutíu gráður í dag. 6. febrúar 2021 23:18 Utanríkisráðherra Pakistan segir að allt verði gert til að bjarga John Snorra og samferðamönnum hans Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi við Makhdoom Shah Mahmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistans, síðdegis í dag vegna leitarinnar að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans. 6. febrúar 2021 20:19 „Everest er eiginlega bara túristafjall miðað við þetta fjall“ „Þetta er bara agalegt í rauninni. Maður gerir sér enga grein fyrir hvernig staðan er hjá þeim og hvar þeir eru og hvort þeir séu þarna einhvers staðar í vari. Það er eiginlega það sem maður er að vonast eftir,“ segir Kári G. Schram, kvikmyndagerðarmaður í samtali við Vísi. 6. febrúar 2021 20:02 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Á heimasíðunni er að finna allar helstu upplýsingar um leiðangur Johns Snorra á K2 að vetrarlagi. Ferðalag sem svo sannarlega mætti kalla klikkað. 8611 metra fjallstindur í Pakistan sem þar til í ár hafði aldrei verið klifinn að vetrarlagi. Markmið John Snorra var skýrt. Að komast á topp hins ógurlega 8611 metra háa K2 að vetrarlagi. Þótt nepalskir ofurhugar hafi orðið fyrri til í janúar ætlaði John Snorri sér á toppinn. Engu skipti þótt tilraun hans í fyrra hefði ekki gengið sem skildi. Þann 5. febrúar 2020 tilkynnti John Snorri að fimm úr teymi hans hefðu ekki treyst sér til að halda áfram af persónulegum ástæðum. Teymið hafði þá verið í grunnbúðum K2 í viku. „Að toppa K2 að vetrarlagi er gríðarlega erfitt verkefni sem felur í sér að allir í teyminu verða að vera fullkomlega undirbúnir, bæði andlega og líkamlega, til að takast á við áskorunina.“ Summiting K2 in winter is a formidable task that necessitates all team members being fully prepared, both mentally and...Posted by John Snorri on Wednesday, February 5, 2020 Sléttu ári síðar var runninn upp 5. febrúar og John Snorri aftur með augun á toppi K2. Í veðravítinu sem kalla mætti hlíðar K2 að vetrarlagi höfðu John Snorri og félagar hans beðið færis í grunnbúðum. Beðið eftir góðum veðurglugga sem opnaðist 4. og 5. febrúar. John lagði af stað úr grunnbúðum þann 3. febrúar ásamt Ali Sadpara, syni hans Sajid Sadpara en þeir eru báðir frá Pakistan. Markmiðið var að toppa K2 þann 5. febrúar. Sléttu ári eftir að ljóst var að draumurinn um K2 að vetrarlagi myndi ekki rætast árið 2020. Posted by John Snorri Sigurjónsson on Tuesday, February 2, 2021 Fyrst var farið í grunnbúðir 2 og gist í eina nótt. Þaðan var farið í grunnbúðir þrjú þann 4. febrúar þar sem til stóð að hvílast í nokkra klukkutíma áður en ferðinni yrði haldið áfram. Sama dag átti svo að leggja í lokasprettinn á toppinn, sem John Snorri áætlaði að tæki þá 15-16 klukkustundir. „Tilfinningarnar eru allsráðandi og ég er spenntur fyrir atlögunni að toppnum. Við höfum verið hérna í langan tíma. Hjörtu okkar eru full af þakklæti vegna stuðningsins sem við finnum frá fólki um heim allan. Vonandi verður þetta glugginn okkar til að komast á topp K2 að vetrarlagi,“ skrifaði John Snorri áður en hann hélt úr grunnbúðum. Gangan í grunnbúðir 2 gekk ekki áfallalaust fyrir sig samkvæmt upplýsingum á Facebook-síðu Johns Snorra. Hann fékk grjót í hausinn en var sem betur fer varinn af hjálminum sínum. Annar fjallgöngumaður, í öðru teymi, fékk grjót í öxlina sem varð til þess að hann þurfti að velta fyrir sér framhaldinu. Þó nokkrir göngumenn ákváðu að hætta við frekari göngu í grunnbúðum 2. Posted by John Snorri Sigurjónsson on Wednesday, February 3, 2021 Ali og Sajid voru sagðir í góðum málum en John Snorri hafði fengið smá frostbit á fingur. Hann hafði þó ekki áhyggjur af því. Framundan var svefn yfir nótt og svo áfram gengið áleiðis í grunnbúðir þrjú að morgni 4. febrúar þar sem stóð til að hvíla sig yfir daginn. Hvíldust lítið sem ekkert Gangan úr grunnbúðum tvö í grunnbúðir þrjú virðist hafa tekið um fimm klukkustundir. Gangan var sögð hafa gengið vel en allir hefðu þeir þó verið aðeins slappir um tíma. Þeir náðu svo ekki að hvílast eins og til stóð í grunnbúðum þrjú. Þannig var að þrír aðrir fjallgöngumenn leituðu skjóls í tjaldi Johns Snorra og feðganna frá Pakistan. Sex manns í litlu tjaldi bauð ekki upp á mikla hvíld. Ekki ákjósanlegt fyrir lokakaflann sem þeir lögðu af stað í að kvöldi fimmtudagsins 4. febrúar. K2 - 8.611m summit push on the 5th February , Friday morning after noon PKT. Please follow us...Posted by John Snorri on Thursday, February 4, 2021 Um hálfum sólarhring síðar bárust tíðindi frá Sajid sem hafði þá snúið aftur í grunnbúðir þrjú þar sem vandræði voru með súrefniskút hans. Að hans sögn hafði J. Pablo frá Chile slegist í hópinn með þeim og voru því enn þrír í teyminu. John Snorri, Ali og J. Pablo. Allir voru í góðum málum og göngunni vatt vel fram. Sajid hafði séð til þeirra við „Bottleneck“ um klukkan fimm að morgni föstudagsins 5. febrúar að íslenskum tíma. Þó fylgdi sögunni að garmin-búnaðurinn væri orðinn rafhlöðulaus og því ekki lengur hægt að fylgjast með ferðum þeirra í fjallinu. UPDATE from Haris "Sajid is back in camp 3 his oxygen regulator was not working he came back from bottle neck. They...Posted by Lína Móey on Friday, February 5, 2021 Nú, rúmlega tveimur sólarhringum eftir að Ali sá til þremenninganna, hefur hvorki sést né heyrst frá þremenningunum. Leit pakistanska hersins stendur yfir og vitandi um hvílík ofurmenni er að ræða lifir vonin þó hún minnki með tímanum enda aðstæður í fjallinu gríðarlega erfiðar og kuldinn slíkur að fæstir Íslendingar geta líklega ímyndað sér. Metnaður John Snorra þegar kemur að fjallamennsku hefur ekki farið fram hjá neinum. Afrek hans undanfarin áratug hafa enn fremur skráð hann í sögubækurnar, ekki aðeins hér á landi heldur í fjallamennskuheiminum. K2 að vetrarlagi var heldur engin endastöð. Hann ætlaði sér að toppa alla átta þúsund metra tinda á jörðinni. Eins og sjá má ætlaði John Snorri sér á topp alla þessara tinda. Hann er búinn með Lhotse, K2, Broad Peak og Manaslu.Johnsnorri.com Tæp fjögur ár eru síðan hann stóð fyrstur Íslendinga á toppi K2. Það var ekki nóg. Hann ætlaði að verða fyrstur í heiminum á toppinn að vetrarlagi. Þann 16. janúar varð hópur nepalskra fjallagarpa fyrri til og John Snorri gat ekki leynt vonbrigðum sínum í samtali við Vísi. Talað hefði verið um að fara upp í samfloti og Nepalarnir hefðu tekið mikla áhættu. „Já, þetta voru svolítið vonbrigði þar sem við hópurinn erum komnir með mestu hæðaraðlögunina og erum búnir að vera mikið í fjallinu. Þannig að við erum allir þrír mjög ósáttir með þetta. Því við hefðum getað farið á toppinn en tókum ekki áhættuna því veðrið var tvísýnt,“ sagði John Snorri úr Broad Peak-grunnbúðunum á K2. Hann sagði fyrirséð var að vindur yrði 60 km/klst á toppnum og frost allt niður í fimmtíu stig. „Þá er þetta orðið mikil áhætta og þeir tóku mikla áhættu. En vonbrigðin voru mikil og þetta var mjög erfitt. Ég var að koma niður úr búðum tvö þegar ég frétti að þeir ætluðu að reyna að halda áfram upp á toppinn. Þannig mér fannst leiðinlegt að vera að fara niður af fjallinu þegar þeir voru að fara upp á topp.“ Stórhættuleg ganga Það er ekki ofsögum sagt að ganga á K2, hvort sem er að sumar- eða vetrarlagi sé hættuför. Það hefur margoft komið fram og tölurnar tala sínu máli. Fyrir hverja fjóra sem komast á toppinn þá lætur einn lífið. John Snorri hefur endurtekið sagst vel meðvitaður um þá hættu sem felist í því að ætla að toppa K2 að vetrarlagi. Afrek sem engum hafði tekist fyrr en um miðjan janúar. Á föstudaginn var greint frá því að búlgarski göngumaðurinn Atanas Skatov hefði hrapað til jarðar á leiðinni niður úr grunnbúðum þrjú. Í janúar fórst spænski fjallagarpurinn Sergi Mingote í fjallinu. Sá var vinur Johns Snorra sem minntist vinar síns: „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek.“
Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Tengdar fréttir Leit heldur áfram í birtingu Enn hefur ekkert spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans sem leitað hefur verið að á K2 í dag. Leit pakistanska hersins verður haldið áfram í dögun en um ríflega tveir sólarhringar eru liðnir síðan síðast heyrðist frá þeim. Aðstæður í fjallinu eru gríðarlega erfiðar og hefur frost farið vel yfir fjörutíu gráður í dag. 6. febrúar 2021 23:18 Utanríkisráðherra Pakistan segir að allt verði gert til að bjarga John Snorra og samferðamönnum hans Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi við Makhdoom Shah Mahmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistans, síðdegis í dag vegna leitarinnar að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans. 6. febrúar 2021 20:19 „Everest er eiginlega bara túristafjall miðað við þetta fjall“ „Þetta er bara agalegt í rauninni. Maður gerir sér enga grein fyrir hvernig staðan er hjá þeim og hvar þeir eru og hvort þeir séu þarna einhvers staðar í vari. Það er eiginlega það sem maður er að vonast eftir,“ segir Kári G. Schram, kvikmyndagerðarmaður í samtali við Vísi. 6. febrúar 2021 20:02 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Leit heldur áfram í birtingu Enn hefur ekkert spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans sem leitað hefur verið að á K2 í dag. Leit pakistanska hersins verður haldið áfram í dögun en um ríflega tveir sólarhringar eru liðnir síðan síðast heyrðist frá þeim. Aðstæður í fjallinu eru gríðarlega erfiðar og hefur frost farið vel yfir fjörutíu gráður í dag. 6. febrúar 2021 23:18
Utanríkisráðherra Pakistan segir að allt verði gert til að bjarga John Snorra og samferðamönnum hans Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi við Makhdoom Shah Mahmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistans, síðdegis í dag vegna leitarinnar að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans. 6. febrúar 2021 20:19
„Everest er eiginlega bara túristafjall miðað við þetta fjall“ „Þetta er bara agalegt í rauninni. Maður gerir sér enga grein fyrir hvernig staðan er hjá þeim og hvar þeir eru og hvort þeir séu þarna einhvers staðar í vari. Það er eiginlega það sem maður er að vonast eftir,“ segir Kári G. Schram, kvikmyndagerðarmaður í samtali við Vísi. 6. febrúar 2021 20:02