Fyrirsjáanlegur skortur á nýjum íbúðum og verðhækkanir í kortunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. febrúar 2021 19:33 Húsnæðis-og mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins og Félag fasteignasala segja brýnt að auka byggingarframkvæmdir ella sé hætta á talsverðum hækkunum á fasteignaverði. Met var slegið í veltu á fasteignamarkaði á síðasta ári. Aðeins árið 2007 voru fleiri kaupsamningar gerðir en á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu húsnæðis-og mannvirkjastofnunar. Ekki sé útilokað að fasteignaverð geti hækkað enn meira vegna þess að mikið hafi dregið úr framboði eigna. Karlotta Halldórsdóttir sérfræðingur hjá hagdeild Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar segir að ef framboð á nýbyggingum taki ekki mikið við sér á næstunni sé áframhaldandi þrýstingur á húsnæðisverð. „Það var mikill samdráttur á nýbyggingum á fyrstu byggingastigum sem þýðir að það verður ekki nægt framboð á markaðnum. Við teljum að það þurfi að byggja um 3.000 nýjar íbúðir á landinu á hverju ári næstu tíu ár. En nú eru aðeins 2.300 byggingar á fyrstu stigum,“ segir Karlotta. Lítið framboð framundan Kjartan Hallgeirsson formaður félags Fasteignasala er á sömu skoðun. „Það er alltaf þannig þegar það er meiri eftirspurn en framboð þá leiðir það til þess að fasteignaverð hækkar. Það kemur ekki á óvart að það komi fram í spánni. Staðan er auðvitað sú að það hefur alltaf verið annað hvort til of mikið af eignum eða of lítið. Núna er staðan sú að það er lítið framboð framundan en ekki kannski næstu misserin þannig að tímabundið getum við horft fram á það að það verði einhver vöntun á markaðnum sem þrýstir á verð en svo ætti það að jafna sig sig á næsta og þarnæsta ári,“ segir Kjartan. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir brýnt að bregðast við. „Ef það verður ekki gert núna er hætt við því að við lendum í verulegum vandræðum að nokkrum árum liðnum. Vegna þess að ef framboð íbúða mun ekki aukast þá getur stefnt í óefni á fasteignamarkaði,“ segir Sigurður. Brýnt að stjórnvöld og einkageirinn vinni saman Sigurður segir að opinberir aðilar og einkageirinn þurfi að vinna saman að þessum málum. „Það þurfa allir aðilar að koma að lausn vandans, stjórnvöld þegar kemur að regluverki og yfirsýn, sveitarfélög hafa í hendi sér hvað mikið er byggt og hvar. Þar þarf að breyta ferlum og menningu í einhverjum tilvikum og einkageirinn sjálfur þarf að gera það sem hann getur til að hraða uppbyggingunni,“ segir Sigurður, Karlotta hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun segir stofnunina vinna í þessa átt. „Við hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun viljum gjarnan samræma þessa hluti betur og höfum til dæmis þegar rætt við sveitarfélögin. Við viljum vinna að meira jafnvægi á þessum markaði,“ segir hún. Húsnæðismál Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Fasteignamarkaður Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Sjá meira
Aðeins árið 2007 voru fleiri kaupsamningar gerðir en á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu húsnæðis-og mannvirkjastofnunar. Ekki sé útilokað að fasteignaverð geti hækkað enn meira vegna þess að mikið hafi dregið úr framboði eigna. Karlotta Halldórsdóttir sérfræðingur hjá hagdeild Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar segir að ef framboð á nýbyggingum taki ekki mikið við sér á næstunni sé áframhaldandi þrýstingur á húsnæðisverð. „Það var mikill samdráttur á nýbyggingum á fyrstu byggingastigum sem þýðir að það verður ekki nægt framboð á markaðnum. Við teljum að það þurfi að byggja um 3.000 nýjar íbúðir á landinu á hverju ári næstu tíu ár. En nú eru aðeins 2.300 byggingar á fyrstu stigum,“ segir Karlotta. Lítið framboð framundan Kjartan Hallgeirsson formaður félags Fasteignasala er á sömu skoðun. „Það er alltaf þannig þegar það er meiri eftirspurn en framboð þá leiðir það til þess að fasteignaverð hækkar. Það kemur ekki á óvart að það komi fram í spánni. Staðan er auðvitað sú að það hefur alltaf verið annað hvort til of mikið af eignum eða of lítið. Núna er staðan sú að það er lítið framboð framundan en ekki kannski næstu misserin þannig að tímabundið getum við horft fram á það að það verði einhver vöntun á markaðnum sem þrýstir á verð en svo ætti það að jafna sig sig á næsta og þarnæsta ári,“ segir Kjartan. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir brýnt að bregðast við. „Ef það verður ekki gert núna er hætt við því að við lendum í verulegum vandræðum að nokkrum árum liðnum. Vegna þess að ef framboð íbúða mun ekki aukast þá getur stefnt í óefni á fasteignamarkaði,“ segir Sigurður. Brýnt að stjórnvöld og einkageirinn vinni saman Sigurður segir að opinberir aðilar og einkageirinn þurfi að vinna saman að þessum málum. „Það þurfa allir aðilar að koma að lausn vandans, stjórnvöld þegar kemur að regluverki og yfirsýn, sveitarfélög hafa í hendi sér hvað mikið er byggt og hvar. Þar þarf að breyta ferlum og menningu í einhverjum tilvikum og einkageirinn sjálfur þarf að gera það sem hann getur til að hraða uppbyggingunni,“ segir Sigurður, Karlotta hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun segir stofnunina vinna í þessa átt. „Við hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun viljum gjarnan samræma þessa hluti betur og höfum til dæmis þegar rætt við sveitarfélögin. Við viljum vinna að meira jafnvægi á þessum markaði,“ segir hún.
Húsnæðismál Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Fasteignamarkaður Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Sjá meira