Hæstverndaður ráðherra Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. febrúar 2021 07:01 Það var mikil hneisa þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti að ráðherra hafi verið í fjölmennu partíi á Þorláksmessu. En nú hafa orðið breytingar á og séð verið til þess að leikurinn endurtaki sig ekki. Eða að minnsta kosti af hálfu lögreglunnar sem hefur hafið vinnu við að uppfæra verklagsreglur embættisins um samskipti lögreglu við fjölmiðla. Það má alveg velta fyrir sér hvort þörf hafi verið á slíkri uppfærslu af hálfu lögreglunnar en það er óhætt að segja að fjölmiðlaumfjöllunin og samfélagsumræðan í kringum atvikið var ekki um verklag lögreglunnar. Umfjöllunin var um brot ráðherra á sóttvarnarreglum. En íslenska þjóðin er fljót að gleyma og fljót að fyrirgefa að því virðist. Hvernig annars gæti staðan á Íslandi verið sú að ráðherra sem kemur við sögu í hverju hneykslis málinu á fætur öðru (Panamaskjölunum, Vafningsmálinu, salan á Borgun, nú brot á sóttvarnarlögum) haldi alltaf velli? Verndarengill stjórnmálamanna En hverjum er það að kenna að staðan í íslenskum stjórnmálum er eins og hún er? Hver er það sem heldur verndarskildi yfir brotlegum stjórnmálamönnum? Þó að ég telji að ýmsir stjórnmálamenn og flokkar hafi of sterk tengsl við fjársterka hagsmunaaðila þá er svarið samt að verndarengillinn eru kjósendur. Og þá má spyrja sig hversvegna stór hluti kjósenda kýs aftur og aftur flokka sem taka ekki á spillingu og öðru slíku. Ég tel að svarið sé tvíþætt: Það fyrra er að fjölmiðlar, almenningur og aðrir stjórnmálamenn halda málunum ekki nógu lengi til streitu. Þau fá að gleymast án afleiðinga. Að flest allir kjósendur vilji kjósa flokk sem tekur spillingar- og hneykslismál alvarlega en finnist þeir ekki hafa raunhæfan valkost. Þ.e.a.s. að málflutningur stjórnmálaflokka til hægri, miðju og vinstri sé svo ólíkur og að því virðist með mismunandi áherslur að það sé skárra að horfa framhjá spillingunni en geta þá kosið flokk sem talar þínu máli. Liður númer tvö hér að ofan held ég að sé eitthvað sem að vinstri og miðju flokkar ættu að taka sérstaklega til sín ef einhvertímann á að ná að minnka fylgi þeirra flokka sem hafa sterk hagsmunatengsl við valdastéttir og leyfa spillingu að grassera. Það þarf að setja hugmyndir fram á forminu sem kjósendur þessara flokka vilja. Það þarf að tala um efnahagsáhrif, hagvöxt og skatta. Tökum dæmi: Ef þú vilt bæta kjör þeirra lægst launuðu ekki ræða það eingöngu sem sanngirnismál. Bentu á að skattalækkanir til launafólks skila sér í auknum viðskiptum í samfélaginu rétt eins og meint virkni skattalækkanna til fjármagnseigenda. Ef þú ert mótfallinn því að senda erlendar fjölskyldur sem hafa dvalið á Íslandi árum saman úr landi ekki ræða það eingöngu sem spurningu um mannúð. Bentu á hvað ríkið hefur kostað í skólagöngu barnanna. Bentu á þá fjárfestingu í mannauð sem ríkið hefur þegar lagst í og að það vinni gegn rekstri ríkisins að henda slíkri fjárfestingu frá sér. Hægt er að búa til endalaus fleiri dæmi en punkturinn er sá sami. Ef ætlunin er að fá einhvern á þitt band þarftu að tala hans tungu. Gefðu honum raunhæfan valkost. Þangað til mun ekkert breytast í pólitíska landslaginu á Íslandi. Höfundur er Pírati og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Haukur V. Alfreðsson Píratar Ráðherra í Ásmundarsal Vafningsmálið Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Það var mikil hneisa þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti að ráðherra hafi verið í fjölmennu partíi á Þorláksmessu. En nú hafa orðið breytingar á og séð verið til þess að leikurinn endurtaki sig ekki. Eða að minnsta kosti af hálfu lögreglunnar sem hefur hafið vinnu við að uppfæra verklagsreglur embættisins um samskipti lögreglu við fjölmiðla. Það má alveg velta fyrir sér hvort þörf hafi verið á slíkri uppfærslu af hálfu lögreglunnar en það er óhætt að segja að fjölmiðlaumfjöllunin og samfélagsumræðan í kringum atvikið var ekki um verklag lögreglunnar. Umfjöllunin var um brot ráðherra á sóttvarnarreglum. En íslenska þjóðin er fljót að gleyma og fljót að fyrirgefa að því virðist. Hvernig annars gæti staðan á Íslandi verið sú að ráðherra sem kemur við sögu í hverju hneykslis málinu á fætur öðru (Panamaskjölunum, Vafningsmálinu, salan á Borgun, nú brot á sóttvarnarlögum) haldi alltaf velli? Verndarengill stjórnmálamanna En hverjum er það að kenna að staðan í íslenskum stjórnmálum er eins og hún er? Hver er það sem heldur verndarskildi yfir brotlegum stjórnmálamönnum? Þó að ég telji að ýmsir stjórnmálamenn og flokkar hafi of sterk tengsl við fjársterka hagsmunaaðila þá er svarið samt að verndarengillinn eru kjósendur. Og þá má spyrja sig hversvegna stór hluti kjósenda kýs aftur og aftur flokka sem taka ekki á spillingu og öðru slíku. Ég tel að svarið sé tvíþætt: Það fyrra er að fjölmiðlar, almenningur og aðrir stjórnmálamenn halda málunum ekki nógu lengi til streitu. Þau fá að gleymast án afleiðinga. Að flest allir kjósendur vilji kjósa flokk sem tekur spillingar- og hneykslismál alvarlega en finnist þeir ekki hafa raunhæfan valkost. Þ.e.a.s. að málflutningur stjórnmálaflokka til hægri, miðju og vinstri sé svo ólíkur og að því virðist með mismunandi áherslur að það sé skárra að horfa framhjá spillingunni en geta þá kosið flokk sem talar þínu máli. Liður númer tvö hér að ofan held ég að sé eitthvað sem að vinstri og miðju flokkar ættu að taka sérstaklega til sín ef einhvertímann á að ná að minnka fylgi þeirra flokka sem hafa sterk hagsmunatengsl við valdastéttir og leyfa spillingu að grassera. Það þarf að setja hugmyndir fram á forminu sem kjósendur þessara flokka vilja. Það þarf að tala um efnahagsáhrif, hagvöxt og skatta. Tökum dæmi: Ef þú vilt bæta kjör þeirra lægst launuðu ekki ræða það eingöngu sem sanngirnismál. Bentu á að skattalækkanir til launafólks skila sér í auknum viðskiptum í samfélaginu rétt eins og meint virkni skattalækkanna til fjármagnseigenda. Ef þú ert mótfallinn því að senda erlendar fjölskyldur sem hafa dvalið á Íslandi árum saman úr landi ekki ræða það eingöngu sem spurningu um mannúð. Bentu á hvað ríkið hefur kostað í skólagöngu barnanna. Bentu á þá fjárfestingu í mannauð sem ríkið hefur þegar lagst í og að það vinni gegn rekstri ríkisins að henda slíkri fjárfestingu frá sér. Hægt er að búa til endalaus fleiri dæmi en punkturinn er sá sami. Ef ætlunin er að fá einhvern á þitt band þarftu að tala hans tungu. Gefðu honum raunhæfan valkost. Þangað til mun ekkert breytast í pólitíska landslaginu á Íslandi. Höfundur er Pírati og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun