Raunverð íbúða hefur hækkað meira hér en á hinum Norðurlöndunum Eiður Þór Árnason skrifar 11. febrúar 2021 12:55 Meiri sveiflur eru í uppbyggingu íbúða hér á landi en í nágrannalöndunum. Vísir/Vilhelm Raunverð íbúða hefur hækkað meira hér á landi en í nágrannalöndum á síðustu fimm árum. Mælist hækkunin yfir 40% í heildina frá 2015 á Íslandi en er á bilinu 1 til 20% á hinum Norðurlöndunum. Hefur raunverð hækkað minnst í Finnlandi þar sem verð hefur haldist nær óbreytt. Meiri sveiflur einkenna húsnæðismarkaðinn hér á landi samanborið við nágrannaþjóðirnar, hvort sem litið er til verðþróunar eða uppbyggingar íbúða. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Þar segir að hækkunin hér á landi sé nær öll vegna hækkana á seinni hluta árs 2016 og 2017. Síðan þá hafi þróunin verið nokkuð áþekk hér á landi og í löndunum í kringum okkur en þó með undantekningum. Hækki nú hraðar á hinum Norðurlöndunum Nýjustu mælingar um þróunina á árinu 2020 gefa til kynna að verð sé að hækka nokkuð hraðar víða í nágrannalöndunum en hér á landi eftir að heimsfaraldurinn hófst. „12 mánaða hækkun mældist um 5% milli ára í Svíþjóð og Danmörku á þriðja ársfjórðungi síðasta árs en 4% hér. Sambærilegar mælingar vegna fjórða ársfjórðungs eru einungis fáanlegar fyrir Svíþjóð og Ísland enn sem komið er og mælist hækkunin 3% hér á landi en tæp 9% í Svíþjóð samkvæmt mælingum OECD. Samkvæmt þessu eru vísbendingar um að nágrannalöndin séu sum að finna fyrir meiri spennu á fasteignamarkaði en við búum við hér eftir að faraldurinn hófst,“ segir í nýrri Hagsjá Landsbankans. Eru vaxtalækkanir Seðlabanka Íslands sem bankinn greip til við upphaf faraldursins og leiddu til vaxtahækkana á húsnæðislánum talin vera ein ástæða verðhækkana hér á landi í fyrra. Það sama virðist ekki gilda um verðhækkanir hjá nágrannaþjóðum þar sem stýrivextir voru víða komnir niður í 0% áður en faraldurinn hófst og hafa því ekki verið lækkaðir. Samkomutakmarkanir einnig spilað inn í Að sögn hagfræðideildar Landsbankans er ólíklegt að vaxtabreytingar einar og sér skýri hækkanir á íbúðaverði á seinni hluta 2020, hér eða annars staðar. „Samkomutakmarkanir hafa til að mynda gert neyslumöguleika víða um heim takmarkaða og sparnaður margra því ef til vill ratað inn á fasteignamarkað með tilheyrandi þrýstingi á verðlag.“ Framboð íbúðarhúsnæðis er önnur stærð sem er sögð hafa áhrif á verðlag á markaði og voru verðhækkanir áranna 2016 og 2017 hér á landi meðal annars raktar til skorts á framboði íbúða og þá einna helst ákveðinna tegunda. Meiri sveiflur á Íslandi Að sögn hagfræðideildar Landsbankans sýna tölur að bygging hafi að jafnaði byrjað á fleiri íbúðum á hverja 100 þúsund íbúða á ári samanborið við nágrannalöndin. Hér hafi að meðaltali verið hafin bygging á tæplega 670 íbúðum á hverja 100.000 íbúa á ári frá aldamótum á meðan fjöldinn er á bilinu 350 til 580 í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Sveiflurnar séu þó meiri milli ára á Íslandi en annars staðar. „Tölur um ný verkefni á árinu 2020 liggja ekki fyrir, en samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins fækkar þeim sem eru á fyrstu byggingarstigum. Hagstofan greindi einnig frá því að útgefin byggingarleyfi á þriðja ársfjórðungi síðasta árs höfðu ekki mælst færri í a.m.k. áratug. Það eru því líkur á að sveiflur í uppbyggingu muni halda áfram hér á landi og vera meiri en hjá nágrannaþjóðum okkar,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Húsnæðismál Verðlag Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Íbúðaskortur muni versna á næstu árum ef ekkert er að gert Útlit er fyrir að íbúðaskortur aukist á næstu árum en óuppfyllt íbúðaþörf hér á landi nemur nú um 3.950 íbúðum, að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Vænta má að íbúðaskorturinn aukist á næsta ári og enn meira árið 2022 en spá HMS bendir til að íbúðaskorturinn muni vaxa um 2.300 íbúðir til viðbótar á næstu þremur árum ef ekkert er að gert. 27. janúar 2021 13:42 Hægist á fasteignamarkaði og sölutími íbúða aldrei styttri Vísbendingar eru um að aðeins sé tekið að hægjast á fasteignamarkaði eftir mikið líf síðan í sumar en aðeins dró úr fjölda útgefinna kaupsamninga og veltu í nóvember samanborið við mánuðinn á undan. 13. janúar 2021 07:54 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Hefur raunverð hækkað minnst í Finnlandi þar sem verð hefur haldist nær óbreytt. Meiri sveiflur einkenna húsnæðismarkaðinn hér á landi samanborið við nágrannaþjóðirnar, hvort sem litið er til verðþróunar eða uppbyggingar íbúða. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Þar segir að hækkunin hér á landi sé nær öll vegna hækkana á seinni hluta árs 2016 og 2017. Síðan þá hafi þróunin verið nokkuð áþekk hér á landi og í löndunum í kringum okkur en þó með undantekningum. Hækki nú hraðar á hinum Norðurlöndunum Nýjustu mælingar um þróunina á árinu 2020 gefa til kynna að verð sé að hækka nokkuð hraðar víða í nágrannalöndunum en hér á landi eftir að heimsfaraldurinn hófst. „12 mánaða hækkun mældist um 5% milli ára í Svíþjóð og Danmörku á þriðja ársfjórðungi síðasta árs en 4% hér. Sambærilegar mælingar vegna fjórða ársfjórðungs eru einungis fáanlegar fyrir Svíþjóð og Ísland enn sem komið er og mælist hækkunin 3% hér á landi en tæp 9% í Svíþjóð samkvæmt mælingum OECD. Samkvæmt þessu eru vísbendingar um að nágrannalöndin séu sum að finna fyrir meiri spennu á fasteignamarkaði en við búum við hér eftir að faraldurinn hófst,“ segir í nýrri Hagsjá Landsbankans. Eru vaxtalækkanir Seðlabanka Íslands sem bankinn greip til við upphaf faraldursins og leiddu til vaxtahækkana á húsnæðislánum talin vera ein ástæða verðhækkana hér á landi í fyrra. Það sama virðist ekki gilda um verðhækkanir hjá nágrannaþjóðum þar sem stýrivextir voru víða komnir niður í 0% áður en faraldurinn hófst og hafa því ekki verið lækkaðir. Samkomutakmarkanir einnig spilað inn í Að sögn hagfræðideildar Landsbankans er ólíklegt að vaxtabreytingar einar og sér skýri hækkanir á íbúðaverði á seinni hluta 2020, hér eða annars staðar. „Samkomutakmarkanir hafa til að mynda gert neyslumöguleika víða um heim takmarkaða og sparnaður margra því ef til vill ratað inn á fasteignamarkað með tilheyrandi þrýstingi á verðlag.“ Framboð íbúðarhúsnæðis er önnur stærð sem er sögð hafa áhrif á verðlag á markaði og voru verðhækkanir áranna 2016 og 2017 hér á landi meðal annars raktar til skorts á framboði íbúða og þá einna helst ákveðinna tegunda. Meiri sveiflur á Íslandi Að sögn hagfræðideildar Landsbankans sýna tölur að bygging hafi að jafnaði byrjað á fleiri íbúðum á hverja 100 þúsund íbúða á ári samanborið við nágrannalöndin. Hér hafi að meðaltali verið hafin bygging á tæplega 670 íbúðum á hverja 100.000 íbúa á ári frá aldamótum á meðan fjöldinn er á bilinu 350 til 580 í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Sveiflurnar séu þó meiri milli ára á Íslandi en annars staðar. „Tölur um ný verkefni á árinu 2020 liggja ekki fyrir, en samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins fækkar þeim sem eru á fyrstu byggingarstigum. Hagstofan greindi einnig frá því að útgefin byggingarleyfi á þriðja ársfjórðungi síðasta árs höfðu ekki mælst færri í a.m.k. áratug. Það eru því líkur á að sveiflur í uppbyggingu muni halda áfram hér á landi og vera meiri en hjá nágrannaþjóðum okkar,“ segir í Hagsjá Landsbankans.
Húsnæðismál Verðlag Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Íbúðaskortur muni versna á næstu árum ef ekkert er að gert Útlit er fyrir að íbúðaskortur aukist á næstu árum en óuppfyllt íbúðaþörf hér á landi nemur nú um 3.950 íbúðum, að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Vænta má að íbúðaskorturinn aukist á næsta ári og enn meira árið 2022 en spá HMS bendir til að íbúðaskorturinn muni vaxa um 2.300 íbúðir til viðbótar á næstu þremur árum ef ekkert er að gert. 27. janúar 2021 13:42 Hægist á fasteignamarkaði og sölutími íbúða aldrei styttri Vísbendingar eru um að aðeins sé tekið að hægjast á fasteignamarkaði eftir mikið líf síðan í sumar en aðeins dró úr fjölda útgefinna kaupsamninga og veltu í nóvember samanborið við mánuðinn á undan. 13. janúar 2021 07:54 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Íbúðaskortur muni versna á næstu árum ef ekkert er að gert Útlit er fyrir að íbúðaskortur aukist á næstu árum en óuppfyllt íbúðaþörf hér á landi nemur nú um 3.950 íbúðum, að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Vænta má að íbúðaskorturinn aukist á næsta ári og enn meira árið 2022 en spá HMS bendir til að íbúðaskorturinn muni vaxa um 2.300 íbúðir til viðbótar á næstu þremur árum ef ekkert er að gert. 27. janúar 2021 13:42
Hægist á fasteignamarkaði og sölutími íbúða aldrei styttri Vísbendingar eru um að aðeins sé tekið að hægjast á fasteignamarkaði eftir mikið líf síðan í sumar en aðeins dró úr fjölda útgefinna kaupsamninga og veltu í nóvember samanborið við mánuðinn á undan. 13. janúar 2021 07:54