„Ef það er ekki ólga þá er ekkert að gerast“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 13. febrúar 2021 19:01 Hörður Oddfríðarson, formaður uppstillinganefndar Samfylkingarinnar í Reykjavík, og Kristrún Frostadóttir, sem mun leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi Alþingiskosningum. Vísir Kristrún Frostadóttir sem mun leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjarvíkurkjördæmi suður segir eðlilegt að skiptar skoðanir séu innan Samfylkingarinnar. Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjarvíkurkjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningarnar í haust voru samþykktir á fulltrúaflokkráðsfundi flokksins í dag. 79 prósent af þeim sem greiddu atkvæði staðfestu listana. Helga Vala Helgadóttir þingmaður leiðir lista flokksins í Reykjarvíkurkjördæmi norður og Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður, tekur annað sæti listans. Helga Vala Helgadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.Vísir Í Reykjavíkurkjördæmi suður leiðir hagfræðingurinn Kristrún Frostadóttir listann og vermir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, alþingismaður, annað sætið. Kristrún kemur ný inn í flokkinn og mun leggja áherslu á efnahagsmálin fari hún inn á þing. Fjallað hefur verið um ólgu innan flokksins vegna tillögu um efstu sæti listans. Varaþingkonan Jóhann Vigdís Guðmundsdóttir sem sagði sig úr flokknum fyrir helgi gagnrýndi að nýju fólki væri boðið að skipa þrjú af fjórum efstu sætum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Kristrún Frostadóttir og Rósa Björk Brynjólfsdóttir leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.Vísir Hvað finnst þér um þessa gagnrýni? „Ég auðvitað bara skil að það eru tilfinningar í spilinu, en auðvitað er það þannig að þetta ferli var þess eðlis að kosið var um það fyrir þó nokkru löngu síðan í rauninni áður en ég skráði mig í þennan flokk,“ segir Kristrún. „Þessi gagnrýni á alveg rétt á sér og í einhverjum tilfellum eru nýliðar teknir fram fyrir, ef við notum það orðalag. En ég hefði kannski frekar kosið að nota orðalagið „nýliðum gefið tækifæri“ ekki á kostnað þeirra sem að fyrir eru heldur til þess að vera með þeim sem fyrir eru,“ segir Hörður J. Oddfríðarson, formaður uppstillinganefndar. „Það hvort að fólk er í flokki eða ekki, það er alfarið ákvörðun einstaklingsins hvað varðar til dæmis Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur þá sé ég mjög eftir henni úr flokknum og úr hópnum okkar og vona svo sannarlega að hún endurskoði ákvörðunina og komi aftur til starfa hjá okkur vegna þess að duglegri manneskju er vart hægt að finna,“ segir Hörður. 280 greiddu atkvæði um lista uppstillinganefndar, 79 prósent greiddu með tillögunni og 17,5 prósent gegn henni.Vísir „Auðvitað hefur maður bara skilning á því að fólk vill vinna fyrir flokkinn og mér finnst það bara að mörgu leyti jákvætt,“ segir Kristrún. Eðlilegt að ólga og skoðanaskipti séu í lýðræðislegum flokki Kristrún segir eðlilegt að í lýðræðislegum flokki sé ólga og skoðanaskipti. „Það er bara mjög eðlilegt í lýðræðislegum flokki að fólk hafi skiptar skoðanir. Það er mikill hugur í fólki og við ætlum okkur að gera stóra hluti í þessari kosningabaráttu og það er það sem situr eftir eftir þetta allt saman,“ segir Kristrún. Hörður tekur undir þetta og segist frekar vilja vera í flokki þar sem umræður um málin fara eðlilega fram. „Stjórnmálahreyfing er í eðli sínu þannig uppbyggð að ef það er ekki ólga þá er ekkert að gerast,“ segir Hörður. „Auðvitað verður alltaf ólga, það verður alltaf spurning um hvað er gert og það sem gert er og eðlilegt að það sé spurt um það. Mér þykir miklu þægilegra að vera í flokki sem að spyr eðlilegra spurninga og tekur síðan afstöðu til málefna, mála og manna eftir lýðræðislegum reglum heldur en að vera kannski í flokki þar sem allt er samþykkt með handauppréttingu, já og húrrahrópum.“ Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Tæplega áttatíu prósent lögðu blessun sína yfir framboðslistana Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningar í haust voru samþykktir á fulltrúaráðsfundi flokksins í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu. 13. febrúar 2021 15:35 Mikil ólga innan Samfylkingar vegna tillögu um efstu sæti á lista Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppstillingarnefnd nú að bera niðurstöður sínar undir þá einstaklinga sem býðst að skipa efsta sæti lista í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Svo verður kosið um það upplegg á fundi á laugardaginn. 11. febrúar 2021 22:38 Uppstillingarnefnd vill Helgu Völu og Kristrúnu í fyrstu sætin í Reykjavík Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar leggur til að Helga Vala Helgadóttir, alþingiskona, skipi fyrsta sæti í Reykjarvíkurkjördæmi norður og að Kristrún Mjöll Frostadóttir, hagfræðingur, skipi sama sæti í Reykjarvíkurkjördæmi suður fyrir alþingiskosningarnar í haust. 13. febrúar 2021 14:26 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjarvíkurkjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningarnar í haust voru samþykktir á fulltrúaflokkráðsfundi flokksins í dag. 79 prósent af þeim sem greiddu atkvæði staðfestu listana. Helga Vala Helgadóttir þingmaður leiðir lista flokksins í Reykjarvíkurkjördæmi norður og Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður, tekur annað sæti listans. Helga Vala Helgadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.Vísir Í Reykjavíkurkjördæmi suður leiðir hagfræðingurinn Kristrún Frostadóttir listann og vermir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, alþingismaður, annað sætið. Kristrún kemur ný inn í flokkinn og mun leggja áherslu á efnahagsmálin fari hún inn á þing. Fjallað hefur verið um ólgu innan flokksins vegna tillögu um efstu sæti listans. Varaþingkonan Jóhann Vigdís Guðmundsdóttir sem sagði sig úr flokknum fyrir helgi gagnrýndi að nýju fólki væri boðið að skipa þrjú af fjórum efstu sætum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Kristrún Frostadóttir og Rósa Björk Brynjólfsdóttir leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.Vísir Hvað finnst þér um þessa gagnrýni? „Ég auðvitað bara skil að það eru tilfinningar í spilinu, en auðvitað er það þannig að þetta ferli var þess eðlis að kosið var um það fyrir þó nokkru löngu síðan í rauninni áður en ég skráði mig í þennan flokk,“ segir Kristrún. „Þessi gagnrýni á alveg rétt á sér og í einhverjum tilfellum eru nýliðar teknir fram fyrir, ef við notum það orðalag. En ég hefði kannski frekar kosið að nota orðalagið „nýliðum gefið tækifæri“ ekki á kostnað þeirra sem að fyrir eru heldur til þess að vera með þeim sem fyrir eru,“ segir Hörður J. Oddfríðarson, formaður uppstillinganefndar. „Það hvort að fólk er í flokki eða ekki, það er alfarið ákvörðun einstaklingsins hvað varðar til dæmis Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur þá sé ég mjög eftir henni úr flokknum og úr hópnum okkar og vona svo sannarlega að hún endurskoði ákvörðunina og komi aftur til starfa hjá okkur vegna þess að duglegri manneskju er vart hægt að finna,“ segir Hörður. 280 greiddu atkvæði um lista uppstillinganefndar, 79 prósent greiddu með tillögunni og 17,5 prósent gegn henni.Vísir „Auðvitað hefur maður bara skilning á því að fólk vill vinna fyrir flokkinn og mér finnst það bara að mörgu leyti jákvætt,“ segir Kristrún. Eðlilegt að ólga og skoðanaskipti séu í lýðræðislegum flokki Kristrún segir eðlilegt að í lýðræðislegum flokki sé ólga og skoðanaskipti. „Það er bara mjög eðlilegt í lýðræðislegum flokki að fólk hafi skiptar skoðanir. Það er mikill hugur í fólki og við ætlum okkur að gera stóra hluti í þessari kosningabaráttu og það er það sem situr eftir eftir þetta allt saman,“ segir Kristrún. Hörður tekur undir þetta og segist frekar vilja vera í flokki þar sem umræður um málin fara eðlilega fram. „Stjórnmálahreyfing er í eðli sínu þannig uppbyggð að ef það er ekki ólga þá er ekkert að gerast,“ segir Hörður. „Auðvitað verður alltaf ólga, það verður alltaf spurning um hvað er gert og það sem gert er og eðlilegt að það sé spurt um það. Mér þykir miklu þægilegra að vera í flokki sem að spyr eðlilegra spurninga og tekur síðan afstöðu til málefna, mála og manna eftir lýðræðislegum reglum heldur en að vera kannski í flokki þar sem allt er samþykkt með handauppréttingu, já og húrrahrópum.“
Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Tæplega áttatíu prósent lögðu blessun sína yfir framboðslistana Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningar í haust voru samþykktir á fulltrúaráðsfundi flokksins í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu. 13. febrúar 2021 15:35 Mikil ólga innan Samfylkingar vegna tillögu um efstu sæti á lista Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppstillingarnefnd nú að bera niðurstöður sínar undir þá einstaklinga sem býðst að skipa efsta sæti lista í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Svo verður kosið um það upplegg á fundi á laugardaginn. 11. febrúar 2021 22:38 Uppstillingarnefnd vill Helgu Völu og Kristrúnu í fyrstu sætin í Reykjavík Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar leggur til að Helga Vala Helgadóttir, alþingiskona, skipi fyrsta sæti í Reykjarvíkurkjördæmi norður og að Kristrún Mjöll Frostadóttir, hagfræðingur, skipi sama sæti í Reykjarvíkurkjördæmi suður fyrir alþingiskosningarnar í haust. 13. febrúar 2021 14:26 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Tæplega áttatíu prósent lögðu blessun sína yfir framboðslistana Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningar í haust voru samþykktir á fulltrúaráðsfundi flokksins í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu. 13. febrúar 2021 15:35
Mikil ólga innan Samfylkingar vegna tillögu um efstu sæti á lista Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppstillingarnefnd nú að bera niðurstöður sínar undir þá einstaklinga sem býðst að skipa efsta sæti lista í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Svo verður kosið um það upplegg á fundi á laugardaginn. 11. febrúar 2021 22:38
Uppstillingarnefnd vill Helgu Völu og Kristrúnu í fyrstu sætin í Reykjavík Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar leggur til að Helga Vala Helgadóttir, alþingiskona, skipi fyrsta sæti í Reykjarvíkurkjördæmi norður og að Kristrún Mjöll Frostadóttir, hagfræðingur, skipi sama sæti í Reykjarvíkurkjördæmi suður fyrir alþingiskosningarnar í haust. 13. febrúar 2021 14:26