Hallast frekar að sigri Fram í stórleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. febrúar 2021 11:00 Fram og Valur, liðin í 2. og 3. sæti Olís-deildar kvenna, eigast við í Safamýrinni í dag. vísir/bára Fram og Valur mætast í stórleik 9. umferðar Olís-deildar kvenna í handbolta í dag. Þorgerður Anna Atladóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, á von á mjög jöfnum leik þar sem vörn og markvarsla muni gera gæfumuninn. Fram og Valur hafa verið í sérflokki undanfarin ár og skipt stóru titlunum á milli sín. Samkeppnin er hins vegar meiri í ár en til marks um það er KA/Þór á toppi Olís-deildarinnar. Sigurliðið í leik Fram og Vals kemst á topp deildarinnar, allavega um stundarsakir, en KA/Þór mætir Stjörnunni seinna um daginn. „Ég held að þetta verði mjög spennandi leikur og held að það sé allt í lagi að gera ráð fyrir því að hann verði frekar hraður,“ sagði Þorgerður Anna um stórleik dagsins. Hún hallast frekar að sigri Fram. „Mér finnst mjög erfitt að spá fyrir um sigurvegara en myndi tippa á Fram. En þetta gæti farið á alla vegu. Liðin eru búin að vera svo jöfn í deildinni.“ Valur vann fyrri leikinn gegn Fram, 28-24, sem fór fram 18. september í fyrra, eða fyrir heilum fimm mánuðum síðan. Þorgerður segir lítið hægt að lesa í þann leik. „Ýmislegt hefur breyst síðan þá. Mér finnst eiginlega ekki hægt að taka mið af því sem gerðist fyrir nokkrum mánuðum.“ Hökt á Val en Fram á uppleið Valskonur hafa hikstað aðeins upp á síðkastið og gert jafntefli í síðustu þremur leikjum sínum. „Þær hafa ekki verið upp á sitt allra besta í síðustu leikjum. En svo er möguleiki á að Valsstelpurnar komi enn betur stemmdar til leiks þar sem það hefur ekki gengið jafn vel og þær vilja. Ég held að þetta verði hörkuspenna,“ sagði Þorgerður. Fram hefur unnið síðustu tvo leiki sína eftir að hafa tapað fyrir KA/Þór fyrir norðan 30. janúar. „Þær hafa verið upp og niður en mér finnst þeirra leikur fara batnandi. Þær hafa sýnt sitt rétta andlit á köflum,“ sagði Þorgerður. Markvarslan mikilvæg Öfugt við síðustu ár hefur markvarslan hjá Fram og Val verið misjöfn í vetur, sérstaklega hjá Fram. Samkvæmt tölfræði HBStatz eru aðeins FH og HK með verri hlutfallsmarkvörslu í Olís-deildinni en Fram (29,1 prósent). Valur er hins vegar í 3. sæti á listanum yfir bestu hlutfallsmarkvörsluna. „Katrín [Ósk Magnúsdóttir, markvörður Fram] hefur reyndar átt flotta leiki undanfarið, sérstaklega gegn Stjörnunni. Ef vörnin er sterk kemur markvarslan með og þær geta nýtt þessi hraðaupphlaup sem þær eru svo góðar í. Vörnin og markvarslan mun ráða úrslitum. Það leiðir af sér fleiri auðveld mörk. Þetta er ekkert rosalega flókið. Það er spurning hvort liðið hittir á sinn besta leik,“ sagði Þorgerður. Deildin ekki verið jafn spennandi í mörg ár Eins og áður sagði er KA/Þór á toppi deildarinnar og Fram og Valur ekki með sömu yfirburði og síðustu ár. Þorgerður fagnar því og segir langt síðan deildin hafi verið jafn sterk. „Deildin hefur ekki verið svona spennandi í mörg ár. Það er fáránlega skemmtilegt og ég held að spennan eigi bara eftir að aukast eftir því sem líður á,“ sagði Þorgerður en aðeins sex umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Eftir hana tekur við sex liða úrslitakeppni. Leikur Fram og Vals hefst klukkan 15:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikur FH og Hauka, sem hefst klukkan 13:30, verður einnig sýndur beint á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Fram Valur Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Fram og Valur hafa verið í sérflokki undanfarin ár og skipt stóru titlunum á milli sín. Samkeppnin er hins vegar meiri í ár en til marks um það er KA/Þór á toppi Olís-deildarinnar. Sigurliðið í leik Fram og Vals kemst á topp deildarinnar, allavega um stundarsakir, en KA/Þór mætir Stjörnunni seinna um daginn. „Ég held að þetta verði mjög spennandi leikur og held að það sé allt í lagi að gera ráð fyrir því að hann verði frekar hraður,“ sagði Þorgerður Anna um stórleik dagsins. Hún hallast frekar að sigri Fram. „Mér finnst mjög erfitt að spá fyrir um sigurvegara en myndi tippa á Fram. En þetta gæti farið á alla vegu. Liðin eru búin að vera svo jöfn í deildinni.“ Valur vann fyrri leikinn gegn Fram, 28-24, sem fór fram 18. september í fyrra, eða fyrir heilum fimm mánuðum síðan. Þorgerður segir lítið hægt að lesa í þann leik. „Ýmislegt hefur breyst síðan þá. Mér finnst eiginlega ekki hægt að taka mið af því sem gerðist fyrir nokkrum mánuðum.“ Hökt á Val en Fram á uppleið Valskonur hafa hikstað aðeins upp á síðkastið og gert jafntefli í síðustu þremur leikjum sínum. „Þær hafa ekki verið upp á sitt allra besta í síðustu leikjum. En svo er möguleiki á að Valsstelpurnar komi enn betur stemmdar til leiks þar sem það hefur ekki gengið jafn vel og þær vilja. Ég held að þetta verði hörkuspenna,“ sagði Þorgerður. Fram hefur unnið síðustu tvo leiki sína eftir að hafa tapað fyrir KA/Þór fyrir norðan 30. janúar. „Þær hafa verið upp og niður en mér finnst þeirra leikur fara batnandi. Þær hafa sýnt sitt rétta andlit á köflum,“ sagði Þorgerður. Markvarslan mikilvæg Öfugt við síðustu ár hefur markvarslan hjá Fram og Val verið misjöfn í vetur, sérstaklega hjá Fram. Samkvæmt tölfræði HBStatz eru aðeins FH og HK með verri hlutfallsmarkvörslu í Olís-deildinni en Fram (29,1 prósent). Valur er hins vegar í 3. sæti á listanum yfir bestu hlutfallsmarkvörsluna. „Katrín [Ósk Magnúsdóttir, markvörður Fram] hefur reyndar átt flotta leiki undanfarið, sérstaklega gegn Stjörnunni. Ef vörnin er sterk kemur markvarslan með og þær geta nýtt þessi hraðaupphlaup sem þær eru svo góðar í. Vörnin og markvarslan mun ráða úrslitum. Það leiðir af sér fleiri auðveld mörk. Þetta er ekkert rosalega flókið. Það er spurning hvort liðið hittir á sinn besta leik,“ sagði Þorgerður. Deildin ekki verið jafn spennandi í mörg ár Eins og áður sagði er KA/Þór á toppi deildarinnar og Fram og Valur ekki með sömu yfirburði og síðustu ár. Þorgerður fagnar því og segir langt síðan deildin hafi verið jafn sterk. „Deildin hefur ekki verið svona spennandi í mörg ár. Það er fáránlega skemmtilegt og ég held að spennan eigi bara eftir að aukast eftir því sem líður á,“ sagði Þorgerður en aðeins sex umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Eftir hana tekur við sex liða úrslitakeppni. Leikur Fram og Vals hefst klukkan 15:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikur FH og Hauka, sem hefst klukkan 13:30, verður einnig sýndur beint á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna Fram Valur Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira