AztraZeneca veiti takmarkaðri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu Sylvía Hall skrifar 7. febrúar 2021 08:10 Bretland er fyrsta landið í heiminum til þess að hefja bólusetningar með bóluefni AstraZeneca. AP/Gareth Fuller Bráðabirgðaniðurstöður úr rannsókn á bóluefni AstraZeneca benda til þess að bóluefnið veiti minni vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði veirunnar. Yfir tvö þúsund manns tóku þátt í rannsókninni sem verður birt á morgun. Financial Times greindi frá þessum niðurstöðum og fengust þær staðfestar hjá AstraZeneca, sem fullyrðir þó að bóluefnið veiti ríka vernd gegn alvarlegri veikindum af völdum sjúkdómsins þó það hafi síður áhrif á þá einstaklinga sem veikjast minna. Rannsóknin hafi þó að mestu farið fram á ungum og heilbrigðum einstaklingum, og því óvíst hvort það virki jafn vel á þá sem eldri eru. Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins gær. 1.200 skammtar bárust af efninu sem ætti að duga fyrir 600 manns. Bóluefnið fékk markaðsleyfi í Evrópu í lok janúar. Suður-afríska afbrigðið hefur skotið upp kollinum víða og hafa yfir hundrað tilfelli verið staðfest í Bretlandi. Hið svokallaða breska afbrigði er þó enn ráðandi þar í landi, en bóluefnið er sagt virka vel gegn því afbrigði veirunnar. Oxford-háskóli, sem hefur þróað bóluefnið í samstarfi við AstraZeneca, vinnur nú að því að laga framleiðsluferla að mögulegum breytingum á samsetningu bóluefnisins ef þörf krefur. Greint var frá því í janúar að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar, bæði því breska og suður-afríska. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi Bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 verður gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi, líkt og gert verður í Þýskalandi, Svíþjóð, Frakklandi og Noregi. 4. febrúar 2021 11:15 Bóluefnið frá AstraZeneca aðeins til yngri en 55 ára í Belgíu Eftirlitsaðilar í Belgíu hafa mælt með því að Covid-19 bóluefnið frá AstraZeneca verði aðeins gefið einstaklingum undir 55 ára, að svo stöddu. Heilbrigðisráðherrann belgíski segir að verið sé að yfirfara bólusetningaráætlun landsins, þar sem stjórnvöld höfðu reitt sig á umrætt bóluefni. 3. febrúar 2021 15:20 Rannsaka virkni þess að gefa sitthvort bóluefnið í fyrri og seinni skammt Vísindamenn við Oxford-háskóla í Bretlandi ætla að rannsaka hvort það gefist eins vel að gefa fólki sitthvort bóluefnið gegn Covid-19 í fyrri og seinni sprautu bólusetningar í stað þess að gefa sama bóluefnið tvisvar líkt og nú er gert. 4. febrúar 2021 07:13 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Financial Times greindi frá þessum niðurstöðum og fengust þær staðfestar hjá AstraZeneca, sem fullyrðir þó að bóluefnið veiti ríka vernd gegn alvarlegri veikindum af völdum sjúkdómsins þó það hafi síður áhrif á þá einstaklinga sem veikjast minna. Rannsóknin hafi þó að mestu farið fram á ungum og heilbrigðum einstaklingum, og því óvíst hvort það virki jafn vel á þá sem eldri eru. Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins gær. 1.200 skammtar bárust af efninu sem ætti að duga fyrir 600 manns. Bóluefnið fékk markaðsleyfi í Evrópu í lok janúar. Suður-afríska afbrigðið hefur skotið upp kollinum víða og hafa yfir hundrað tilfelli verið staðfest í Bretlandi. Hið svokallaða breska afbrigði er þó enn ráðandi þar í landi, en bóluefnið er sagt virka vel gegn því afbrigði veirunnar. Oxford-háskóli, sem hefur þróað bóluefnið í samstarfi við AstraZeneca, vinnur nú að því að laga framleiðsluferla að mögulegum breytingum á samsetningu bóluefnisins ef þörf krefur. Greint var frá því í janúar að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar, bæði því breska og suður-afríska.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi Bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 verður gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi, líkt og gert verður í Þýskalandi, Svíþjóð, Frakklandi og Noregi. 4. febrúar 2021 11:15 Bóluefnið frá AstraZeneca aðeins til yngri en 55 ára í Belgíu Eftirlitsaðilar í Belgíu hafa mælt með því að Covid-19 bóluefnið frá AstraZeneca verði aðeins gefið einstaklingum undir 55 ára, að svo stöddu. Heilbrigðisráðherrann belgíski segir að verið sé að yfirfara bólusetningaráætlun landsins, þar sem stjórnvöld höfðu reitt sig á umrætt bóluefni. 3. febrúar 2021 15:20 Rannsaka virkni þess að gefa sitthvort bóluefnið í fyrri og seinni skammt Vísindamenn við Oxford-háskóla í Bretlandi ætla að rannsaka hvort það gefist eins vel að gefa fólki sitthvort bóluefnið gegn Covid-19 í fyrri og seinni sprautu bólusetningar í stað þess að gefa sama bóluefnið tvisvar líkt og nú er gert. 4. febrúar 2021 07:13 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Bóluefni AstraZeneca gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi Bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 verður gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi, líkt og gert verður í Þýskalandi, Svíþjóð, Frakklandi og Noregi. 4. febrúar 2021 11:15
Bóluefnið frá AstraZeneca aðeins til yngri en 55 ára í Belgíu Eftirlitsaðilar í Belgíu hafa mælt með því að Covid-19 bóluefnið frá AstraZeneca verði aðeins gefið einstaklingum undir 55 ára, að svo stöddu. Heilbrigðisráðherrann belgíski segir að verið sé að yfirfara bólusetningaráætlun landsins, þar sem stjórnvöld höfðu reitt sig á umrætt bóluefni. 3. febrúar 2021 15:20
Rannsaka virkni þess að gefa sitthvort bóluefnið í fyrri og seinni skammt Vísindamenn við Oxford-háskóla í Bretlandi ætla að rannsaka hvort það gefist eins vel að gefa fólki sitthvort bóluefnið gegn Covid-19 í fyrri og seinni sprautu bólusetningar í stað þess að gefa sama bóluefnið tvisvar líkt og nú er gert. 4. febrúar 2021 07:13