Breiðablik byrjar á stórsigri á meðan Víkingur og KR gerðu jafntefli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. febrúar 2021 21:30 Blikar skoruðu fjögur mörk í kvöld. Vísir/Daniel Thor Lengjubikar karla fór af stað í kvöld þar sem tveir leikir í A-deild og tveir leikir í B-deild fóru fram. Breiðablik vann Leikni Reykjavík 4-0, Víkingur og KR gerðu 1-1 jafntefli, Þróttur Reykjavík vann 4-3 sigur á Fjölni og Afturelding lagði Víking Ólafsvík 3-0. Það var einkar hvasst í Kópavogi þar sem Leiknir Reykjavík, sem leika sem nýliðar í Pepsi Max deildinni næsta sumar, voru í heimsókn á Kópavogsvelli. Þeir fengu ekki blíðar móttökur en heimamenn leiddu með tveimur mörkum í hálfleik. Þeir Höskuldur Gunnlaugsson og Thomas Mikkelsen með mörkin. Gestirnir úr Breiðholti bitu frá sér í upphafi síðari hálfleiks og átti Sævar Atli Magnússon til að mynda skot í stöng þegar tæp klukkustund var liðin af leiknum. Davíð Ingvarsson nýtti sér hins vegar vindinn skömmu síðar þegar hann skoraði beint úr hornspyrnu og Viktor Karl Einarsson fullkomnaði sigur Blika með góðu einstaklings framtaki undir lok leiks. Öruggur 4-0 sigur Breiðabliks sem hefur farið vel af stað á nýju ári. Í sama riðli mættust Þróttur Reykjavík og Fjölnir en þau leika í Lengjudeildinni í sumar. Fór það svo að Þróttarar unnu 4-3 sigur í miklum markaleik. Róbert Hauksson skoraði tvívegis fyrir heimamenn ásamt því að spilandi aðstoðarþjálfari liðsins – Sam Hewson – bætti við einu og Lárus Björnsson einnig. Guðmundur Karl Guðmundsson, Sigurpáll Melberg Pálsson og Hallvarður Óskar Sigurðsson skoruðu mörk Fjölnis. Guðjón Baldvinsson er mættur í KR á nýjan leik og hann þandi netmöskvana í kvöld.Vísir Í Víkinni voru KR-ingar í heimsókn og þar lauk leik með 1-1 jafntefli. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Guðjón Baldvinsson sem kom gestunum úr Vesturbænum yfir á 59. mínútu en Guðjón gekk í raðir KR-inga á nýjan leik að loknu síðasta tímabili. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka jafnaði Erlingur Agnarsson metin fyrir heimamenn og þar við sat. Lokatölur 1-1 og ljóst að KR-ingar naga sig í handarbökin að hafa ekki haldið út. Þá vann Afturelding sannfærandi 3-0 sigur á Víking frá Ólafsvík en bæði lið leika í Lengjudeildinni næsta sumar. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Það var einkar hvasst í Kópavogi þar sem Leiknir Reykjavík, sem leika sem nýliðar í Pepsi Max deildinni næsta sumar, voru í heimsókn á Kópavogsvelli. Þeir fengu ekki blíðar móttökur en heimamenn leiddu með tveimur mörkum í hálfleik. Þeir Höskuldur Gunnlaugsson og Thomas Mikkelsen með mörkin. Gestirnir úr Breiðholti bitu frá sér í upphafi síðari hálfleiks og átti Sævar Atli Magnússon til að mynda skot í stöng þegar tæp klukkustund var liðin af leiknum. Davíð Ingvarsson nýtti sér hins vegar vindinn skömmu síðar þegar hann skoraði beint úr hornspyrnu og Viktor Karl Einarsson fullkomnaði sigur Blika með góðu einstaklings framtaki undir lok leiks. Öruggur 4-0 sigur Breiðabliks sem hefur farið vel af stað á nýju ári. Í sama riðli mættust Þróttur Reykjavík og Fjölnir en þau leika í Lengjudeildinni í sumar. Fór það svo að Þróttarar unnu 4-3 sigur í miklum markaleik. Róbert Hauksson skoraði tvívegis fyrir heimamenn ásamt því að spilandi aðstoðarþjálfari liðsins – Sam Hewson – bætti við einu og Lárus Björnsson einnig. Guðmundur Karl Guðmundsson, Sigurpáll Melberg Pálsson og Hallvarður Óskar Sigurðsson skoruðu mörk Fjölnis. Guðjón Baldvinsson er mættur í KR á nýjan leik og hann þandi netmöskvana í kvöld.Vísir Í Víkinni voru KR-ingar í heimsókn og þar lauk leik með 1-1 jafntefli. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Guðjón Baldvinsson sem kom gestunum úr Vesturbænum yfir á 59. mínútu en Guðjón gekk í raðir KR-inga á nýjan leik að loknu síðasta tímabili. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka jafnaði Erlingur Agnarsson metin fyrir heimamenn og þar við sat. Lokatölur 1-1 og ljóst að KR-ingar naga sig í handarbökin að hafa ekki haldið út. Þá vann Afturelding sannfærandi 3-0 sigur á Víking frá Ólafsvík en bæði lið leika í Lengjudeildinni næsta sumar.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira