Katrín segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2021 12:15 Forsætisráðherra sagðist áfram myndu fylgja ráðum sóttvarnalæknis hvað varðar aðgerðir innanlands. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum en heilbrigðisráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að enginn kæmi til landsins frá og með föstudegi án þess að geta sýnt fram á neikvætt PCR-próf á brottfararstað. Þá verður heimilt að senda fólk í sóttvarnahús í ákveðnum tilvikum, meðal annars ef það greinist með afbrigði af SARS-CoV-2 sem talið er meira smitandi en önnur. „Þingið hefur núna nýlega tryggt heimildir til þess að senda fólk í farsóttarhús ef málefnalegar ástæður eru til þess og það er eðlilegt að slíkri heimild sé beitt ef ástæður eru til þess,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu eftir fundinn. Hún sagði afar traustvekjandi að fara yfir það hvernig sóttvarnakerfið hefði gefist hingað til, þar sem 98 prósent komufarþega væru að skila sér í seinni skimun. „Það eru alveg ótrúlega góðar heimtur úr þessu tvöfalda kerfi sem við höfum verið með.“ Allir sem ferðast milli landa þurfi að hugsa sig vel um PCR-prófið verður viðbót við tvöfalda skimun, að sögn Katrínar. Það má í mesta lagi vera 72 tíma gamalt. Spurð að því hvort ekki sé um að ræða íþyngjandi aðgerðir, til dæmis fyrir Íslendinga sem þurfa að ferðast erlendis, segir Katrín vissulega um auknar kröfur að ræða en mörg ríki væru að taka upp sambærilegar aðgerðir. Sagði hún alla sem ferðuðust milli landa þurfa að hugsa sig vel um. „Það eru margar hindranir í veginum,“ sagði hún. Ísland væri ef til vill það land sem hefði verið með hvað mesta samkvæmni í sínum landamæraaðgerðum. Að sögn forsætisráðherra var ekkert rætt á ríkisstjórnarfundinum um tilslakanir innanlands enda engar tillögur verið lagðar fram þar að lútandi. Staðan gæfi hins vegar ástæðu til bjartsýni. „Síðustu tilslakanir fólu í sér að það er engin starfsemi lokuð í raun og veru, það er öll starfsemi opin en ákveðnar fjöldatakmarkanir. Ég held hins vegar að við eigum að gæta að því að halda áfram með grímuskyldu og fjarlægðarmörk og annað slíkt.“ Katrín sagði að þegar nýtt fyrirkomulag tæki gildi 1. maí yrði meira horft til ástandsins í þeim löndum þaðan sem fólk væri að koma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira
Þá verður heimilt að senda fólk í sóttvarnahús í ákveðnum tilvikum, meðal annars ef það greinist með afbrigði af SARS-CoV-2 sem talið er meira smitandi en önnur. „Þingið hefur núna nýlega tryggt heimildir til þess að senda fólk í farsóttarhús ef málefnalegar ástæður eru til þess og það er eðlilegt að slíkri heimild sé beitt ef ástæður eru til þess,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu eftir fundinn. Hún sagði afar traustvekjandi að fara yfir það hvernig sóttvarnakerfið hefði gefist hingað til, þar sem 98 prósent komufarþega væru að skila sér í seinni skimun. „Það eru alveg ótrúlega góðar heimtur úr þessu tvöfalda kerfi sem við höfum verið með.“ Allir sem ferðast milli landa þurfi að hugsa sig vel um PCR-prófið verður viðbót við tvöfalda skimun, að sögn Katrínar. Það má í mesta lagi vera 72 tíma gamalt. Spurð að því hvort ekki sé um að ræða íþyngjandi aðgerðir, til dæmis fyrir Íslendinga sem þurfa að ferðast erlendis, segir Katrín vissulega um auknar kröfur að ræða en mörg ríki væru að taka upp sambærilegar aðgerðir. Sagði hún alla sem ferðuðust milli landa þurfa að hugsa sig vel um. „Það eru margar hindranir í veginum,“ sagði hún. Ísland væri ef til vill það land sem hefði verið með hvað mesta samkvæmni í sínum landamæraaðgerðum. Að sögn forsætisráðherra var ekkert rætt á ríkisstjórnarfundinum um tilslakanir innanlands enda engar tillögur verið lagðar fram þar að lútandi. Staðan gæfi hins vegar ástæðu til bjartsýni. „Síðustu tilslakanir fólu í sér að það er engin starfsemi lokuð í raun og veru, það er öll starfsemi opin en ákveðnar fjöldatakmarkanir. Ég held hins vegar að við eigum að gæta að því að halda áfram með grímuskyldu og fjarlægðarmörk og annað slíkt.“ Katrín sagði að þegar nýtt fyrirkomulag tæki gildi 1. maí yrði meira horft til ástandsins í þeim löndum þaðan sem fólk væri að koma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira