Frekari tilslakanir innanlands gætu komið til í næstu viku Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 16. febrúar 2021 12:23 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, á von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, um frekar tilslakanir innanlands. Vísir/Vilhelm Frekari tilslakanir innanlands voru ekki ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun að sögn Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hún á þó von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, um afléttingar innanlands á næstu dögum og að frekari tilslakanir gætu þá tekið gildi í næstu viku. „Ég hef talað við sóttvarnalækni um það að næstu skref hljóti að koma bráðlega í tilslökunum innanlands og þær aðgerðir verða þá þær sem við búumst helst við, sem snýst um hámarksfjölda og tiltekna starfsemi og svo framvegis, eins og við höfum áður séð,“ sagði Svandís í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hvenær viljið þið að það komi til framkvæmda? „Ég geri ráð fyrir því að mér muni berast minnisblað frá sóttvarnalækni núna á allra næstu dögum þannig að ég geri ráð fyrir því að fjölmiðlar muni fá veður af því fyrr en seinna,“ sagði Svandís sem svaraði því játandi hvort þetta gæti orðið í næstu viku. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir tíma til kominn að fara í frekari afléttingar hér innanlands. Í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund sagði hún aðalmálið ekki vera hvort hér væri grímuskylda eða ekki heldur að frekar væri verið að opna á ákveðna starfsemi og gera fólki kleift að afla sér tekna. „Og að almenningur finni að hann er búinn að standa sig vel og njóti góðs af því að hér hefur ekki verið samfélagssmit í 25 daga. Þær reglur sem eru í gildi núna, mér finnst kominn tími til að ræða frekari tilslakanir í þeim efnum, já,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún benti til að mynda á að það myndi breyta miklu ef fjöldatakmörk yrðu hækkuð úr tuttugu manns. „Það myndi rýmka fyrir ýmis konar rekstur. Við erum hérna með skíðastarfsemi, fjöll, sem eru á 25% afköstum, upp í fjalli með grímu sem ég held að væri alveg óhætt að opna frekar á. Opnunartími á veitingastöðum, sem ég veit ekkert hvort er til umræðu eða ekki, það er auðvitað töluverð hindrun fyrir þá atvinnustarfsemi og þar fram eftir götunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Ég hef talað við sóttvarnalækni um það að næstu skref hljóti að koma bráðlega í tilslökunum innanlands og þær aðgerðir verða þá þær sem við búumst helst við, sem snýst um hámarksfjölda og tiltekna starfsemi og svo framvegis, eins og við höfum áður séð,“ sagði Svandís í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hvenær viljið þið að það komi til framkvæmda? „Ég geri ráð fyrir því að mér muni berast minnisblað frá sóttvarnalækni núna á allra næstu dögum þannig að ég geri ráð fyrir því að fjölmiðlar muni fá veður af því fyrr en seinna,“ sagði Svandís sem svaraði því játandi hvort þetta gæti orðið í næstu viku. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir tíma til kominn að fara í frekari afléttingar hér innanlands. Í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund sagði hún aðalmálið ekki vera hvort hér væri grímuskylda eða ekki heldur að frekar væri verið að opna á ákveðna starfsemi og gera fólki kleift að afla sér tekna. „Og að almenningur finni að hann er búinn að standa sig vel og njóti góðs af því að hér hefur ekki verið samfélagssmit í 25 daga. Þær reglur sem eru í gildi núna, mér finnst kominn tími til að ræða frekari tilslakanir í þeim efnum, já,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún benti til að mynda á að það myndi breyta miklu ef fjöldatakmörk yrðu hækkuð úr tuttugu manns. „Það myndi rýmka fyrir ýmis konar rekstur. Við erum hérna með skíðastarfsemi, fjöll, sem eru á 25% afköstum, upp í fjalli með grímu sem ég held að væri alveg óhætt að opna frekar á. Opnunartími á veitingastöðum, sem ég veit ekkert hvort er til umræðu eða ekki, það er auðvitað töluverð hindrun fyrir þá atvinnustarfsemi og þar fram eftir götunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira