Sakar Val um „algjöra meðalmennsku“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2021 11:31 Illa hefur gengið hjá Val að undanförnu. vísir/hulda margrét Jón Halldór Eðvaldsson skilur ekki hvað Valsmönnum gengur til og sakar þá um meðalmennsku. Valur laut í lægra haldi fyrir Haukum í Domino's deild karla í gær, 85-78. Þetta var þriðja tap Valsmanna í röð en þeir eru í 10. sæti deildarinnar með einungis sex stig. Valsmenn gerðu sig gildandi á félagaskiptamarkaðnum fyrir tímabilið og fengu meðal annars Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox frá KR og Sinisa Bilic frá Tindastóli. Þá tók Finnur Freyr Stefánsson við þjálfun liðsins. Valur er hins ekki enn kominn með bandarískan leikmann og Jón Halldór skilur ekki af hverju liðið er ekki tilbúið. „Þú þarft að móta liðið þitt. Það er ekki búið að móta þetta Valslið. Þeir fá inn einhverja leikmenn, Kristó fer meiddur. Jón Arnór var í ágætis takti í dag [í gær], Pavel ekki en við vitum alveg hversu góður hann er,“ sagði Jón Halldór í Domino's Tilþrifunum í gær. Klippa: Domino's Tilþrifin - Umræða um Val „Þeir eru ekki með bandarískan leikmann og svo er Kristó meiddur. Þetta er vesen. Ég skil ekki af hverju þeir eru ekki búnir að gera meira til að móta liðið sitt. Ég er ekki viss um að Jón Arnór, Pavel og Kristó séu þarna bara til að fá matarmiða. Þetta kostar fullt af peningum. Farðu inn í helvítis mótið og reyndu að vinna það. Ég geri ráð fyrir að þeir hafi keypt þessa gæja til þess. Mér finnst þetta algjör meðalmennska og þú vinnur ekkert í meðalmennsku, ekki einu sinni í Ólsen.“ Síðasti leikur Vals fyrir landsleikjahléið er gegn toppliði Keflavíkur á föstudagskvöldið. Valsmenn fá þá tækifæri til að vinna aðeins annan heimaleikinn á tímabilinu. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Valur Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Vill að Stólarnir láti Nikolas Tomsick fara Nikolas Tomsick og félagar í liði Tindastóls fengu slæman skell á móti toppliði Keflavíkur í Domino´s deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Sérfræðingur Domino´s Körfuboltakvölds vill að Stólarnir sendi eina stjörnu liðsins til sín heima. 8. febrúar 2021 09:30 Finnur Freyr: Staðan er áhyggjuefni „Við komum flatir, þungir og hægir út í leikinn eins og hefur oft verið raunin í undanförnum leikjum. Við gröfum okkur ansi stóra holu í tvígang en náum að koma til baka í bæði skiptin. Haukarnir gera bara vel að standa af sér storminn þegar við erum að nálgast. Við eyðum baa of mikilli orku í þessi tvö áhlaup og náum svo ekki að fylgja því eftir,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals eftir 85-78 tap gegn Haukum þegar liðin mættust í Ólafssal. 7. febrúar 2021 21:51 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 85-78 | Haukar höfðu betur í fallbaráttuslagnum Botnlið Hauka vann góðan heimasigur á Val í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. 7. febrúar 2021 20:49 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
Valur laut í lægra haldi fyrir Haukum í Domino's deild karla í gær, 85-78. Þetta var þriðja tap Valsmanna í röð en þeir eru í 10. sæti deildarinnar með einungis sex stig. Valsmenn gerðu sig gildandi á félagaskiptamarkaðnum fyrir tímabilið og fengu meðal annars Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox frá KR og Sinisa Bilic frá Tindastóli. Þá tók Finnur Freyr Stefánsson við þjálfun liðsins. Valur er hins ekki enn kominn með bandarískan leikmann og Jón Halldór skilur ekki af hverju liðið er ekki tilbúið. „Þú þarft að móta liðið þitt. Það er ekki búið að móta þetta Valslið. Þeir fá inn einhverja leikmenn, Kristó fer meiddur. Jón Arnór var í ágætis takti í dag [í gær], Pavel ekki en við vitum alveg hversu góður hann er,“ sagði Jón Halldór í Domino's Tilþrifunum í gær. Klippa: Domino's Tilþrifin - Umræða um Val „Þeir eru ekki með bandarískan leikmann og svo er Kristó meiddur. Þetta er vesen. Ég skil ekki af hverju þeir eru ekki búnir að gera meira til að móta liðið sitt. Ég er ekki viss um að Jón Arnór, Pavel og Kristó séu þarna bara til að fá matarmiða. Þetta kostar fullt af peningum. Farðu inn í helvítis mótið og reyndu að vinna það. Ég geri ráð fyrir að þeir hafi keypt þessa gæja til þess. Mér finnst þetta algjör meðalmennska og þú vinnur ekkert í meðalmennsku, ekki einu sinni í Ólsen.“ Síðasti leikur Vals fyrir landsleikjahléið er gegn toppliði Keflavíkur á föstudagskvöldið. Valsmenn fá þá tækifæri til að vinna aðeins annan heimaleikinn á tímabilinu. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Valur Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Vill að Stólarnir láti Nikolas Tomsick fara Nikolas Tomsick og félagar í liði Tindastóls fengu slæman skell á móti toppliði Keflavíkur í Domino´s deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Sérfræðingur Domino´s Körfuboltakvölds vill að Stólarnir sendi eina stjörnu liðsins til sín heima. 8. febrúar 2021 09:30 Finnur Freyr: Staðan er áhyggjuefni „Við komum flatir, þungir og hægir út í leikinn eins og hefur oft verið raunin í undanförnum leikjum. Við gröfum okkur ansi stóra holu í tvígang en náum að koma til baka í bæði skiptin. Haukarnir gera bara vel að standa af sér storminn þegar við erum að nálgast. Við eyðum baa of mikilli orku í þessi tvö áhlaup og náum svo ekki að fylgja því eftir,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals eftir 85-78 tap gegn Haukum þegar liðin mættust í Ólafssal. 7. febrúar 2021 21:51 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 85-78 | Haukar höfðu betur í fallbaráttuslagnum Botnlið Hauka vann góðan heimasigur á Val í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. 7. febrúar 2021 20:49 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
Vill að Stólarnir láti Nikolas Tomsick fara Nikolas Tomsick og félagar í liði Tindastóls fengu slæman skell á móti toppliði Keflavíkur í Domino´s deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Sérfræðingur Domino´s Körfuboltakvölds vill að Stólarnir sendi eina stjörnu liðsins til sín heima. 8. febrúar 2021 09:30
Finnur Freyr: Staðan er áhyggjuefni „Við komum flatir, þungir og hægir út í leikinn eins og hefur oft verið raunin í undanförnum leikjum. Við gröfum okkur ansi stóra holu í tvígang en náum að koma til baka í bæði skiptin. Haukarnir gera bara vel að standa af sér storminn þegar við erum að nálgast. Við eyðum baa of mikilli orku í þessi tvö áhlaup og náum svo ekki að fylgja því eftir,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals eftir 85-78 tap gegn Haukum þegar liðin mættust í Ólafssal. 7. febrúar 2021 21:51
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 85-78 | Haukar höfðu betur í fallbaráttuslagnum Botnlið Hauka vann góðan heimasigur á Val í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. 7. febrúar 2021 20:49