Tæplega áttatíu prósent lögðu blessun sína yfir framboðslistana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2021 15:35 Helga Vala kemur til með að leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Vísir/Vilhelm Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningar í haust voru samþykktir á fulltrúaráðsfundi flokksins í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu. Alls tóku 280 þátt í atkvæðagreiðslu um listana. Þar af greiddu 79 prósent atkvæði með staðfestingu þeirra, 17,5 prósent greiddu atkvæði á móti og 3,5 prósent skiluðu auðu. Uppstillingarnefnd flokksins lagði til að Helga Vala Helgadóttir, þingmaður og formaður velferðarnefndar, leiddi lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þá lagði nefndin til að Kristrún Frostadóttir hagfræðingur leiddi listann í Reykjavík suður. Þá lagði nefndin til að Rósa Björk Brynjólfsdóttir tæki annað sæti listans í Reykjavíkurkjördæmi suður og Jóhann Páll Jóhannsson í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hugur í hópnum Í tilkynningu frá fulltrúaráði Samfylkingarinnar í Reykjavík er haft eftir Kristrúnu að spennandi tímar séu fram undan fyrir flokkinn. Hún sé þakklát fyrir það traust sem henni sé sýnt. „Við stöndum á tímamótum í efnahagssögunni og ljóst að stefna stjórnvalda á næsta kjörtímabili mun hafa gífurleg áhrif á þróun efnahags-, velferðar- og loftslagsmála um áraraðir. Nú skiptir máli að Samfylkingin sé tilbúin að stíga fast til jarðar, leggi fram trúverðuga efnahagsáætlun sem byggir á fjárfestingu í mannauði jafnt sem efnislegum gæðum, og veiti skýran valkost fyrir almenning í kosningunum í haust. Ég stíg auðmjúk en ákveðin inn á hið pólitíska svið fyrir hönd Samfylkingarinnar og hlakka mikið til að vinna með flokknum,“ er haft eftir Kristrúnu. „Það er ótrúlegur hugur í þessum hópi sem skipar framboðslistann í Reykjavík, það er mikill lúxus að hafa svona fjölbreyttan hóp fólks sem er tilbúinn til þess að vinna að sigri Samfylkingarinnar í haust. Ég er þakklát flokksfólki í Reykjavík fyrir það traust sem mér er sýnt og hlakka til að hefja kosningabaráttuna strax á mánudag,“ er þá haft eftir Helgu Völu. Kristrún og Helga Vala leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavík.Vísir Fregnir hafa borist af því að nokkur ólga sé innan flokksins vegna tillagna nefndarinnar um uppstillingu. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, nú fyrrverandi varaþingmaður flokksins, sagði sig til að mynda úr flokknum á dögunum. Sagði hún vonbrigði að uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hafi boðið nýliðum þrjú af efsti fjórum sætum á lista hennar til Alþingiskosninga. Hér að neðan má sjá listann sem nefndin lagði til, og var samþykktur af fulltrúaráði: Reykjavík norður 1. Helga Vala Helgadóttir, alþingismaður 2. Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður 3. Dagbjört Hákonardóttir, lögfræðingur 4. Magnús Árni Skjöld, dósent 5. Ragna Sigurðardóttir, forseti UJ og læknanemi 6. Finnur Birgisson, arkitekt 7. Ásta Guðrún Helgadóttir, ráðgjafi 8. Ásgeir Beinteinsson, fyrrverandi skólastjóri 9. Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur 10. Sigfrús Ómar Höskuldsson, rekstrarfræðingur 11. Sonja Björg Jóhannsdóttir, deildarstjóri í leikskóla 12. Hallgrímur Helgason, rithöfundur 13. Alexanda Ýr, ritari Samfylkingarinnar 14. Hlal Jarrah, veitingamaður 15. Ing Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar og kaospilot 16. Rúnar Geirmundsson, framkvæmdastjóri 17. Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir, laganemi 18. Ólafur Örn Ólafsson, veitingamaður 19. Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur og formaður 60+ 20. Vilhjálmur Þorsteinsson, hugbúnaðarhönnuður 21. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar 22. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra. Reykjarvíkurkjördæmi suður 1. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur 2. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, alþingismaður 3. Viðar Eggertsson, leikstjóri 4. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi 5. Birgir Þórarinsson, tónlistarmaður 6. Aldís Mjöll Geirsdóttir, lögfræðingur 7. Gunnar Alexander Ólafsson, heilsuhagfræðingur 8. Ellen Calmon, borgarfulltrúi 9. Viktor Stefánsson, stjórnmálahagfræðingur 10. Elín Tryggvadóttir, hjúkrunarfræðingur 11. Hlynur Már Vilhjálmsson starfsmaður á frístundaheimili 12. Margret Adamsdóttir, leikskólakennari 13. Axel Jón Ellenarson, grafískur hönnuður 14. Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur 15. Jakob Magnússon, veitingamaður. 16. Ingibjörg Grímsdóttir, þjónustufulltrúi 17. Jónas Hreinsson, rafiðnaðarmaður 18. Sólveig Jónasdóttir, kynningarfulltrúi Sameykis 19. Hildur Kjartansdóttir, myndlistarmaður 20. Ellert B. Schram, fyrrverandi alþingismaður 21. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrrverandi alþingismaður 22. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Alls tóku 280 þátt í atkvæðagreiðslu um listana. Þar af greiddu 79 prósent atkvæði með staðfestingu þeirra, 17,5 prósent greiddu atkvæði á móti og 3,5 prósent skiluðu auðu. Uppstillingarnefnd flokksins lagði til að Helga Vala Helgadóttir, þingmaður og formaður velferðarnefndar, leiddi lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þá lagði nefndin til að Kristrún Frostadóttir hagfræðingur leiddi listann í Reykjavík suður. Þá lagði nefndin til að Rósa Björk Brynjólfsdóttir tæki annað sæti listans í Reykjavíkurkjördæmi suður og Jóhann Páll Jóhannsson í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hugur í hópnum Í tilkynningu frá fulltrúaráði Samfylkingarinnar í Reykjavík er haft eftir Kristrúnu að spennandi tímar séu fram undan fyrir flokkinn. Hún sé þakklát fyrir það traust sem henni sé sýnt. „Við stöndum á tímamótum í efnahagssögunni og ljóst að stefna stjórnvalda á næsta kjörtímabili mun hafa gífurleg áhrif á þróun efnahags-, velferðar- og loftslagsmála um áraraðir. Nú skiptir máli að Samfylkingin sé tilbúin að stíga fast til jarðar, leggi fram trúverðuga efnahagsáætlun sem byggir á fjárfestingu í mannauði jafnt sem efnislegum gæðum, og veiti skýran valkost fyrir almenning í kosningunum í haust. Ég stíg auðmjúk en ákveðin inn á hið pólitíska svið fyrir hönd Samfylkingarinnar og hlakka mikið til að vinna með flokknum,“ er haft eftir Kristrúnu. „Það er ótrúlegur hugur í þessum hópi sem skipar framboðslistann í Reykjavík, það er mikill lúxus að hafa svona fjölbreyttan hóp fólks sem er tilbúinn til þess að vinna að sigri Samfylkingarinnar í haust. Ég er þakklát flokksfólki í Reykjavík fyrir það traust sem mér er sýnt og hlakka til að hefja kosningabaráttuna strax á mánudag,“ er þá haft eftir Helgu Völu. Kristrún og Helga Vala leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavík.Vísir Fregnir hafa borist af því að nokkur ólga sé innan flokksins vegna tillagna nefndarinnar um uppstillingu. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, nú fyrrverandi varaþingmaður flokksins, sagði sig til að mynda úr flokknum á dögunum. Sagði hún vonbrigði að uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hafi boðið nýliðum þrjú af efsti fjórum sætum á lista hennar til Alþingiskosninga. Hér að neðan má sjá listann sem nefndin lagði til, og var samþykktur af fulltrúaráði: Reykjavík norður 1. Helga Vala Helgadóttir, alþingismaður 2. Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður 3. Dagbjört Hákonardóttir, lögfræðingur 4. Magnús Árni Skjöld, dósent 5. Ragna Sigurðardóttir, forseti UJ og læknanemi 6. Finnur Birgisson, arkitekt 7. Ásta Guðrún Helgadóttir, ráðgjafi 8. Ásgeir Beinteinsson, fyrrverandi skólastjóri 9. Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur 10. Sigfrús Ómar Höskuldsson, rekstrarfræðingur 11. Sonja Björg Jóhannsdóttir, deildarstjóri í leikskóla 12. Hallgrímur Helgason, rithöfundur 13. Alexanda Ýr, ritari Samfylkingarinnar 14. Hlal Jarrah, veitingamaður 15. Ing Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar og kaospilot 16. Rúnar Geirmundsson, framkvæmdastjóri 17. Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir, laganemi 18. Ólafur Örn Ólafsson, veitingamaður 19. Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur og formaður 60+ 20. Vilhjálmur Þorsteinsson, hugbúnaðarhönnuður 21. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar 22. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra. Reykjarvíkurkjördæmi suður 1. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur 2. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, alþingismaður 3. Viðar Eggertsson, leikstjóri 4. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi 5. Birgir Þórarinsson, tónlistarmaður 6. Aldís Mjöll Geirsdóttir, lögfræðingur 7. Gunnar Alexander Ólafsson, heilsuhagfræðingur 8. Ellen Calmon, borgarfulltrúi 9. Viktor Stefánsson, stjórnmálahagfræðingur 10. Elín Tryggvadóttir, hjúkrunarfræðingur 11. Hlynur Már Vilhjálmsson starfsmaður á frístundaheimili 12. Margret Adamsdóttir, leikskólakennari 13. Axel Jón Ellenarson, grafískur hönnuður 14. Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur 15. Jakob Magnússon, veitingamaður. 16. Ingibjörg Grímsdóttir, þjónustufulltrúi 17. Jónas Hreinsson, rafiðnaðarmaður 18. Sólveig Jónasdóttir, kynningarfulltrúi Sameykis 19. Hildur Kjartansdóttir, myndlistarmaður 20. Ellert B. Schram, fyrrverandi alþingismaður 21. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrrverandi alþingismaður 22. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira