Frá þessu greinir Chhang Dawa Sherpa á Facebook-síðu sinni en hann fór með í leitina.
Að sögn Dawa var leitað á líklegum stöðum, í allt að 7.000 metra hæð, en skyggni var lítið og fjallstoppurinn hulinn skýjum.
Leitarteymið bíður þess nú að veðuraðstæður breytist og verður þá lagt í aðra leit.
Samskiptamiðlaaðgangar John Snorra og Ali Sadpara hafa ekki verið uppfærðir síðan á laugardag en sonur Sadpara sagðist á blaðamannafundi í gær vera orðinn vonlítill.