Innlent

Hefur kært úr­skurð héraðs­dóms um gæslu­var­ðhald til Lands­réttar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Mennirnir þrír voru leiddir fyrir dómara  í kvöld. 
Mennirnir þrír voru leiddir fyrir dómara  í kvöld.  Vísir/Vilhelm

Íslenskur karlmaður var í kvöld úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að morðinu á albönskum manni í Rauðagerði á laugardaginn. Hann hafði neitað allri aðild að málinu áður en hann var leiddur fyrir dómara að sögn Steinbergs Finnbogasonar, lögmanns hans.

Úrskurður héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhaldið var strax kærður til Landsréttar enda hefur hann lýst yfir sakleysi sínu. Hann er nú í einangrun.

Tveir menn til viðbótar voru leiddir fyrir dómara í kvöld, þar sem mikill viðbúnaður var, og hefur lögregla farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Mennirnir þrír voru handteknir í gærkvöldi í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu vegna málsins.

Einn maður til viðbótar er í gæsluvarðhaldi en hann var handtekinn strax á laugardagskvöld vegna málsins. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald á sunnudagskvöld til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna.


Tengdar fréttir

„Gaur sem er að bíða eftir þér“

Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu á morðinu í Rauðagerði á laugardagskvöld segir að lagt hafi verið hald á nokkra muni við rannsóknina. Hann vill ekki upplýsa hvort skotvopnið sem notað var til að bana albönskum karlmanni á fertugsaldri sé þeirra á meðal. Mikil áhersla sé lögð á málið og það litið alvarlegum augum.

„Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn

Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×