„Gaur sem er að bíða eftir þér“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2021 17:03 Morðið var framið á laugardagskvöld í Rauðagerði. Vísir/Vilhelm Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu á morðinu í Rauðagerði á laugardagskvöld segir að lagt hafi verið hald á nokkra muni við rannsóknina. Hann vill ekki upplýsa hvort skotvopnið sem notað var til að bana albönskum karlmanni á fertugsaldri sé þeirra á meðal. Mikil áhersla sé lögð á málið og það litið alvarlegum augum. Fjórir eru í haldi lögreglu en auk þess hefur lögregla rætt við fjölda vitna að sögn Margeirs. Óhætt er að segja að lögregla haldi spilunum þétt að sér varðandi rannsókn morðsins sem vakið hefur óhug í íslensku samfélagi. Karlmanni var ráðinn bani fyrir utan heimili sitt á laugardagskvöld með skotvopni. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hinn látni skotinn mörgum skotum þar á meðal í höfuðið. Margeir segir rannsókn málsins í upphafi hafa leitt lögreglu til karlmanns sem var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur karlmaður frá Litháen og var handtekinn í íbúð í Garðabæ sem annar karlmaður, sem handtekinn var í gærkvöldi ásamt tveimur erlendum karlmönnum, hefur til umráða. Sá hefur verið titlaður fíkniefnabarónn af lögreglu og nýlegur leki á gögnum í lögreglurannsókn benda til þess að hann hafi verið upplýsingagjafi lögreglu um árabil. Rannsókn málsins beinist meðal annars að því hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Hótun í skilaboðum Fréttablaðið segir í umfjöllun um málið í dag að hinn meinti fíkniefnabarónn hafi haft öryggis síns vegna hóp erlendra karlmanna í kringum sig eftir að gagnalekann. Þá hefur blaðið undir höndum skilaboð frá honum til margdæmds glæpamanns sem hann grunar um að hafa lekið gögnunum. Ljóst er að gagnalekinn setti fíkniefnabaróninn meinta í erfiða stöðu enda ekki vinsælt í undirheimum að veita lögreglu upplýsingar. Mennirnir voru áður vinir og má sjá myndir af þeim tveimur í góðum gír á Facebook áður en kastaðist í kekki milli þeirra. Fréttablaðið segir að skilaboðin hafi verið send fyrir um tveimur vikum. Þar segist hinn meinti fíkniefnabarónn hafa orðið fyrir óbætanlegu tjóni af völdum mannsins og sé því nauðugur kostur að gera honum illt. Skilaboðunum fylgdu, að sögn Fréttablaðsins, mynd af Litháanum sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði og skilaboðin: „Gaur sem er að bíða eftir þér“. Nú tveimur vikum síðar situr karlmaðurinn frá Litháen í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna vegna morðsins á albanska karlmanninum. Litháinn mun samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vera búsettur á Spáni en meintur fíkniefnabarón dvelur stóran hluta ársins í sólinni þar syðra. Rætt við fjölda manns Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn veitir litlar upplýsingar um málið í samtali við fréttastofu. Karlmennirnir þrír sem handteknir voru í gærkvöldi eru enn í haldi til viðbótar við Litháann sem er í gæsluvarðhaldi. Margeir Sveinsson heldur þétt að sér spilunum við rannsókn málsins.Vísir/ArnarHalldórs „Við erum búnir að ræða við fjölda manns, vitni,“ segir Margeir. Þá hafi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitað liðsinnis embætta innanlands sem erlendis. Rannsóknin teygi sig þó enn sem komið er ekki út fyrir landsteinana að sögn Margeirs. Lögregla hafi lagt hald á einhverja muni við rannsókn sína en vill ekki segja til um hvort morðvopnið sé þeirra á meðal. Svör Margeirs við öðrum spurningum fréttastofu eru á sama hátt. „Ég ætla ekki að tjá mig um það.“ Lögreglumál Morð í Rauðagerði Tengdar fréttir „Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina. 16. febrúar 2021 13:01 Þrír handteknir í umfangsmiklum aðgerðum vegna morðsins í Rauðagerði Þrír voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær í tengslum við rannsókn hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. 16. febrúar 2021 10:38 Til marks um „annan veruleika“ ef um uppgjör var að ræða Ef rannsókn leiðir í ljós að manndrápið við Rauðagerði um helgina tengist uppgjöri eða átökum í undirheimum eru það verulega alvarleg tíðindi og til marks um eitthvað sem ekki hefur tilheyrt íslenskum veruleika til þessa, að mati yfirlögregluþjóns. 15. febrúar 2021 20:34 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Sjá meira
Fjórir eru í haldi lögreglu en auk þess hefur lögregla rætt við fjölda vitna að sögn Margeirs. Óhætt er að segja að lögregla haldi spilunum þétt að sér varðandi rannsókn morðsins sem vakið hefur óhug í íslensku samfélagi. Karlmanni var ráðinn bani fyrir utan heimili sitt á laugardagskvöld með skotvopni. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hinn látni skotinn mörgum skotum þar á meðal í höfuðið. Margeir segir rannsókn málsins í upphafi hafa leitt lögreglu til karlmanns sem var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur karlmaður frá Litháen og var handtekinn í íbúð í Garðabæ sem annar karlmaður, sem handtekinn var í gærkvöldi ásamt tveimur erlendum karlmönnum, hefur til umráða. Sá hefur verið titlaður fíkniefnabarónn af lögreglu og nýlegur leki á gögnum í lögreglurannsókn benda til þess að hann hafi verið upplýsingagjafi lögreglu um árabil. Rannsókn málsins beinist meðal annars að því hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Hótun í skilaboðum Fréttablaðið segir í umfjöllun um málið í dag að hinn meinti fíkniefnabarónn hafi haft öryggis síns vegna hóp erlendra karlmanna í kringum sig eftir að gagnalekann. Þá hefur blaðið undir höndum skilaboð frá honum til margdæmds glæpamanns sem hann grunar um að hafa lekið gögnunum. Ljóst er að gagnalekinn setti fíkniefnabaróninn meinta í erfiða stöðu enda ekki vinsælt í undirheimum að veita lögreglu upplýsingar. Mennirnir voru áður vinir og má sjá myndir af þeim tveimur í góðum gír á Facebook áður en kastaðist í kekki milli þeirra. Fréttablaðið segir að skilaboðin hafi verið send fyrir um tveimur vikum. Þar segist hinn meinti fíkniefnabarónn hafa orðið fyrir óbætanlegu tjóni af völdum mannsins og sé því nauðugur kostur að gera honum illt. Skilaboðunum fylgdu, að sögn Fréttablaðsins, mynd af Litháanum sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði og skilaboðin: „Gaur sem er að bíða eftir þér“. Nú tveimur vikum síðar situr karlmaðurinn frá Litháen í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna vegna morðsins á albanska karlmanninum. Litháinn mun samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vera búsettur á Spáni en meintur fíkniefnabarón dvelur stóran hluta ársins í sólinni þar syðra. Rætt við fjölda manns Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn veitir litlar upplýsingar um málið í samtali við fréttastofu. Karlmennirnir þrír sem handteknir voru í gærkvöldi eru enn í haldi til viðbótar við Litháann sem er í gæsluvarðhaldi. Margeir Sveinsson heldur þétt að sér spilunum við rannsókn málsins.Vísir/ArnarHalldórs „Við erum búnir að ræða við fjölda manns, vitni,“ segir Margeir. Þá hafi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitað liðsinnis embætta innanlands sem erlendis. Rannsóknin teygi sig þó enn sem komið er ekki út fyrir landsteinana að sögn Margeirs. Lögregla hafi lagt hald á einhverja muni við rannsókn sína en vill ekki segja til um hvort morðvopnið sé þeirra á meðal. Svör Margeirs við öðrum spurningum fréttastofu eru á sama hátt. „Ég ætla ekki að tjá mig um það.“
Lögreglumál Morð í Rauðagerði Tengdar fréttir „Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina. 16. febrúar 2021 13:01 Þrír handteknir í umfangsmiklum aðgerðum vegna morðsins í Rauðagerði Þrír voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær í tengslum við rannsókn hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. 16. febrúar 2021 10:38 Til marks um „annan veruleika“ ef um uppgjör var að ræða Ef rannsókn leiðir í ljós að manndrápið við Rauðagerði um helgina tengist uppgjöri eða átökum í undirheimum eru það verulega alvarleg tíðindi og til marks um eitthvað sem ekki hefur tilheyrt íslenskum veruleika til þessa, að mati yfirlögregluþjóns. 15. febrúar 2021 20:34 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Sjá meira
„Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina. 16. febrúar 2021 13:01
Þrír handteknir í umfangsmiklum aðgerðum vegna morðsins í Rauðagerði Þrír voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær í tengslum við rannsókn hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. 16. febrúar 2021 10:38
Til marks um „annan veruleika“ ef um uppgjör var að ræða Ef rannsókn leiðir í ljós að manndrápið við Rauðagerði um helgina tengist uppgjöri eða átökum í undirheimum eru það verulega alvarleg tíðindi og til marks um eitthvað sem ekki hefur tilheyrt íslenskum veruleika til þessa, að mati yfirlögregluþjóns. 15. febrúar 2021 20:34