Umfjöllun og viðtöl: FH - Haukar 29-29 | Spennutryllir í Krikanum Smári Jökull Jónsson skrifar 15. febrúar 2021 21:33 Geir Guðmundsson reynir að brjótast í gegnum vörn FH. vísir/vilhelm FH og Haukar skildu jöfn í Hafnarfjarðarslag í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Leikurinn var æsispennandi eins og tölurnar gefa til kynna en FH fékk tækifæri til að tryggja sér sigur undir lokin. Það voru gestirnir í Haukum sem byrjuðu betur og komust í þriggja marka forystu í upphafi. FH-ingar voru þó fljótir að koma til baka og náðu forystunni um miðjan fyrri hálfleikinn. Haukar breyttu þá um varnarleik sem skilaði sínu en Egill Magnússon hafði til að mynda verið þeim afar erfiður. Andri Scheving Sigmarsson kom einnig í markið og tók nokkra bolta sem var mikilvægt fyrir gestina. Í hálfleik var staðan 15-15 og allt í járnum. FH tók frumkvæðið í síðari hálfleik. Haukarnir voru oft á tíðum klaufar í sínum sóknarleik og gerðu sig seka um einfalda tæknifeila sem FH-ingar nýttu sér og skoruðu í þrígang yfir allan völlinn í tómt mark. Í stöðunni 20-17 fyrir FH tóku Haukar leikhlé og Aron Kristjánsson skipti aftur yfir í 6-0 vörn. Það virkaði og Haukar komu sér inn í leikinn á ný. FH hélt þó frumkvæðinu og leiddi með 1-2 mörkum þó Haukar næðu að jafna þess á milli. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Haukar komust í 28-27 þegar innan við tvær mínútur voru eftir en þá hafði Geir Guðmundsson farið mikinn. Orri Freyr Þorkelsson, sem sömuleiðis hafði verið mjög góður, fékk þá á sig klaufalegar tvær mínútur og það nýtti FH sér. Þeir jöfnuðu og komust yfir en Ólafur Ægir Ólafsson jafnaði úr víti þegar tíu sekúndur voru eftir. FH tók leikhlé og hafði sjö sekúndur til að skora. Það tókst ekki, þó litlu hafi munað, því Birgir Már Birgisson fékk boltann í dauðafæri í horninu en klukkan gall áður en hann náði að skjóta. Ásbjörn Friðriksson gegn Haukavörninni í kvöld.vísir/vilhelm Af hverju varð jafntefli? Þessi lið eru afar jöfn og munu bæði vera í toppbaráttunni í vetur. Haukar hafa verið sterkari í Olís-deildinni hingað til en voru ólíkir sjálfum sér hvað varðar mistök í sókninni. FH fékk sénsinn í lokin til að skora en þeir höfðu gert vel í yfirtölu í leiknum fram að því. Báðir þjálfarar vilja eflaust sjá betri varnarleik heilt yfir frá sínum mönnum og Aron talaði um mistökin sóknarlega. Aron og Sigursteinn fara held ég sæmilega sáttir á koddann í kvöld þó svo að þeir hefðu viljað stigin tvö. Þessir stóðu upp úr: Hjá FH var Egill Magnússon góður og gaman að sjá hann kominn á ferðina á ný. Ásbjörn Friðriksson stendur alltaf fyrir sínu og þá stóð Ágúst Birgisson sig vel í vörninni og skilaði mörkum sömuleiðis. Hjá Haukum var Geir Guðmundsson öflugur og Orri Freyr Þorkelsson er markavél sem nýtir færin sín vel. Hann nagar sig þó örugglega í handarbökin fyrir tvær mínúturnar sem hann fékk undir lokin sem og línu sem dæmd var á hann í hraðaupphlaupi þegar lítið var eftir. Hvað gekk illa? Haukar gerðu of mörg mistök í sókninni. Þeir köstuðu boltum frá sér, tóku illa ígrunduð skot í undirtölu og var refsað af FH-ingum. Bæði lið vilja eflaust sjá betri markvörslu en þau fengu í kvöld en oft helst nú í hendur vörn og markvarsla. Ég held allavega að hvorugur þjálfari sé sáttur með að fá á sig 29 mörk. Hvað gerist næst? FH tekur á móti ÍR á fimmtudag í leik þar sem allt annað en sigur er óásættanlegt fyrir Hafnfirðinga. Haukar taka á móti Selfyssingum í stórleik á Ásvöllum. Þjálfarrnir þakka hvor öðrum fyrir leikinn í kvöld.vísir/vilhelm Sigursteinn: Vorum komnir í stöðu til að loka þessu „Ég verð að viðurkenna að ég er frekar svekktur að fá bara eitt stig,“ sagði Sigursteinn Arndal eftir jafnteflið gegn Haukum í Olís-deildinni í handknattleik í kvöld. FH fékk tækifæri til að skora sigurmarkið undir lokin og náðu skoti á markið um leið og flautan gall. „Það var lagt upp með nákvæmlega sama og við vorum búnir að gera í yfirtölum í leiknum en við vorum sirka hálfri sekúndu of hægir,“ bætti Sigursteinn við og var þá spurður af Henry Birgi Gunnarssyni í Seinni Bylgjunni hvort FH-ingar hefðu verið að spila eftir gömlu klukkunni í Kaplakrika sem hafði það orð á sér að vera stundum svolítið sein með lokaflautið. „Það er hárrétt hjá ykkur, það tekur tíma að venjast þessari,“ sagði Sigursteinn með bros á vör. Egill Magnússon var frábær hjá FH í kvöld og skoraði 7 mörk í 10 skotum. Hann hefur átt við meiðsli að stríða en Sigursteinn sagði hann í fínu formi. „Það er búið að vera vaxandi og við erum að passa vel upp á hann og byggja hann upp. Hann skilaði fínu starfi í dag og verður vonandi áfram þannig.“ Sigursteinn var nokkuð ánægður með leik sinna manna í kvöld og sagði lítið hafa komið sér á óvart í leik Hauka. „Ég held að það sé almennt þannig að það er lítið sem kemur þessum liðum á óvart. Heilt yfir er ég nokkuð hress með að við héldum okkar leikskipulagi en ég get pottþétt fundið hluti sem við getum gert betur. Almennt hörkuleikur en ég er svekktur því við vorum komnir í stöðu til að loka þessu en gerðum það ekki,“ sagði Sigursteinn Arndal þjálfari FH. Tjörvi Þorgeirsson býr sig undir að skjóta að marki FH. Aron: Þetta er ekki eins og við höfum verið að spila Aron Kristjánsson þjálfari Hauka sagði sína menn þurfa að fækka einföldum mistökum í sókninni ætli þeir sér að vinna jafn sterkt lið og FH. „Ég er ekki sáttur með eitt stig miðað við leikinn, ég er ekki ánægður með frammistöðuna,“ sagði Aron í samtali við Vísi eftir leik í kvöld. „Við gerum einhverja sjö tæknifeila í síðari hálfleik og gerum okkur seka um einföld mistök. Við gefum þeim frumkvæði en náum því síðan aftur þegar stutt er eftir. Þá fáum við á okkur klaufalegar tvær mínútur sem setur okkur undir svolitla pressu. Við sýnum karakter og tökum stig,“ sagði Aron en Orri Freyr Þorkelsson fékk tveggja mínútna brottvísun þegar rúm mínuta var eftir og Haukar einu marki yfir. FH-ingar voru duglegir að refsa Haukum fyrir mistök sem gestirnir gerðu í sínum sóknarleik og Phil Döhler skoraði til að mynda tvö mörk yfir allan völlinn. „Tvisvar sinnum lína, ruðningur og köstum boltanum frá okkur. Þetta er ekki eins og við höfum verið að spila, við höfum verið beittari og ef við ætlum að vinna FH eða eitthvað af þessum hinum toppliðum þá þurfum við að gera þetta betur.“ Aron sagði Haukana geta gert betur varnarlega en þeir gerðu í kvöld. „Í byrjun fannst mér við svolítið flatir en þegar við fórum í 5-1 vörnina fannst mér hún virka lengi vel og mér fannst við komast aftur inn eftir erfiðan seinni hluta í fyrri hálfleik. Við vorum í þokkalegri stöðu en klaufaleg mistök sóknarlega gefur þeim frumkvæðið.