„Ferlið allt gekk vel og okkur heilsast vel. Við erum ólýsanlega hamingjusöm og þakklát,“ segir Elísabet.
Hamingjuóskum rignir yfir þríeykið.
Elísabet sagði síðastliðið sumar að sameiginlegur áhugi á fjallabrölti og samkomubann vegna Covid-19 hefði fært samband hennar og Páls upp á næsta stig. Þau hafa verið í sambandi í tæplega tvö ár.
Litli prinsinn okkar kom skemmtilega óvænt í heiminn þann 9. febrúar, tveimur vikum fyrir settan fæðingardag Ferlið allt gekk vel og okkur heilsast vel Við erum ólýsanlega hamingjusöm og þakklát
Posted by Elisabet Margeirsdottir on Thursday, February 11, 2021