ICE óhlýðnast Biden og flytur börn í upplausnarástand á Haítí Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. febrúar 2021 09:05 Komið hefur til átaka milli lögreglu og mótmælenda, sem vilja forsetann frá. epa/Jean Marc Herve Abelard Bandaríska löggæslustofnunin sem sér um að framfylgja ákvörðunum í útlendingamálum sætir nú mikilli gagnrýni fyrir að hafa flogið með að minnsta kosti 22 börn til Haítí, þvert á yfirlýstan vilja bandarískra stjórnvalda. Stofnunin, kölluð ICE í daglegu tali, virðist komin í hálfgert stríð við ríkisstjórn Joe Biden, sem hyggst láta af harðneskjulegum aðgerðum forvera síns í útlendingamálum. Þannig voru brottvísanirnar í gær þvert á nýútgefna fyrirskipun forsetans um að senda aðeins úr landi þá sem grunaðir eru um hryðjuverk og hættulega dæmda glæpamenn. Brottflutningur fólks til Haítí var stöðvaður á föstudag en í gær voru engu að síður 72 einstaklingar, þar af 21 barn og tveggja mánaða gamalt ungabarn, sendir þangað af ICE. Um var að ræða tvær vélar sem fóru frá Laredo í Texas til Port-au-Prince. „Ég veit ekki hvað er í gangi á milli ICE og Biden-stjórnarinnar en við vitum hvað þarf að gerast: Það verður að stöðva brottflutningana,“ hefur Guardian eftir Guerline Jozef, framkvæmdastjóra samtakanna Haitian Bridge Alliance. Verið að senda „varnarlaus börn inn í brennandi húsið“ Verulegar áhyggjur eru uppi um öryggi barnanna vegna þess ófriðarástands sem nú ríkir á Haítí en þar deila forsetinn og andstæðingar hans um hvenær kjörtímabili hans á að ljúka. Mótmælendur segja að hann hefði átt að láta af völdum 7. febrúar en forsetinn, Jovenel Moise, hyggst sitja sem fastast ár í viðbót. Ríkisstjórn Biden hefur lýst yfir stuðningi við Moise. Jozef segir ekki óhætt að endursenda börn til Haítí einst og ástandið er. „Ég óttast um börnin, sem verið er að senda inn í hringiðu uppreisnar. Þetta er eins og ef hús væri að brenna og í stað þess að bjarga fólki út öryggisins vegna þá séu Bandaríkin að senda varnarlaus börn inn í brennandi húsið.“ Biden hefur heitið því að sýna meiri mannúð í málefnum útlendinga en Donald Trump. Daginn áður en síðarnefndi yfirgaf Hvíta húsið var maður fluttur frá Bandaríkjunum til Haítí sem var hvorki ríkisborgari landsins né hafði nokkurn tímann komið þangað. Bandaríkin Joe Biden Haítí Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Stofnunin, kölluð ICE í daglegu tali, virðist komin í hálfgert stríð við ríkisstjórn Joe Biden, sem hyggst láta af harðneskjulegum aðgerðum forvera síns í útlendingamálum. Þannig voru brottvísanirnar í gær þvert á nýútgefna fyrirskipun forsetans um að senda aðeins úr landi þá sem grunaðir eru um hryðjuverk og hættulega dæmda glæpamenn. Brottflutningur fólks til Haítí var stöðvaður á föstudag en í gær voru engu að síður 72 einstaklingar, þar af 21 barn og tveggja mánaða gamalt ungabarn, sendir þangað af ICE. Um var að ræða tvær vélar sem fóru frá Laredo í Texas til Port-au-Prince. „Ég veit ekki hvað er í gangi á milli ICE og Biden-stjórnarinnar en við vitum hvað þarf að gerast: Það verður að stöðva brottflutningana,“ hefur Guardian eftir Guerline Jozef, framkvæmdastjóra samtakanna Haitian Bridge Alliance. Verið að senda „varnarlaus börn inn í brennandi húsið“ Verulegar áhyggjur eru uppi um öryggi barnanna vegna þess ófriðarástands sem nú ríkir á Haítí en þar deila forsetinn og andstæðingar hans um hvenær kjörtímabili hans á að ljúka. Mótmælendur segja að hann hefði átt að láta af völdum 7. febrúar en forsetinn, Jovenel Moise, hyggst sitja sem fastast ár í viðbót. Ríkisstjórn Biden hefur lýst yfir stuðningi við Moise. Jozef segir ekki óhætt að endursenda börn til Haítí einst og ástandið er. „Ég óttast um börnin, sem verið er að senda inn í hringiðu uppreisnar. Þetta er eins og ef hús væri að brenna og í stað þess að bjarga fólki út öryggisins vegna þá séu Bandaríkin að senda varnarlaus börn inn í brennandi húsið.“ Biden hefur heitið því að sýna meiri mannúð í málefnum útlendinga en Donald Trump. Daginn áður en síðarnefndi yfirgaf Hvíta húsið var maður fluttur frá Bandaríkjunum til Haítí sem var hvorki ríkisborgari landsins né hafði nokkurn tímann komið þangað.
Bandaríkin Joe Biden Haítí Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira