Klikkaði á víti í Pepsi Max deildinni og fékk sendar morðhótanir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2021 14:16 Óliver Dagur Thorlacius sækir hér að Fylkismanninum Valdimar Þór Ingimundarsyni í leik Gróttu og Fylki síðasta sumar. Vísir/Vilhelm Knattspyrnumaðurinn Óliver Dagur Thorlacius varð heldur betur fyrir óskemmtilegri reynslu í sumar þegar hann spilaði með Gróttu í Pepsi Max deild karla. Óliver Dagur Thorlacius segir frá því í nýju viðtali að hann hafi fengið sendar morðhótanir í gegnum samfélagsmiðla eftir einn leik Gróttu síðasta sumar. Óliver Dagur er 21 árs gamall og uppalinn í KR. Hann hefur spilað með Gróttuliðinu undanfarin sumur þar á meðal á fyrsta tímabili félagsins í efstu deild sumarið 2020. Óliver rifjar upp það sem hann gekk í gegnum eftir að hafa klikkað á vítaspyrnu á 83. mínútu í leik á móti Fylki sem fram fór 29. júní. Þetta var þriðji leikur nýliðanna og þriðja tapið í röð. Liðið hafði ekki enn tekist að skora í leiknum. Óliver Dagur átti möguleika á að skora fyrsta mark Gróttu í efstu deild frá upphafi en Fylkismarkvörðurinn Aron Snær Friðriksson varði vítið frá honum og Fylkir vann leikinn 2-0. Aron Snær Friðriksson ver hér vítið frá Óliver Degi Thorlacius í leiknum á Fylkisvellinum í lok júní.Vísir/Vilhelm „Þegar ég opnaði Instagram tók ég eftir sjö nýjum message requests. Þau voru öll frá einhverjum gaurum sem ég þekkti ekki. Öll skilaboðin voru hótanir. Tvö af skilaboðunum voru send undir alvörunafni en hin fimm voru nafnlaus. Einn þeirra sagði að ég ætti skilið að fá krabbamein, annar sagðist ætla að fótbrjóta alla í liðinu og sá þriðji kallaði mig svindlara og sakaði mig um að hafa klúðrað vítinu viljandi,“ sagði Óliver Dagur Thorlacius í viðtali við veðmálavefinn Coolbet. „Hinir sögðu að ég skuldaði þeim pening og að þeir ætluðu að myrða mig. Það var nokkuð ljóst að þeir höfðu veðjað of stórum upphæðum á leikinn og þessi peningur sem þeim fannst ég hafa tapað fyrir þá hafði greinilega mjög mikil áhrif á þá,“ sagði Óliver Dagur „Grótta fékk bara eitt annað víti á leiktíðinni, og ég var ennþá vítaskytta liðsins. Boltinn var hins vegar tekinn af mér og ég hafði ekki sjálfstraustið til að segja að ég ætlaði að taka vítið, þó mig langaði til þess,“ sagði Óliver en viðtalið má finna hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Sjá meira
Óliver Dagur Thorlacius segir frá því í nýju viðtali að hann hafi fengið sendar morðhótanir í gegnum samfélagsmiðla eftir einn leik Gróttu síðasta sumar. Óliver Dagur er 21 árs gamall og uppalinn í KR. Hann hefur spilað með Gróttuliðinu undanfarin sumur þar á meðal á fyrsta tímabili félagsins í efstu deild sumarið 2020. Óliver rifjar upp það sem hann gekk í gegnum eftir að hafa klikkað á vítaspyrnu á 83. mínútu í leik á móti Fylki sem fram fór 29. júní. Þetta var þriðji leikur nýliðanna og þriðja tapið í röð. Liðið hafði ekki enn tekist að skora í leiknum. Óliver Dagur átti möguleika á að skora fyrsta mark Gróttu í efstu deild frá upphafi en Fylkismarkvörðurinn Aron Snær Friðriksson varði vítið frá honum og Fylkir vann leikinn 2-0. Aron Snær Friðriksson ver hér vítið frá Óliver Degi Thorlacius í leiknum á Fylkisvellinum í lok júní.Vísir/Vilhelm „Þegar ég opnaði Instagram tók ég eftir sjö nýjum message requests. Þau voru öll frá einhverjum gaurum sem ég þekkti ekki. Öll skilaboðin voru hótanir. Tvö af skilaboðunum voru send undir alvörunafni en hin fimm voru nafnlaus. Einn þeirra sagði að ég ætti skilið að fá krabbamein, annar sagðist ætla að fótbrjóta alla í liðinu og sá þriðji kallaði mig svindlara og sakaði mig um að hafa klúðrað vítinu viljandi,“ sagði Óliver Dagur Thorlacius í viðtali við veðmálavefinn Coolbet. „Hinir sögðu að ég skuldaði þeim pening og að þeir ætluðu að myrða mig. Það var nokkuð ljóst að þeir höfðu veðjað of stórum upphæðum á leikinn og þessi peningur sem þeim fannst ég hafa tapað fyrir þá hafði greinilega mjög mikil áhrif á þá,“ sagði Óliver Dagur „Grótta fékk bara eitt annað víti á leiktíðinni, og ég var ennþá vítaskytta liðsins. Boltinn var hins vegar tekinn af mér og ég hafði ekki sjálfstraustið til að segja að ég ætlaði að taka vítið, þó mig langaði til þess,“ sagði Óliver en viðtalið má finna hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast