„Ýtt út í stríð“ eftir sambandsslitin Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. febrúar 2021 15:30 Aron Ómarsson og Sara Dís Hjaltested eru meiðal þeirra foreldra sem segja sögu sína í þáttunum Líf dafnar. Líf dafnar „Í Bandaríkjunum var gerð rannsókn sem sýndi að helmingur skilnaða verður á fyrstu tveimur árunum eftir fæðingu barns og það segir okkur hvað þetta er mikill álagstími,“ segir Anna María Jónsdóttir geðlæknir. Rætt var um skilnaði foreldra í síðasta þætti af þáttunum Líf dafnar. Sara Dís Hjaltested og Aron Ómarsson eru fyrrverandi par og eignuðust þau eitt barn saman áður en leiðir þeirra skildu. Þau sögðu frá sinni reynslu í þættinum. Dómsmál og lögfræðingar „Við vorum ekkert sammála um hvar Ómar ætti að eiga heima og ýmsa þætti gagnvart því og þá einhvern veginn endaði þetta bara í kerfinu og okkur finnst okkur eiginlega bara hafa verið ýtt í stríð,“ segir Aron. Eftir skilnaðinn bjó Aron áfram í húsinu þeirra í Keflavík en Sara flutti í Garðabæ. „Lögheimilið getur bara verið á einum stað og við vildum bæði fá lögheimilið, alveg bara staðráðin í því,“ útskýrir Sara. Þau gagnrýna hvernig núverandi kerfi er á Íslandi og segja að ýmislegt þurfi að breytast, þar sem fyrirkomulagið sé ekki gott fyrir samskipti foreldra eftir skilnað. „Auðvitað vilja báðir fá lögheimilið en það er ekki hægt og þá þarf maður að fara í gegnum sáttameðferð og alls konar svoleiðis og ef að það næst ekki sátt að þá þarf að fara í dómsmál um lögheimilið. Þá hefst einmitt bara svona stríð,“ segir Sara. Í þeirra tilfelli varð lögfræðikostnaðurinn mikill. „Það er sett upp þannig að þú átt að skrifa greinagerð um af hverju þú átt að hafa lögheimilið, af hverju þú ert hæfari og eiginlega hversu ömurlegur hinn er sem að er kannski ekkert raunin. Af því að þú getur alltaf látið allt líta illa út ef þú vilt það.“ Aron og Sara segja að þeirra barátta um lögheimili barns eftir skilnað hafi verið kostnaðarsöm og erfið.Líf dafnar Báðir foreldrarnir eiga barnið Þau Aron og Sara Dís eiga í góðu foreldrasamstarfi í dag og eru meðal annars með sameiginlegar fjölskylduhefðir. Í byrjun hafi þetta þó verið erfitt út af því hvernig fyrirkomulagið varðandi lögheimili er í dag. Bara annað foreldri getur haft lögheimilið og þar með bókað læknistíma, leyst út lyfseðla fyrir barnið, sótt um frístundastyrki og svo framvegis. „Ég held að svona mál dragi bara fram það versta í fólki. Það eina sem ég átti að gera hjá sýslumanni var að skila inn bréfum um hvað hún var ömurleg og hvað ég var frábær“ segir Aron. Hann segir nauðsynlegt að gera breytingar. „Fólk þarf að átta sig á því að það eru báðir aðilar sem að eiga þetta barn. Auðvitað finnst þér þú alltaf vera betra foreldrið, þér finnst alltaf að barninu þínu líði betur hjá þér en hjá hinum.“ Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum þar sem þau ræða stöðuna í dag og það sem þau lærðu á þessu ferli. Lokaþáttur Líf dafnar er á dagsskrá Stöðvar 2 í kvöld. Klippa: Líf dafnar - Sara Dís og Aron Í fyrsta þættinum af Líf Dafnar var fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö var fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er svo fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum er fjallað um raunina og uppeldi. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver í samstarfi við Eyland & Kamban fyrir Stöð 2 en þáttastjórnandi og leikstjóri er Andrea Eyland. Börn og uppeldi Líf dafnar Kviknar Tengdar fréttir „Ég myndi gera hvað sem er í heiminum fyrir þetta barn“ Steinn Stefánsson og Selma Hafsteinsdóttir höfðu í sex ár reynt að eignast barn þegar þau ákváðu að ættleiða. Selma segir að það hafi verið mikill léttir. 4. febrúar 2021 21:31 „Hann er búinn að vera mjög sterkur og kenna okkur svo mikið á lífið“ „Fyrir mína parta þá er þetta yndislegt. Þetta er besta tilfinning í heimi og þú gefur eitthvað af þér og færð það margfalt til baka,“ svarar Aldís Sif Bjarnhéðinsdóttir, móðir, aðspurð af hverju fólk eignast börn. 28. janúar 2021 16:30 „Mér fannst þetta ljótur heimur og ég var hrædd við að eignast stelpu“ Konur sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfa oft að takast á við áfallið aftur og erfiðar tilfinningar þegar þær ganga í gegnum barneignarferli. Nadía Rut Reynisdóttir varð fyrir kynferðisofbeldi í útilegu með fjölskyldu sinni og vinafólki og sagði hún sína sögu í þættinum Líf dafnar sem sýndur var í gær. 21. janúar 2021 13:00 „Þorði ekki að spyrja hvort að barnið myndi lifa“ Sigmundur Grétar Hermannsson og Eva Rún Guðmundsdóttir eiga saman þrjú börn. Dreng fæddan 2013 sem fæddist eftir 30 vikna meðgöngu, stúlku fædda 2015 eftir 32 vikna meðgöngu og svo eignuðust þau litla stúlku árið 2020 eftir fulla meðgöngu. 14. janúar 2021 17:30 Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira
Rætt var um skilnaði foreldra í síðasta þætti af þáttunum Líf dafnar. Sara Dís Hjaltested og Aron Ómarsson eru fyrrverandi par og eignuðust þau eitt barn saman áður en leiðir þeirra skildu. Þau sögðu frá sinni reynslu í þættinum. Dómsmál og lögfræðingar „Við vorum ekkert sammála um hvar Ómar ætti að eiga heima og ýmsa þætti gagnvart því og þá einhvern veginn endaði þetta bara í kerfinu og okkur finnst okkur eiginlega bara hafa verið ýtt í stríð,“ segir Aron. Eftir skilnaðinn bjó Aron áfram í húsinu þeirra í Keflavík en Sara flutti í Garðabæ. „Lögheimilið getur bara verið á einum stað og við vildum bæði fá lögheimilið, alveg bara staðráðin í því,“ útskýrir Sara. Þau gagnrýna hvernig núverandi kerfi er á Íslandi og segja að ýmislegt þurfi að breytast, þar sem fyrirkomulagið sé ekki gott fyrir samskipti foreldra eftir skilnað. „Auðvitað vilja báðir fá lögheimilið en það er ekki hægt og þá þarf maður að fara í gegnum sáttameðferð og alls konar svoleiðis og ef að það næst ekki sátt að þá þarf að fara í dómsmál um lögheimilið. Þá hefst einmitt bara svona stríð,“ segir Sara. Í þeirra tilfelli varð lögfræðikostnaðurinn mikill. „Það er sett upp þannig að þú átt að skrifa greinagerð um af hverju þú átt að hafa lögheimilið, af hverju þú ert hæfari og eiginlega hversu ömurlegur hinn er sem að er kannski ekkert raunin. Af því að þú getur alltaf látið allt líta illa út ef þú vilt það.“ Aron og Sara segja að þeirra barátta um lögheimili barns eftir skilnað hafi verið kostnaðarsöm og erfið.Líf dafnar Báðir foreldrarnir eiga barnið Þau Aron og Sara Dís eiga í góðu foreldrasamstarfi í dag og eru meðal annars með sameiginlegar fjölskylduhefðir. Í byrjun hafi þetta þó verið erfitt út af því hvernig fyrirkomulagið varðandi lögheimili er í dag. Bara annað foreldri getur haft lögheimilið og þar með bókað læknistíma, leyst út lyfseðla fyrir barnið, sótt um frístundastyrki og svo framvegis. „Ég held að svona mál dragi bara fram það versta í fólki. Það eina sem ég átti að gera hjá sýslumanni var að skila inn bréfum um hvað hún var ömurleg og hvað ég var frábær“ segir Aron. Hann segir nauðsynlegt að gera breytingar. „Fólk þarf að átta sig á því að það eru báðir aðilar sem að eiga þetta barn. Auðvitað finnst þér þú alltaf vera betra foreldrið, þér finnst alltaf að barninu þínu líði betur hjá þér en hjá hinum.“ Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum þar sem þau ræða stöðuna í dag og það sem þau lærðu á þessu ferli. Lokaþáttur Líf dafnar er á dagsskrá Stöðvar 2 í kvöld. Klippa: Líf dafnar - Sara Dís og Aron Í fyrsta þættinum af Líf Dafnar var fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö var fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er svo fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum er fjallað um raunina og uppeldi. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver í samstarfi við Eyland & Kamban fyrir Stöð 2 en þáttastjórnandi og leikstjóri er Andrea Eyland.
Í fyrsta þættinum af Líf Dafnar var fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö var fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er svo fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum er fjallað um raunina og uppeldi. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver í samstarfi við Eyland & Kamban fyrir Stöð 2 en þáttastjórnandi og leikstjóri er Andrea Eyland.
Börn og uppeldi Líf dafnar Kviknar Tengdar fréttir „Ég myndi gera hvað sem er í heiminum fyrir þetta barn“ Steinn Stefánsson og Selma Hafsteinsdóttir höfðu í sex ár reynt að eignast barn þegar þau ákváðu að ættleiða. Selma segir að það hafi verið mikill léttir. 4. febrúar 2021 21:31 „Hann er búinn að vera mjög sterkur og kenna okkur svo mikið á lífið“ „Fyrir mína parta þá er þetta yndislegt. Þetta er besta tilfinning í heimi og þú gefur eitthvað af þér og færð það margfalt til baka,“ svarar Aldís Sif Bjarnhéðinsdóttir, móðir, aðspurð af hverju fólk eignast börn. 28. janúar 2021 16:30 „Mér fannst þetta ljótur heimur og ég var hrædd við að eignast stelpu“ Konur sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfa oft að takast á við áfallið aftur og erfiðar tilfinningar þegar þær ganga í gegnum barneignarferli. Nadía Rut Reynisdóttir varð fyrir kynferðisofbeldi í útilegu með fjölskyldu sinni og vinafólki og sagði hún sína sögu í þættinum Líf dafnar sem sýndur var í gær. 21. janúar 2021 13:00 „Þorði ekki að spyrja hvort að barnið myndi lifa“ Sigmundur Grétar Hermannsson og Eva Rún Guðmundsdóttir eiga saman þrjú börn. Dreng fæddan 2013 sem fæddist eftir 30 vikna meðgöngu, stúlku fædda 2015 eftir 32 vikna meðgöngu og svo eignuðust þau litla stúlku árið 2020 eftir fulla meðgöngu. 14. janúar 2021 17:30 Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira
„Ég myndi gera hvað sem er í heiminum fyrir þetta barn“ Steinn Stefánsson og Selma Hafsteinsdóttir höfðu í sex ár reynt að eignast barn þegar þau ákváðu að ættleiða. Selma segir að það hafi verið mikill léttir. 4. febrúar 2021 21:31
„Hann er búinn að vera mjög sterkur og kenna okkur svo mikið á lífið“ „Fyrir mína parta þá er þetta yndislegt. Þetta er besta tilfinning í heimi og þú gefur eitthvað af þér og færð það margfalt til baka,“ svarar Aldís Sif Bjarnhéðinsdóttir, móðir, aðspurð af hverju fólk eignast börn. 28. janúar 2021 16:30
„Mér fannst þetta ljótur heimur og ég var hrædd við að eignast stelpu“ Konur sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfa oft að takast á við áfallið aftur og erfiðar tilfinningar þegar þær ganga í gegnum barneignarferli. Nadía Rut Reynisdóttir varð fyrir kynferðisofbeldi í útilegu með fjölskyldu sinni og vinafólki og sagði hún sína sögu í þættinum Líf dafnar sem sýndur var í gær. 21. janúar 2021 13:00
„Þorði ekki að spyrja hvort að barnið myndi lifa“ Sigmundur Grétar Hermannsson og Eva Rún Guðmundsdóttir eiga saman þrjú börn. Dreng fæddan 2013 sem fæddist eftir 30 vikna meðgöngu, stúlku fædda 2015 eftir 32 vikna meðgöngu og svo eignuðust þau litla stúlku árið 2020 eftir fulla meðgöngu. 14. janúar 2021 17:30