“ „Þegar við breytum í 6-0 vörn aftur þá fannst mér við ná tökum en fáum þessar klaufalegu tvær mínútur í lokin,“ sagði Aron að lokum. Það var, að venju, hart barist í Krikanum í kvöld.vísir/vilhelm Egill: Við erum hundfúlir Egill Magnússon var góður í liði FH í kvöld í jafnteflinu gegn Haukum, skoraði 7 mörk úr 10 skotum og nýtti sínar mínútur vel. „Gaman að komast aftur á völlinn,“ sagði Egill sem hefur átt við meiðsli að stríða. „Ég er allavega heill núna en hef alveg verið í betra standi en það kemur með fleiri mínútum. Ég vona að ég nái fleiri en einum leik í röð núna.“ Hafnarfjarðarslagirnir hafa oftar en ekki verið afar spennandi og eina sem vantaði í kvöld voru áhorfendur. „Mér finnst þetta allt svipað, þetta er bara handbolti,“ sagði Egill og uppskar hlátur hjá þeim Henry Birgi, Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Theodór Pálmasyni í Seinni Bylgjunni. Egill viðurkenndi að hann væri svekktur með að ná aðeins einu stigi úr leiknum í kvöld. „Við erum hundfúlir, ég hélt það væri meira á klukkunni þegar ég henti boltanum niður í horn. Þetta var klúður,“ sagði Egill en var feiminn við að taka undir þau orð Henry Birgis um að FH væri það lið sem hefði komið einna best til baka eftir Covid-pásuna. „Fór Einar Rafn eitthvað illa út úr viðtalinu um daginn?“ spurði Henry Birgir þegar hann vildi fá skýrari svör. „Einar Rafn er náttúrulega bara eins og hann er. Ekkert það illa, það hefði alveg verið hægt að sekta hann en ég held að hann hafi sloppið í þetta skiptið.“ Orri Freyr fer inn af línunni og skorar.vísir/vilhelm Björgvin Páll: Langar bara enn meira að kveðja með titli Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, var ekki ánægður með frammistöðu síns liðs í leiknum gegn FH í kvöld. „Mér fannst við ógeðslega lélegir í þessum leik og vorum að gera auðveld mistök bæði varnar- og sóknarlega. Það er svolítið skrýtið að vera sáttur með eitt stig hér í restina. Það sýnir styrk okkar að vera drulluóánægðir en sækja samt stig hér í Krikann,“ sagði Björgvin þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Haukar gerðu mörg mistök sóknarlega í síðari hálfleik en Björgvin Páll vildi þó ekki bara kenna því um það sem illa fór. „Þetta var á öllum sviðum. Varnarlega byrjum við illa og fáum á okkur eitthvað af tveimur mínútum. Þegar við komumst í varnargírinn þá fór að opnast fyrir línu og þetta féll ekki alveg með okkur. Hver er sinnar gæfu smiður og við þurfum að einbeita okkur að okkar leik því við viljum gera betur í svona stöðu.“ „Mér fannst við vera komnir með þá en þá gerðum við alltaf einhver mistök í viðbót. Í Haukum er það bara ekkert í boði,“ sagði Björgvin en viðurkenndi að Haukar hefðu sýnt karakter í lokin. „Algjörlega, við spilum ekki frábæran leik en náum þó í stig. Við höldum bara áfram í næsta leik.“ Það var tilkynnt á dögunum að Björgvin Páll gengur til liðs við Val eftir tímabilið en hann skrifaði undir 5 ára samning við Hlíðarendaliðið. „Þetta var erfið ákvörðun en við vinnum þetta faglega. Haukarnir gerðu þetta hrikalega vel, tóku þessu af fagmennsku. Þetta skiptir engu máli því við erum í þessu til að vinna alla leiki. Mig langar bara meira að kveðja liðið með titli, við spýtum enn meira í. Það eina sem er í boði er að vinna, meðal annars að vinna alltaf FH og það skiptir engu máli hvað gerist í sumar,“ sagði Björgvin Páll að lokum. Olís-deild karla FH Haukar
FH og Haukar skildu jöfn í Hafnarfjarðarslag í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Leikurinn var æsispennandi eins og tölurnar gefa til kynna en FH fékk tækifæri til að tryggja sér sigur undir lokin. Það voru gestirnir í Haukum sem byrjuðu betur og komust í þriggja marka forystu í upphafi. FH-ingar voru þó fljótir að koma til baka og náðu forystunni um miðjan fyrri hálfleikinn. Haukar breyttu þá um varnarleik sem skilaði sínu en Egill Magnússon hafði til að mynda verið þeim afar erfiður. Andri Scheving Sigmarsson kom einnig í markið og tók nokkra bolta sem var mikilvægt fyrir gestina. Í hálfleik var staðan 15-15 og allt í járnum. FH tók frumkvæðið í síðari hálfleik. Haukarnir voru oft á tíðum klaufar í sínum sóknarleik og gerðu sig seka um einfalda tæknifeila sem FH-ingar nýttu sér og skoruðu í þrígang yfir allan völlinn í tómt mark. Í stöðunni 20-17 fyrir FH tóku Haukar leikhlé og Aron Kristjánsson skipti aftur yfir í 6-0 vörn. Það virkaði og Haukar komu sér inn í leikinn á ný. FH hélt þó frumkvæðinu og leiddi með 1-2 mörkum þó Haukar næðu að jafna þess á milli. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Haukar komust í 28-27 þegar innan við tvær mínútur voru eftir en þá hafði Geir Guðmundsson farið mikinn. Orri Freyr Þorkelsson, sem sömuleiðis hafði verið mjög góður, fékk þá á sig klaufalegar tvær mínútur og það nýtti FH sér. Þeir jöfnuðu og komust yfir en Ólafur Ægir Ólafsson jafnaði úr víti þegar tíu sekúndur voru eftir. FH tók leikhlé og hafði sjö sekúndur til að skora. Það tókst ekki, þó litlu hafi munað, því Birgir Már Birgisson fékk boltann í dauðafæri í horninu en klukkan gall áður en hann náði að skjóta. Ásbjörn Friðriksson gegn Haukavörninni í kvöld.vísir/vilhelm Af hverju varð jafntefli? Þessi lið eru afar jöfn og munu bæði vera í toppbaráttunni í vetur. Haukar hafa verið sterkari í Olís-deildinni hingað til en voru ólíkir sjálfum sér hvað varðar mistök í sókninni. FH fékk sénsinn í lokin til að skora en þeir höfðu gert vel í yfirtölu í leiknum fram að því. Báðir þjálfarar vilja eflaust sjá betri varnarleik heilt yfir frá sínum mönnum og Aron talaði um mistökin sóknarlega. Aron og Sigursteinn fara held ég sæmilega sáttir á koddann í kvöld þó svo að þeir hefðu viljað stigin tvö. Þessir stóðu upp úr: Hjá FH var Egill Magnússon góður og gaman að sjá hann kominn á ferðina á ný. Ásbjörn Friðriksson stendur alltaf fyrir sínu og þá stóð Ágúst Birgisson sig vel í vörninni og skilaði mörkum sömuleiðis. Hjá Haukum var Geir Guðmundsson öflugur og Orri Freyr Þorkelsson er markavél sem nýtir færin sín vel. Hann nagar sig þó örugglega í handarbökin fyrir tvær mínúturnar sem hann fékk undir lokin sem og línu sem dæmd var á hann í hraðaupphlaupi þegar lítið var eftir. Hvað gekk illa? Haukar gerðu of mörg mistök í sókninni. Þeir köstuðu boltum frá sér, tóku illa ígrunduð skot í undirtölu og var refsað af FH-ingum. Bæði lið vilja eflaust sjá betri markvörslu en þau fengu í kvöld en oft helst nú í hendur vörn og markvarsla. Ég held allavega að hvorugur þjálfari sé sáttur með að fá á sig 29 mörk. Hvað gerist næst? FH tekur á móti ÍR á fimmtudag í leik þar sem allt annað en sigur er óásættanlegt fyrir Hafnfirðinga. Haukar taka á móti Selfyssingum í stórleik á Ásvöllum. Þjálfarrnir þakka hvor öðrum fyrir leikinn í kvöld.vísir/vilhelm Sigursteinn: Vorum komnir í stöðu til að loka þessu „Ég verð að viðurkenna að ég er frekar svekktur að fá bara eitt stig,“ sagði Sigursteinn Arndal eftir jafnteflið gegn Haukum í Olís-deildinni í handknattleik í kvöld. FH fékk tækifæri til að skora sigurmarkið undir lokin og náðu skoti á markið um leið og flautan gall. „Það var lagt upp með nákvæmlega sama og við vorum búnir að gera í yfirtölum í leiknum en við vorum sirka hálfri sekúndu of hægir,“ bætti Sigursteinn við og var þá spurður af Henry Birgi Gunnarssyni í Seinni Bylgjunni hvort FH-ingar hefðu verið að spila eftir gömlu klukkunni í Kaplakrika sem hafði það orð á sér að vera stundum svolítið sein með lokaflautið. „Það er hárrétt hjá ykkur, það tekur tíma að venjast þessari,“ sagði Sigursteinn með bros á vör. Egill Magnússon var frábær hjá FH í kvöld og skoraði 7 mörk í 10 skotum. Hann hefur átt við meiðsli að stríða en Sigursteinn sagði hann í fínu formi. „Það er búið að vera vaxandi og við erum að passa vel upp á hann og byggja hann upp. Hann skilaði fínu starfi í dag og verður vonandi áfram þannig.“ Sigursteinn var nokkuð ánægður með leik sinna manna í kvöld og sagði lítið hafa komið sér á óvart í leik Hauka. „Ég held að það sé almennt þannig að það er lítið sem kemur þessum liðum á óvart. Heilt yfir er ég nokkuð hress með að við héldum okkar leikskipulagi en ég get pottþétt fundið hluti sem við getum gert betur. Almennt hörkuleikur en ég er svekktur því við vorum komnir í stöðu til að loka þessu en gerðum það ekki,“ sagði Sigursteinn Arndal þjálfari FH. Tjörvi Þorgeirsson býr sig undir að skjóta að marki FH. Aron: Þetta er ekki eins og við höfum verið að spila Aron Kristjánsson þjálfari Hauka sagði sína menn þurfa að fækka einföldum mistökum í sókninni ætli þeir sér að vinna jafn sterkt lið og FH. „Ég er ekki sáttur með eitt stig miðað við leikinn, ég er ekki ánægður með frammistöðuna,“ sagði Aron í samtali við Vísi eftir leik í kvöld. „Við gerum einhverja sjö tæknifeila í síðari hálfleik og gerum okkur seka um einföld mistök. Við gefum þeim frumkvæði en náum því síðan aftur þegar stutt er eftir. Þá fáum við á okkur klaufalegar tvær mínútur sem setur okkur undir svolitla pressu. Við sýnum karakter og tökum stig,“ sagði Aron en Orri Freyr Þorkelsson fékk tveggja mínútna brottvísun þegar rúm mínuta var eftir og Haukar einu marki yfir. FH-ingar voru duglegir að refsa Haukum fyrir mistök sem gestirnir gerðu í sínum sóknarleik og Phil Döhler skoraði til að mynda tvö mörk yfir allan völlinn. „Tvisvar sinnum lína, ruðningur og köstum boltanum frá okkur. Þetta er ekki eins og við höfum verið að spila, við höfum verið beittari og ef við ætlum að vinna FH eða eitthvað af þessum hinum toppliðum þá þurfum við að gera þetta betur.“ Aron sagði Haukana geta gert betur varnarlega en þeir gerðu í kvöld. „Í byrjun fannst mér við svolítið flatir en þegar við fórum í 5-1 vörnina fannst mér hún virka lengi vel og mér fannst við komast aftur inn eftir erfiðan seinni hluta í fyrri hálfleik. Við vorum í þokkalegri stöðu en klaufaleg mistök sóknarlega gefur þeim frumkvæðið.“ „Þegar við breytum í 6-0 vörn aftur þá fannst mér við ná tökum en fáum þessar klaufalegu tvær mínútur í lokin,“ sagði Aron að lokum. Það var, að venju, hart barist í Krikanum í kvöld.vísir/vilhelm Egill: Við erum hundfúlir Egill Magnússon var góður í liði FH í kvöld í jafnteflinu gegn Haukum, skoraði 7 mörk úr 10 skotum og nýtti sínar mínútur vel. „Gaman að komast aftur á völlinn,“ sagði Egill sem hefur átt við meiðsli að stríða. „Ég er allavega heill núna en hef alveg verið í betra standi en það kemur með fleiri mínútum. Ég vona að ég nái fleiri en einum leik í röð núna.“ Hafnarfjarðarslagirnir hafa oftar en ekki verið afar spennandi og eina sem vantaði í kvöld voru áhorfendur. „Mér finnst þetta allt svipað, þetta er bara handbolti,“ sagði Egill og uppskar hlátur hjá þeim Henry Birgi, Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Theodór Pálmasyni í Seinni Bylgjunni. Egill viðurkenndi að hann væri svekktur með að ná aðeins einu stigi úr leiknum í kvöld. „Við erum hundfúlir, ég hélt það væri meira á klukkunni þegar ég henti boltanum niður í horn. Þetta var klúður,“ sagði Egill en var feiminn við að taka undir þau orð Henry Birgis um að FH væri það lið sem hefði komið einna best til baka eftir Covid-pásuna. „Fór Einar Rafn eitthvað illa út úr viðtalinu um daginn?“ spurði Henry Birgir þegar hann vildi fá skýrari svör. „Einar Rafn er náttúrulega bara eins og hann er. Ekkert það illa, það hefði alveg verið hægt að sekta hann en ég held að hann hafi sloppið í þetta skiptið.“ Orri Freyr fer inn af línunni og skorar.vísir/vilhelm Björgvin Páll: Langar bara enn meira að kveðja með titli Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, var ekki ánægður með frammistöðu síns liðs í leiknum gegn FH í kvöld. „Mér fannst við ógeðslega lélegir í þessum leik og vorum að gera auðveld mistök bæði varnar- og sóknarlega. Það er svolítið skrýtið að vera sáttur með eitt stig hér í restina. Það sýnir styrk okkar að vera drulluóánægðir en sækja samt stig hér í Krikann,“ sagði Björgvin þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Haukar gerðu mörg mistök sóknarlega í síðari hálfleik en Björgvin Páll vildi þó ekki bara kenna því um það sem illa fór. „Þetta var á öllum sviðum. Varnarlega byrjum við illa og fáum á okkur eitthvað af tveimur mínútum. Þegar við komumst í varnargírinn þá fór að opnast fyrir línu og þetta féll ekki alveg með okkur. Hver er sinnar gæfu smiður og við þurfum að einbeita okkur að okkar leik því við viljum gera betur í svona stöðu.“ „Mér fannst við vera komnir með þá en þá gerðum við alltaf einhver mistök í viðbót. Í Haukum er það bara ekkert í boði,“ sagði Björgvin en viðurkenndi að Haukar hefðu sýnt karakter í lokin. „Algjörlega, við spilum ekki frábæran leik en náum þó í stig. Við höldum bara áfram í næsta leik.“ Það var tilkynnt á dögunum að Björgvin Páll gengur til liðs við Val eftir tímabilið en hann skrifaði undir 5 ára samning við Hlíðarendaliðið. „Þetta var erfið ákvörðun en við vinnum þetta faglega. Haukarnir gerðu þetta hrikalega vel, tóku þessu af fagmennsku. Þetta skiptir engu máli því við erum í þessu til að vinna alla leiki. Mig langar bara meira að kveðja liðið með titli, við spýtum enn meira í. Það eina sem er í boði er að vinna, meðal annars að vinna alltaf FH og það skiptir engu máli hvað gerist í sumar,“ sagði Björgvin Páll að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti