Almenningur ekki í hættu vegna morðmálsins Birgir Olgeirsson skrifar 17. febrúar 2021 18:26 Alls hafa átta verið handteknir vegna rannsóknar á manndrápi í Rauðagerði um liðna helgi. Lögreglan segir rannsókn málsins eina þá umfangsmestu í seinni tíð en tekur fram að almenningur sé ekki í hættu vegna málsins. Fjórir voru handteknir í aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu eftir að húsleit var gerð á þremur stöðum í gær. „Við höfum þegar tekið ákvörðun um að gera kröfu um þrjá í gæsluvarðhald en við erum ekki búin að taka ákvörðun með þann fjórða,“ segir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki ljóst hver beri ábyrgð á árásinni Þáttur þess fjórða sem handtekinn var í gær er enn til skoðunar og því ekki búið að taka ákvörðun um hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum. Allir fjórir sem voru handteknir í gær eru erlendir aðilar. Einn Íslendingur er á meðal þeirra átta sem hafa verið handteknir vegna rannsóknar málsins. Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins skömmu eftir morðið sem var framið seint á laugardagskvöld. Þrír menn voru handteknir í fyrradag. Tveir þeirra hafa kært ákvörðun um gæsluvarðhald. Margeir segir ekki ljóst hver beri ábyrgð á árásinni. „Það er eitt af því sem við erum að skoða og rannsóknin miðar að. Við erum ekki með það alveg skýrt þó ýmislegt bendi til hver það er, en ég get ekki tjáð mig neitt um það,“ segir Margeir. Ekki er gefið upp hvort skotvopnið sé fundið. Við höfum lagt hald á ýmsa muni, allt frá smámunum og upp í bíla,“ segir Margeir. Njóta aðstoðar Europol og Interpol Lögreglan skoðar hvort málið tengist uppgjöri í undirheimum. „Og við getum lítið sagt um það á þessu stigi. Umfang rannsóknarinnar er mikið. Þetta er með því með stærri rannsóknum í seinni tíð sem við höfum fengist við. Við þurfum okkar tíma til að ná utan um þetta.“ Europol og Interpol aðstoðar lögreglu við upplýsingaöflun vegna rannsóknarinnar. Margeir segir lögreglu hafa heyrt umræðu um það í samfélaginu að almenningur sé mögulega í hættu vegna málsins. „Ef lögreglan hefur vitneskju um að almenningur sé í hættu af hópum eða einstaklingum þá er gripið til ráðstafana. Í þessu máli er það ekki.“ Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Fjórir handteknir til viðbótar vegna morðsins í Rauðagerði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra til viðbótar í þágu rannsóknar hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. Fjórmenningarnir voru handteknir í aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær. 17. febrúar 2021 14:54 Tveir hafa kært til Landsréttar en sá þriðji tók sér frest Tveir þeirra þriggja karlmanna sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Rauðagerði um helgina hafa kært úrskurðinn til Landsréttar. 17. febrúar 2021 10:57 Mennirnir úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald Þrír karlmenn, tveir á fertugsaldri og einn á fimmtugsaldri, voru í kvöld úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 23. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 16. febrúar 2021 22:57 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Fleiri fréttir Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Sjá meira
Fjórir voru handteknir í aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu eftir að húsleit var gerð á þremur stöðum í gær. „Við höfum þegar tekið ákvörðun um að gera kröfu um þrjá í gæsluvarðhald en við erum ekki búin að taka ákvörðun með þann fjórða,“ segir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki ljóst hver beri ábyrgð á árásinni Þáttur þess fjórða sem handtekinn var í gær er enn til skoðunar og því ekki búið að taka ákvörðun um hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum. Allir fjórir sem voru handteknir í gær eru erlendir aðilar. Einn Íslendingur er á meðal þeirra átta sem hafa verið handteknir vegna rannsóknar málsins. Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins skömmu eftir morðið sem var framið seint á laugardagskvöld. Þrír menn voru handteknir í fyrradag. Tveir þeirra hafa kært ákvörðun um gæsluvarðhald. Margeir segir ekki ljóst hver beri ábyrgð á árásinni. „Það er eitt af því sem við erum að skoða og rannsóknin miðar að. Við erum ekki með það alveg skýrt þó ýmislegt bendi til hver það er, en ég get ekki tjáð mig neitt um það,“ segir Margeir. Ekki er gefið upp hvort skotvopnið sé fundið. Við höfum lagt hald á ýmsa muni, allt frá smámunum og upp í bíla,“ segir Margeir. Njóta aðstoðar Europol og Interpol Lögreglan skoðar hvort málið tengist uppgjöri í undirheimum. „Og við getum lítið sagt um það á þessu stigi. Umfang rannsóknarinnar er mikið. Þetta er með því með stærri rannsóknum í seinni tíð sem við höfum fengist við. Við þurfum okkar tíma til að ná utan um þetta.“ Europol og Interpol aðstoðar lögreglu við upplýsingaöflun vegna rannsóknarinnar. Margeir segir lögreglu hafa heyrt umræðu um það í samfélaginu að almenningur sé mögulega í hættu vegna málsins. „Ef lögreglan hefur vitneskju um að almenningur sé í hættu af hópum eða einstaklingum þá er gripið til ráðstafana. Í þessu máli er það ekki.“
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Fjórir handteknir til viðbótar vegna morðsins í Rauðagerði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra til viðbótar í þágu rannsóknar hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. Fjórmenningarnir voru handteknir í aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær. 17. febrúar 2021 14:54 Tveir hafa kært til Landsréttar en sá þriðji tók sér frest Tveir þeirra þriggja karlmanna sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Rauðagerði um helgina hafa kært úrskurðinn til Landsréttar. 17. febrúar 2021 10:57 Mennirnir úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald Þrír karlmenn, tveir á fertugsaldri og einn á fimmtugsaldri, voru í kvöld úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 23. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 16. febrúar 2021 22:57 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Fleiri fréttir Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Sjá meira
Fjórir handteknir til viðbótar vegna morðsins í Rauðagerði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra til viðbótar í þágu rannsóknar hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. Fjórmenningarnir voru handteknir í aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær. 17. febrúar 2021 14:54
Tveir hafa kært til Landsréttar en sá þriðji tók sér frest Tveir þeirra þriggja karlmanna sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Rauðagerði um helgina hafa kært úrskurðinn til Landsréttar. 17. febrúar 2021 10:57
Mennirnir úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald Þrír karlmenn, tveir á fertugsaldri og einn á fimmtugsaldri, voru í kvöld úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 23. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 16. febrúar 2021 22:57