Dagskráin í dag: FA-bikarinn í öllu sínu veldi: Stórleikur í Guttagarði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. febrúar 2021 06:01 Gylfi Þór Sigurðsson og samherjar hans í Everton fá Tottenham Hotspur í heimsókn á Goodison Park í FA-bikarnum í kvöld. Michael Regan/Getty Images Alls eru fjórir leikir í 16-liða úrslitum FA-bikarsins á dagskrá í dag. Þar ber helst að nefna leik Everton og Tottenham Hotspur. Þá sýnum við beint frá GTS Iceland sem og sérstöku góðgerðamóti í golfi hjá PGA-mótaröðinni. Stöð 2 Sport Sheffield United – botnlið ensku úrvalsdeildarinnar – tekur á móti B-deildarliði Bristol City í enska FA-bikarnum í dag. Sheffield hefur hins vegar verið á góðu skriði undanfarið og unnið fimm af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum. Þó liðið sé svo gott sem fallið virðist það ætla að reyna að framkvæma hið ómögulega. Gott gengi þeirra hófst í bikarnum og hver veit nema það haldi áfram í kvöld. Útsending hefst klukkan 19.20. Stöð 2 Sport 2 Manchester City – topplið ensku úrvalsdeildarinnar – heimsækir hið skemmtilega lið Swansea City til Wales í FA-bikarnum í dag. Pep Guardiola vill að venju vinna alla titla og ætlar sér ekkert annað en sigur. Útsending hefst klukkan 17.20 og reikna má með stórskemmtilegum leik en Swansea er þekkt fyrir að vera eitt af betur spilandi liðum ensku B-deildarinnar. Hvort þeir eigi roð í Manchester City verður að koma í ljós. Klukkan 20.05 er komið að stórleik dagsins sem fram fer í Liverpool-borg. Lærisveinar Carlo Ancelotti taka á móti lærisveinum José Mourinho. Gylfi Þór Sigurðsson verður að öllum líkindum í byrjunarliði heimamanna og það má svo gott sem bóka það að Mourinho stilli upp sínu sterkasta liði. Reikna má með mjög góðum leik milli tveggja góðra liða. Þá eru tveir heitustu framherjar Englands sem og ensku úrvalsdeildarinnar í sitt hvoru liðinu. Stöð 2 Sport 4 Annar áhugaverður leikur er á dagskrá klukkan 19.20. Þá tekur Leicester City á móti Brighton & Hove Albion. Bæði lið í úrvalsdeildinni og bæði lið á góðu skriði. Reikna má með enn einum frábærum leiknum. Stöð 2 Esport GTS Iceland: Tier 1 er á dagskrá klukkan 21.30. Um er að ræða beina útsendingu frá sterkustu mótaröð Íslands í hermikappakstri. Stöð 2 Golf Klukkan 23.300 er PGA Special AT&T Every Shot Counts góðgerðamótið í golfi á dagskrá. Mótið er tengt PGA-mótaröðinni. Enski boltinn Rafíþróttir Golf Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Stöð 2 Sport Sheffield United – botnlið ensku úrvalsdeildarinnar – tekur á móti B-deildarliði Bristol City í enska FA-bikarnum í dag. Sheffield hefur hins vegar verið á góðu skriði undanfarið og unnið fimm af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum. Þó liðið sé svo gott sem fallið virðist það ætla að reyna að framkvæma hið ómögulega. Gott gengi þeirra hófst í bikarnum og hver veit nema það haldi áfram í kvöld. Útsending hefst klukkan 19.20. Stöð 2 Sport 2 Manchester City – topplið ensku úrvalsdeildarinnar – heimsækir hið skemmtilega lið Swansea City til Wales í FA-bikarnum í dag. Pep Guardiola vill að venju vinna alla titla og ætlar sér ekkert annað en sigur. Útsending hefst klukkan 17.20 og reikna má með stórskemmtilegum leik en Swansea er þekkt fyrir að vera eitt af betur spilandi liðum ensku B-deildarinnar. Hvort þeir eigi roð í Manchester City verður að koma í ljós. Klukkan 20.05 er komið að stórleik dagsins sem fram fer í Liverpool-borg. Lærisveinar Carlo Ancelotti taka á móti lærisveinum José Mourinho. Gylfi Þór Sigurðsson verður að öllum líkindum í byrjunarliði heimamanna og það má svo gott sem bóka það að Mourinho stilli upp sínu sterkasta liði. Reikna má með mjög góðum leik milli tveggja góðra liða. Þá eru tveir heitustu framherjar Englands sem og ensku úrvalsdeildarinnar í sitt hvoru liðinu. Stöð 2 Sport 4 Annar áhugaverður leikur er á dagskrá klukkan 19.20. Þá tekur Leicester City á móti Brighton & Hove Albion. Bæði lið í úrvalsdeildinni og bæði lið á góðu skriði. Reikna má með enn einum frábærum leiknum. Stöð 2 Esport GTS Iceland: Tier 1 er á dagskrá klukkan 21.30. Um er að ræða beina útsendingu frá sterkustu mótaröð Íslands í hermikappakstri. Stöð 2 Golf Klukkan 23.300 er PGA Special AT&T Every Shot Counts góðgerðamótið í golfi á dagskrá. Mótið er tengt PGA-mótaröðinni.
Enski boltinn Rafíþróttir Golf Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira