Klikkaði á víti í Pepsi Max deildinni og fékk sendar morðhótanir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2021 14:16 Óliver Dagur Thorlacius sækir hér að Fylkismanninum Valdimar Þór Ingimundarsyni í leik Gróttu og Fylki síðasta sumar. Vísir/Vilhelm Knattspyrnumaðurinn Óliver Dagur Thorlacius varð heldur betur fyrir óskemmtilegri reynslu í sumar þegar hann spilaði með Gróttu í Pepsi Max deild karla. Óliver Dagur Thorlacius segir frá því í nýju viðtali að hann hafi fengið sendar morðhótanir í gegnum samfélagsmiðla eftir einn leik Gróttu síðasta sumar. Óliver Dagur er 21 árs gamall og uppalinn í KR. Hann hefur spilað með Gróttuliðinu undanfarin sumur þar á meðal á fyrsta tímabili félagsins í efstu deild sumarið 2020. Óliver rifjar upp það sem hann gekk í gegnum eftir að hafa klikkað á vítaspyrnu á 83. mínútu í leik á móti Fylki sem fram fór 29. júní. Þetta var þriðji leikur nýliðanna og þriðja tapið í röð. Liðið hafði ekki enn tekist að skora í leiknum. Óliver Dagur átti möguleika á að skora fyrsta mark Gróttu í efstu deild frá upphafi en Fylkismarkvörðurinn Aron Snær Friðriksson varði vítið frá honum og Fylkir vann leikinn 2-0. Aron Snær Friðriksson ver hér vítið frá Óliver Degi Thorlacius í leiknum á Fylkisvellinum í lok júní.Vísir/Vilhelm „Þegar ég opnaði Instagram tók ég eftir sjö nýjum message requests. Þau voru öll frá einhverjum gaurum sem ég þekkti ekki. Öll skilaboðin voru hótanir. Tvö af skilaboðunum voru send undir alvörunafni en hin fimm voru nafnlaus. Einn þeirra sagði að ég ætti skilið að fá krabbamein, annar sagðist ætla að fótbrjóta alla í liðinu og sá þriðji kallaði mig svindlara og sakaði mig um að hafa klúðrað vítinu viljandi,“ sagði Óliver Dagur Thorlacius í viðtali við veðmálavefinn Coolbet. „Hinir sögðu að ég skuldaði þeim pening og að þeir ætluðu að myrða mig. Það var nokkuð ljóst að þeir höfðu veðjað of stórum upphæðum á leikinn og þessi peningur sem þeim fannst ég hafa tapað fyrir þá hafði greinilega mjög mikil áhrif á þá,“ sagði Óliver Dagur „Grótta fékk bara eitt annað víti á leiktíðinni, og ég var ennþá vítaskytta liðsins. Boltinn var hins vegar tekinn af mér og ég hafði ekki sjálfstraustið til að segja að ég ætlaði að taka vítið, þó mig langaði til þess,“ sagði Óliver en viðtalið má finna hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Óliver Dagur Thorlacius segir frá því í nýju viðtali að hann hafi fengið sendar morðhótanir í gegnum samfélagsmiðla eftir einn leik Gróttu síðasta sumar. Óliver Dagur er 21 árs gamall og uppalinn í KR. Hann hefur spilað með Gróttuliðinu undanfarin sumur þar á meðal á fyrsta tímabili félagsins í efstu deild sumarið 2020. Óliver rifjar upp það sem hann gekk í gegnum eftir að hafa klikkað á vítaspyrnu á 83. mínútu í leik á móti Fylki sem fram fór 29. júní. Þetta var þriðji leikur nýliðanna og þriðja tapið í röð. Liðið hafði ekki enn tekist að skora í leiknum. Óliver Dagur átti möguleika á að skora fyrsta mark Gróttu í efstu deild frá upphafi en Fylkismarkvörðurinn Aron Snær Friðriksson varði vítið frá honum og Fylkir vann leikinn 2-0. Aron Snær Friðriksson ver hér vítið frá Óliver Degi Thorlacius í leiknum á Fylkisvellinum í lok júní.Vísir/Vilhelm „Þegar ég opnaði Instagram tók ég eftir sjö nýjum message requests. Þau voru öll frá einhverjum gaurum sem ég þekkti ekki. Öll skilaboðin voru hótanir. Tvö af skilaboðunum voru send undir alvörunafni en hin fimm voru nafnlaus. Einn þeirra sagði að ég ætti skilið að fá krabbamein, annar sagðist ætla að fótbrjóta alla í liðinu og sá þriðji kallaði mig svindlara og sakaði mig um að hafa klúðrað vítinu viljandi,“ sagði Óliver Dagur Thorlacius í viðtali við veðmálavefinn Coolbet. „Hinir sögðu að ég skuldaði þeim pening og að þeir ætluðu að myrða mig. Það var nokkuð ljóst að þeir höfðu veðjað of stórum upphæðum á leikinn og þessi peningur sem þeim fannst ég hafa tapað fyrir þá hafði greinilega mjög mikil áhrif á þá,“ sagði Óliver Dagur „Grótta fékk bara eitt annað víti á leiktíðinni, og ég var ennþá vítaskytta liðsins. Boltinn var hins vegar tekinn af mér og ég hafði ekki sjálfstraustið til að segja að ég ætlaði að taka vítið, þó mig langaði til þess,“ sagði Óliver en viðtalið má finna hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira