Bein útsending: 112 dagurinn Tinni Sveinsson skrifar 11. febrúar 2021 11:00 Í ár leggur 112 áherslu á ofbeldi gegn börnum og kynnir gátt á 112.is þar sem börn og fullorðnir geta átt netspjall við neyðarverði um einstök mál. 112-dagurinn er haldinn um allt land í dag og er sjónum að þessu sinni beint að öryggi og velferð barna og ungmenna, enda fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda gríðarlega á síðasta ári. Dagurinn markar upphaf vitundarvakningar á vegum 112 um ofbeldi gegn börnum í tengslum við nýja gátt á 112.is um ofbeldi í nánum samböndum. Þar geta börn og fullorðnir meðal annars átt netspjall við neyðarverði um einstök mál. Í tilefni dagsins efna Neyðarlínan og samstarfsaðilar 112-dagsins til athafnar sem hefst klukkan 12 og hægt er að horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Dagskráin hefst á því að Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, flytur ávarp. Þá verða verðlaun í Eldvarnagetrauninni 2020 afhent og loks Skyndihjálparmaður Rauða krossins 2020 útnefndur. Tilkynningum vegna ofbeldis fjölgar Skilaboð 112 og samstarfsaðila 112-dagsins til almennings í tilefni dagsins eru: Að allir viti hvað telst ofbeldi gegn börnum. Að fólk þekki úrræðin sem eru í boði og hiki ekki við að láta vita í 112 ef grunur leikur á að barn sé vanrækt eða beitt ofbeldi. Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði um 15,6 prósent milli áranna 2019 og 2020. Þetta er meiri fjölgun á milli ára en sést hefur undanfarin ár, en á tímabilinu 2015-2019 fjölgaði tilkynningum um 7,3 prósent að meðaltali á milli ára. Hlutfallslega hefur fjölgunin verið mest vegna ofbeldis, en tilkynningum vegna ofbeldis fjölgaði um rúm 25 prósent 2019-2020. Mest hefur aukningin verið vegna líkamlegs ofbeldis annars vegar og tilfinningalegs ofbeldis hins vegar og nemur sú aukning 25-30 prósent á landsvísu. Mikilvægi almennings í barnavernd kom berlega í ljós árið 2020, þegar viðvera í skólum var minni, íþróttastarfsemi í lágmarki og heimaveran meiri. Árið 2020 fjölgaði tilkynningum frá ættingjum um 44 prósent og frá nágrönnum fjölgaði þeim um 35 prósent frá því sem var árið 2019. Tilkynningar til barnanúmersins 112 voru alls 1.200 talsins í fyrra. Slökkvilið Lögreglan Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Dagurinn markar upphaf vitundarvakningar á vegum 112 um ofbeldi gegn börnum í tengslum við nýja gátt á 112.is um ofbeldi í nánum samböndum. Þar geta börn og fullorðnir meðal annars átt netspjall við neyðarverði um einstök mál. Í tilefni dagsins efna Neyðarlínan og samstarfsaðilar 112-dagsins til athafnar sem hefst klukkan 12 og hægt er að horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Dagskráin hefst á því að Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, flytur ávarp. Þá verða verðlaun í Eldvarnagetrauninni 2020 afhent og loks Skyndihjálparmaður Rauða krossins 2020 útnefndur. Tilkynningum vegna ofbeldis fjölgar Skilaboð 112 og samstarfsaðila 112-dagsins til almennings í tilefni dagsins eru: Að allir viti hvað telst ofbeldi gegn börnum. Að fólk þekki úrræðin sem eru í boði og hiki ekki við að láta vita í 112 ef grunur leikur á að barn sé vanrækt eða beitt ofbeldi. Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði um 15,6 prósent milli áranna 2019 og 2020. Þetta er meiri fjölgun á milli ára en sést hefur undanfarin ár, en á tímabilinu 2015-2019 fjölgaði tilkynningum um 7,3 prósent að meðaltali á milli ára. Hlutfallslega hefur fjölgunin verið mest vegna ofbeldis, en tilkynningum vegna ofbeldis fjölgaði um rúm 25 prósent 2019-2020. Mest hefur aukningin verið vegna líkamlegs ofbeldis annars vegar og tilfinningalegs ofbeldis hins vegar og nemur sú aukning 25-30 prósent á landsvísu. Mikilvægi almennings í barnavernd kom berlega í ljós árið 2020, þegar viðvera í skólum var minni, íþróttastarfsemi í lágmarki og heimaveran meiri. Árið 2020 fjölgaði tilkynningum frá ættingjum um 44 prósent og frá nágrönnum fjölgaði þeim um 35 prósent frá því sem var árið 2019. Tilkynningar til barnanúmersins 112 voru alls 1.200 talsins í fyrra.
Slökkvilið Lögreglan Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira