Almenningur ekki í hættu vegna morðmálsins Birgir Olgeirsson skrifar 17. febrúar 2021 18:26 Alls hafa átta verið handteknir vegna rannsóknar á manndrápi í Rauðagerði um liðna helgi. Lögreglan segir rannsókn málsins eina þá umfangsmestu í seinni tíð en tekur fram að almenningur sé ekki í hættu vegna málsins. Fjórir voru handteknir í aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu eftir að húsleit var gerð á þremur stöðum í gær. „Við höfum þegar tekið ákvörðun um að gera kröfu um þrjá í gæsluvarðhald en við erum ekki búin að taka ákvörðun með þann fjórða,“ segir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki ljóst hver beri ábyrgð á árásinni Þáttur þess fjórða sem handtekinn var í gær er enn til skoðunar og því ekki búið að taka ákvörðun um hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum. Allir fjórir sem voru handteknir í gær eru erlendir aðilar. Einn Íslendingur er á meðal þeirra átta sem hafa verið handteknir vegna rannsóknar málsins. Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins skömmu eftir morðið sem var framið seint á laugardagskvöld. Þrír menn voru handteknir í fyrradag. Tveir þeirra hafa kært ákvörðun um gæsluvarðhald. Margeir segir ekki ljóst hver beri ábyrgð á árásinni. „Það er eitt af því sem við erum að skoða og rannsóknin miðar að. Við erum ekki með það alveg skýrt þó ýmislegt bendi til hver það er, en ég get ekki tjáð mig neitt um það,“ segir Margeir. Ekki er gefið upp hvort skotvopnið sé fundið. Við höfum lagt hald á ýmsa muni, allt frá smámunum og upp í bíla,“ segir Margeir. Njóta aðstoðar Europol og Interpol Lögreglan skoðar hvort málið tengist uppgjöri í undirheimum. „Og við getum lítið sagt um það á þessu stigi. Umfang rannsóknarinnar er mikið. Þetta er með því með stærri rannsóknum í seinni tíð sem við höfum fengist við. Við þurfum okkar tíma til að ná utan um þetta.“ Europol og Interpol aðstoðar lögreglu við upplýsingaöflun vegna rannsóknarinnar. Margeir segir lögreglu hafa heyrt umræðu um það í samfélaginu að almenningur sé mögulega í hættu vegna málsins. „Ef lögreglan hefur vitneskju um að almenningur sé í hættu af hópum eða einstaklingum þá er gripið til ráðstafana. Í þessu máli er það ekki.“ Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Fjórir handteknir til viðbótar vegna morðsins í Rauðagerði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra til viðbótar í þágu rannsóknar hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. Fjórmenningarnir voru handteknir í aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær. 17. febrúar 2021 14:54 Tveir hafa kært til Landsréttar en sá þriðji tók sér frest Tveir þeirra þriggja karlmanna sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Rauðagerði um helgina hafa kært úrskurðinn til Landsréttar. 17. febrúar 2021 10:57 Mennirnir úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald Þrír karlmenn, tveir á fertugsaldri og einn á fimmtugsaldri, voru í kvöld úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 23. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 16. febrúar 2021 22:57 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Fjórir voru handteknir í aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu eftir að húsleit var gerð á þremur stöðum í gær. „Við höfum þegar tekið ákvörðun um að gera kröfu um þrjá í gæsluvarðhald en við erum ekki búin að taka ákvörðun með þann fjórða,“ segir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki ljóst hver beri ábyrgð á árásinni Þáttur þess fjórða sem handtekinn var í gær er enn til skoðunar og því ekki búið að taka ákvörðun um hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum. Allir fjórir sem voru handteknir í gær eru erlendir aðilar. Einn Íslendingur er á meðal þeirra átta sem hafa verið handteknir vegna rannsóknar málsins. Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins skömmu eftir morðið sem var framið seint á laugardagskvöld. Þrír menn voru handteknir í fyrradag. Tveir þeirra hafa kært ákvörðun um gæsluvarðhald. Margeir segir ekki ljóst hver beri ábyrgð á árásinni. „Það er eitt af því sem við erum að skoða og rannsóknin miðar að. Við erum ekki með það alveg skýrt þó ýmislegt bendi til hver það er, en ég get ekki tjáð mig neitt um það,“ segir Margeir. Ekki er gefið upp hvort skotvopnið sé fundið. Við höfum lagt hald á ýmsa muni, allt frá smámunum og upp í bíla,“ segir Margeir. Njóta aðstoðar Europol og Interpol Lögreglan skoðar hvort málið tengist uppgjöri í undirheimum. „Og við getum lítið sagt um það á þessu stigi. Umfang rannsóknarinnar er mikið. Þetta er með því með stærri rannsóknum í seinni tíð sem við höfum fengist við. Við þurfum okkar tíma til að ná utan um þetta.“ Europol og Interpol aðstoðar lögreglu við upplýsingaöflun vegna rannsóknarinnar. Margeir segir lögreglu hafa heyrt umræðu um það í samfélaginu að almenningur sé mögulega í hættu vegna málsins. „Ef lögreglan hefur vitneskju um að almenningur sé í hættu af hópum eða einstaklingum þá er gripið til ráðstafana. Í þessu máli er það ekki.“
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Fjórir handteknir til viðbótar vegna morðsins í Rauðagerði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra til viðbótar í þágu rannsóknar hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. Fjórmenningarnir voru handteknir í aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær. 17. febrúar 2021 14:54 Tveir hafa kært til Landsréttar en sá þriðji tók sér frest Tveir þeirra þriggja karlmanna sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Rauðagerði um helgina hafa kært úrskurðinn til Landsréttar. 17. febrúar 2021 10:57 Mennirnir úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald Þrír karlmenn, tveir á fertugsaldri og einn á fimmtugsaldri, voru í kvöld úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 23. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 16. febrúar 2021 22:57 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Fjórir handteknir til viðbótar vegna morðsins í Rauðagerði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra til viðbótar í þágu rannsóknar hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. Fjórmenningarnir voru handteknir í aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær. 17. febrúar 2021 14:54
Tveir hafa kært til Landsréttar en sá þriðji tók sér frest Tveir þeirra þriggja karlmanna sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Rauðagerði um helgina hafa kært úrskurðinn til Landsréttar. 17. febrúar 2021 10:57
Mennirnir úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald Þrír karlmenn, tveir á fertugsaldri og einn á fimmtugsaldri, voru í kvöld úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 23. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 16. febrúar 2021 22:57