Mennirnir úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald Eiður Þór Árnason skrifar 16. febrúar 2021 22:57 Mennirnir voru leiddir fyrir dómara í kvöld. Vísir/Vilhelm Þrír karlmenn, tveir á fertugsaldri og einn á fimmtugsaldri, voru í kvöld úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 23. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni en farið var fram á gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í þágu rannsóknar á manndrápi sem átti sér stað í Rauðagerði í Reykjavík um síðustu helgi. Minnst einn mannanna hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð sinn til Landsréttar og neitar allri aðild að málinu. Mennirnir þrír voru leiddir fyrir dómara í kvöld, einn af öðrum, og var lögregla með nokkurn viðbúnað við Héraðsdóm Reykjavíkur á meðan því stóð. Mennirnir voru handteknir í gær í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu vegna málsins. Rannsaka hvort árásin tengist mögulega uppgjöri í undirheimum Einn maður til viðbótar er í gæsluvarðhaldi í tengslum við manndrápsmálið en hann var handtekinn strax á laugardagskvöld. Sá var úrskurðaður í gæsluvarðhald á sunnudagskvöld til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Gerð var húsleit á nokkrum stöðum í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var meðal annars ráðist í aðgerðir á Suðurlandi. Lögregla hefur rætt við fjölda vitna við rannsóknina sem beinist meðal annars að því hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Lögðu hald á nokkra muni Sérsveit ríkislögreglustjóra og önnur lögregluembætti aðstoðuðu við aðgerðirnar í gær. Maðurinn sem skotinn var til bana í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti á laugardagskvöld var frá Albaníu en bjó hér á landi með íslenskri eiginkonu sinni. Saman eiga þau ungt barn og áttu von á öðru barni. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að lagt hafi verið hald á nokkra muni við rannsóknina. Hann vildi ekki upplýsa hvort skotvopnið sem notað var til að bana karlmanninum sé þeirra á meðal. Fréttin hefur verið' uppfærð. Morð í Rauðagerði Lögreglumál Tengdar fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur mönnum í tengslum við morðið í Rauðagerði Lögreglan ætlar að óska eftir gæsluvarðhaldi yfir þremur karlmönnum sem handteknir voru í gær í umfangsmiklum aðgerðum í tengslum við morð sem framið var í Rauðagerði í Reykjavík. Mennirnir verða leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í kvöld. 16. febrúar 2021 18:30 „Gaur sem er að bíða eftir þér“ Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu á morðinu í Rauðagerði á laugardagskvöld segir að lagt hafi verið hald á nokkra muni við rannsóknina. Hann vill ekki upplýsa hvort skotvopnið sem notað var til að bana albönskum karlmanni á fertugsaldri sé þeirra á meðal. Mikil áhersla sé lögð á málið og það litið alvarlegum augum. 16. febrúar 2021 17:03 „Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina. 16. febrúar 2021 13:01 Þrír handteknir í umfangsmiklum aðgerðum vegna morðsins í Rauðagerði Þrír voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær í tengslum við rannsókn hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. 16. febrúar 2021 10:38 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni en farið var fram á gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í þágu rannsóknar á manndrápi sem átti sér stað í Rauðagerði í Reykjavík um síðustu helgi. Minnst einn mannanna hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð sinn til Landsréttar og neitar allri aðild að málinu. Mennirnir þrír voru leiddir fyrir dómara í kvöld, einn af öðrum, og var lögregla með nokkurn viðbúnað við Héraðsdóm Reykjavíkur á meðan því stóð. Mennirnir voru handteknir í gær í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu vegna málsins. Rannsaka hvort árásin tengist mögulega uppgjöri í undirheimum Einn maður til viðbótar er í gæsluvarðhaldi í tengslum við manndrápsmálið en hann var handtekinn strax á laugardagskvöld. Sá var úrskurðaður í gæsluvarðhald á sunnudagskvöld til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Gerð var húsleit á nokkrum stöðum í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var meðal annars ráðist í aðgerðir á Suðurlandi. Lögregla hefur rætt við fjölda vitna við rannsóknina sem beinist meðal annars að því hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Lögðu hald á nokkra muni Sérsveit ríkislögreglustjóra og önnur lögregluembætti aðstoðuðu við aðgerðirnar í gær. Maðurinn sem skotinn var til bana í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti á laugardagskvöld var frá Albaníu en bjó hér á landi með íslenskri eiginkonu sinni. Saman eiga þau ungt barn og áttu von á öðru barni. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að lagt hafi verið hald á nokkra muni við rannsóknina. Hann vildi ekki upplýsa hvort skotvopnið sem notað var til að bana karlmanninum sé þeirra á meðal. Fréttin hefur verið' uppfærð.
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Tengdar fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur mönnum í tengslum við morðið í Rauðagerði Lögreglan ætlar að óska eftir gæsluvarðhaldi yfir þremur karlmönnum sem handteknir voru í gær í umfangsmiklum aðgerðum í tengslum við morð sem framið var í Rauðagerði í Reykjavík. Mennirnir verða leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í kvöld. 16. febrúar 2021 18:30 „Gaur sem er að bíða eftir þér“ Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu á morðinu í Rauðagerði á laugardagskvöld segir að lagt hafi verið hald á nokkra muni við rannsóknina. Hann vill ekki upplýsa hvort skotvopnið sem notað var til að bana albönskum karlmanni á fertugsaldri sé þeirra á meðal. Mikil áhersla sé lögð á málið og það litið alvarlegum augum. 16. febrúar 2021 17:03 „Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina. 16. febrúar 2021 13:01 Þrír handteknir í umfangsmiklum aðgerðum vegna morðsins í Rauðagerði Þrír voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær í tengslum við rannsókn hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. 16. febrúar 2021 10:38 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur mönnum í tengslum við morðið í Rauðagerði Lögreglan ætlar að óska eftir gæsluvarðhaldi yfir þremur karlmönnum sem handteknir voru í gær í umfangsmiklum aðgerðum í tengslum við morð sem framið var í Rauðagerði í Reykjavík. Mennirnir verða leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í kvöld. 16. febrúar 2021 18:30
„Gaur sem er að bíða eftir þér“ Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu á morðinu í Rauðagerði á laugardagskvöld segir að lagt hafi verið hald á nokkra muni við rannsóknina. Hann vill ekki upplýsa hvort skotvopnið sem notað var til að bana albönskum karlmanni á fertugsaldri sé þeirra á meðal. Mikil áhersla sé lögð á málið og það litið alvarlegum augum. 16. febrúar 2021 17:03
„Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina. 16. febrúar 2021 13:01
Þrír handteknir í umfangsmiklum aðgerðum vegna morðsins í Rauðagerði Þrír voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær í tengslum við rannsókn hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. 16. febrúar 2021 10:38