Uppsöfnuð viðhaldsþörf í innviðum upp á 420 milljarða króna Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2021 14:28 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði og Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins tóku þátt í pallborðsumræðum undir stjórn Sigurðar Hannessonar framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Stöð 2/Sigurjón Uppsöfnuð viðhaldsþörf í innviðum landsins er fjögurhundruð og tuttugu milljarðar króna á næstu tíu árum samkvæmt nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga sem kynnt var í morgun. Lítið hefur breyst frá því sams konar skýrsla var gerð fyrir fjórum árum. Skýrsla sem gerð var árið 2017 var sú fyrsta sinna tegundar þar sem upplýsingar um fjárfestingar hins opinbera í innviðum voru dregnar saman á einn stað. Það sem stendur upp úr nú fjórum árum síðar er að viðhaldsþörfin er lang mest í þjóðvega- og sveitarstjórnavegakerfinu. Samkvæmt skýrslunni er staðan þar ívið verri nú en hún var fyrir fjórum árum og ekki horfur á að staðan breytist næstu tíu árin. Nú vanti 110 milljarða í viðhald og uppbyggingu þjóðveganna og fimmtíu til sjötíu milljarða í sveitarstjórnarvegina. Sigurður Ingi Jóhannsson er sannfærður um að næsta ríkisstjórn verði að setja enn meira fé í viðhald vegakerfisins en núverandi stjórn hafi gert þótt hún hafi nánast tvöfaldað framlögin.Stöð 2/Sigurjón Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tók þátt í pallborðsumræðum að kynningu lokinni. Í samtali við fréttastofu sagði hann þetta vissulega vera háar upphæðir og þær hefðu hækkað nokkuð frá síðustu skýrslu. „Sem skýrist annars vegar af því að kerfið er að stækka og hins vegar af því að kröfurnar eru vaxa. Bæði staðlar og kröfur almennings og fyrirtækja til umhverfisins. Þannig að áskorunin stækkar,“ segir Sigurður Ingi. Það jákvæða sé að hægt væri að sýna fram á að verulega hefði verið tekið á í þessum efnum á undanförnum fjórum árum. Ljóst væri að halda yrði áfram á þeirri braut. Þrátt fyrir nýsamþykkta samgönguáætlun á Alþingi segir í skýrslunni að það náist rétt að halda í við núverandi stöðu á næsta áratug. Áfram muni vanta um 14% af landsframleiðslunni í innviðauppbyggingu. Þannig að staðan verði álika slæm eftir tíu ár verði ekki verulega bætt í viðhald og framkvæmdir. Uppsöfnuð viðhaldsþörf á þjóðvegum landsins er upp á 110 milljarða króna og 50 til 70 milljarða á vegum sem heyra undir sveitarfélögin.Vísir/Vilhelm „Viðhaldsþörfin vex þrátt fyrir að við höfum tvöfaldað upphæðina frá árunum 2016/17 úr einhverjum fimm til sex milljörðum í ellefu til tólf milljarða (á ári). Þá þarf enn frekara fjármagn í þennan lið. Auðvitað mun hluti af þeim ný-og stofnframkvæmdum sem við erum að gera koma í stað viðhalds,“ segir samgönguráðherra. Til að mynda þar ný brú væri byggð í stað viðhalds á gamalli og þar sem vegir væru breikkaðir í stað viðhalds. Framkvæmdir sem þessar væru stofnframkvæmdir en ekki viðhald. Hann væri því sannfærður um að árangur muni nást miðað við þær áætlanir sem uppi væru. Það eru sjö mánuðir til alþingiskosninga hinn 25. september í haust. Sigurður Inigi segir það bíða næstu ríkisstjórnar að setja enn meiri fjármuni í viðhaldsframkvæmdir á vegakerfinu. „Já, ég er ekki í neinum vafa um það. Við höfum verið að leggja áherslu á það á þessu kjörtímabili að setja annars vegar fjármagn í þessi mál beint frá ríkissjóði og hins vegar horft út fyrir boxið með samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Við förum líka aðrar leiðir í fjármögnun sem og samvinnuleiðirnar og ég er sannfærður um að menn verða að horfa í vaxandi mæli í þessa átt,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Samgöngur Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18 Borgarstjóri ekki sannfærður um Sundabrú Borgarstjóri er ekki sannfærður um að brú sé rétta lausnin fyrir Sundabraut og segir að jarðgöng séu einnig raunhæfur kostur samkæmt nýrri skýrslu. 4. febrúar 2021 12:06 Gjaldtaka fyrirhuguð á Sundabrú Samgönguráðherra leggur til að ráðist verði í lagningu Sundabrautar með brú frá Holtagörðum yfir í Gufunes. Heildarkostnaður yrði sextíu og níu milljarðar króna og mun hagkvæmari en lagning jarðgangna á þessari leið. 3. febrúar 2021 19:21 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sjá meira
Skýrsla sem gerð var árið 2017 var sú fyrsta sinna tegundar þar sem upplýsingar um fjárfestingar hins opinbera í innviðum voru dregnar saman á einn stað. Það sem stendur upp úr nú fjórum árum síðar er að viðhaldsþörfin er lang mest í þjóðvega- og sveitarstjórnavegakerfinu. Samkvæmt skýrslunni er staðan þar ívið verri nú en hún var fyrir fjórum árum og ekki horfur á að staðan breytist næstu tíu árin. Nú vanti 110 milljarða í viðhald og uppbyggingu þjóðveganna og fimmtíu til sjötíu milljarða í sveitarstjórnarvegina. Sigurður Ingi Jóhannsson er sannfærður um að næsta ríkisstjórn verði að setja enn meira fé í viðhald vegakerfisins en núverandi stjórn hafi gert þótt hún hafi nánast tvöfaldað framlögin.Stöð 2/Sigurjón Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tók þátt í pallborðsumræðum að kynningu lokinni. Í samtali við fréttastofu sagði hann þetta vissulega vera háar upphæðir og þær hefðu hækkað nokkuð frá síðustu skýrslu. „Sem skýrist annars vegar af því að kerfið er að stækka og hins vegar af því að kröfurnar eru vaxa. Bæði staðlar og kröfur almennings og fyrirtækja til umhverfisins. Þannig að áskorunin stækkar,“ segir Sigurður Ingi. Það jákvæða sé að hægt væri að sýna fram á að verulega hefði verið tekið á í þessum efnum á undanförnum fjórum árum. Ljóst væri að halda yrði áfram á þeirri braut. Þrátt fyrir nýsamþykkta samgönguáætlun á Alþingi segir í skýrslunni að það náist rétt að halda í við núverandi stöðu á næsta áratug. Áfram muni vanta um 14% af landsframleiðslunni í innviðauppbyggingu. Þannig að staðan verði álika slæm eftir tíu ár verði ekki verulega bætt í viðhald og framkvæmdir. Uppsöfnuð viðhaldsþörf á þjóðvegum landsins er upp á 110 milljarða króna og 50 til 70 milljarða á vegum sem heyra undir sveitarfélögin.Vísir/Vilhelm „Viðhaldsþörfin vex þrátt fyrir að við höfum tvöfaldað upphæðina frá árunum 2016/17 úr einhverjum fimm til sex milljörðum í ellefu til tólf milljarða (á ári). Þá þarf enn frekara fjármagn í þennan lið. Auðvitað mun hluti af þeim ný-og stofnframkvæmdum sem við erum að gera koma í stað viðhalds,“ segir samgönguráðherra. Til að mynda þar ný brú væri byggð í stað viðhalds á gamalli og þar sem vegir væru breikkaðir í stað viðhalds. Framkvæmdir sem þessar væru stofnframkvæmdir en ekki viðhald. Hann væri því sannfærður um að árangur muni nást miðað við þær áætlanir sem uppi væru. Það eru sjö mánuðir til alþingiskosninga hinn 25. september í haust. Sigurður Inigi segir það bíða næstu ríkisstjórnar að setja enn meiri fjármuni í viðhaldsframkvæmdir á vegakerfinu. „Já, ég er ekki í neinum vafa um það. Við höfum verið að leggja áherslu á það á þessu kjörtímabili að setja annars vegar fjármagn í þessi mál beint frá ríkissjóði og hins vegar horft út fyrir boxið með samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Við förum líka aðrar leiðir í fjármögnun sem og samvinnuleiðirnar og ég er sannfærður um að menn verða að horfa í vaxandi mæli í þessa átt,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Samgöngur Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18 Borgarstjóri ekki sannfærður um Sundabrú Borgarstjóri er ekki sannfærður um að brú sé rétta lausnin fyrir Sundabraut og segir að jarðgöng séu einnig raunhæfur kostur samkæmt nýrri skýrslu. 4. febrúar 2021 12:06 Gjaldtaka fyrirhuguð á Sundabrú Samgönguráðherra leggur til að ráðist verði í lagningu Sundabrautar með brú frá Holtagörðum yfir í Gufunes. Heildarkostnaður yrði sextíu og níu milljarðar króna og mun hagkvæmari en lagning jarðgangna á þessari leið. 3. febrúar 2021 19:21 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sjá meira
Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18
Borgarstjóri ekki sannfærður um Sundabrú Borgarstjóri er ekki sannfærður um að brú sé rétta lausnin fyrir Sundabraut og segir að jarðgöng séu einnig raunhæfur kostur samkæmt nýrri skýrslu. 4. febrúar 2021 12:06
Gjaldtaka fyrirhuguð á Sundabrú Samgönguráðherra leggur til að ráðist verði í lagningu Sundabrautar með brú frá Holtagörðum yfir í Gufunes. Heildarkostnaður yrði sextíu og níu milljarðar króna og mun hagkvæmari en lagning jarðgangna á þessari leið. 3. febrúar 2021 19:21