Umræða um hálendisþjóðgarð þarfnist lengri tíma Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 13:52 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. vísir/Vilhelm Umræða um stofnun hálendisþjóðgarðs þarfnast lengri tíma að sögn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Það er mín persónulega skoðun að mér fyndist allt í lagi að hugsa, í ljósi umræðu um málið, hvort það sé möguleiki að taka fleiri skref en smærri,“ sagði Þórdís aðspurð um stöðu málsins í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, vísaði til gagnrýni ferðaþjónustuaðila á málið og spurði hvers vegna ráðherra telur óánægjuna svo mikla. Þórdís sagði málið af þeirri stærðargráðu að ekki væri óeðlilegt að afgreiðsla þess taki jafnvel lengri tíma en áætlanir gera ráð fyrir. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, spurði ráðherra um óánægjuraddir innan ferðaþjónustunnar með fyrirhugaðan hálendisþjóðgarð.vísir/vilhelm Kveðið er á um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í desember mælti Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra fyrir frumvarpi þess efnis. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að þjóðgarðurinn nái yfir um þrjátíu prósent landsins, en um helmingur svæðisins nýtur nú þegar verndar. Málið hefur mætt mikilli mótstöðu sveitarfélaga og ferðaþjónustufyrirtækja. Frumvarpið er nú til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd og borist hafa 154 umsagnir um málið. Í flestum ber við neikvæðan tón. Þórdís Kolbrún sagði marga innan ferðaþjónustunnar hlynnta þjóðgarðinum, aðra mjög mótfallna en stórum hluta vanti frekari svör um þýðingu málsins. Meðal annars hvernig fari fyrir úthlutunum á leyfum fyrir starfsemi á sæðinu. Málið þurfi lengri tíma þrátt fyrir að mikil tækifæri felist í stofnun þjóðgarðs á hálendinu. „Það að koma á fót svona stórum þjóðgarði, svona stórum hluta af landinu, þarf auðvitað að vera í sátt og það er okkar verkefni að vinna að því. Það er erfitt að koma á fót risastórum þjóðgarði ef mjög takmörkuð sátt ríkir um það og ég ætla ekki að fullyrða hvernig málin þróast í þeim efnum, en þessi sátt þarf að vera til staðar. Ég held að þetta þurfi tíma og ég er sammála því að það eru margir sem hafa ákveðnar hugmyndir um þjóðgarðinn en vantar svörin og kannski vantar frekari tíma til að kynna sér það,“ sagði Þórdís. Hálendisþjóðgarður Alþingi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, vísaði til gagnrýni ferðaþjónustuaðila á málið og spurði hvers vegna ráðherra telur óánægjuna svo mikla. Þórdís sagði málið af þeirri stærðargráðu að ekki væri óeðlilegt að afgreiðsla þess taki jafnvel lengri tíma en áætlanir gera ráð fyrir. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, spurði ráðherra um óánægjuraddir innan ferðaþjónustunnar með fyrirhugaðan hálendisþjóðgarð.vísir/vilhelm Kveðið er á um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í desember mælti Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra fyrir frumvarpi þess efnis. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að þjóðgarðurinn nái yfir um þrjátíu prósent landsins, en um helmingur svæðisins nýtur nú þegar verndar. Málið hefur mætt mikilli mótstöðu sveitarfélaga og ferðaþjónustufyrirtækja. Frumvarpið er nú til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd og borist hafa 154 umsagnir um málið. Í flestum ber við neikvæðan tón. Þórdís Kolbrún sagði marga innan ferðaþjónustunnar hlynnta þjóðgarðinum, aðra mjög mótfallna en stórum hluta vanti frekari svör um þýðingu málsins. Meðal annars hvernig fari fyrir úthlutunum á leyfum fyrir starfsemi á sæðinu. Málið þurfi lengri tíma þrátt fyrir að mikil tækifæri felist í stofnun þjóðgarðs á hálendinu. „Það að koma á fót svona stórum þjóðgarði, svona stórum hluta af landinu, þarf auðvitað að vera í sátt og það er okkar verkefni að vinna að því. Það er erfitt að koma á fót risastórum þjóðgarði ef mjög takmörkuð sátt ríkir um það og ég ætla ekki að fullyrða hvernig málin þróast í þeim efnum, en þessi sátt þarf að vera til staðar. Ég held að þetta þurfi tíma og ég er sammála því að það eru margir sem hafa ákveðnar hugmyndir um þjóðgarðinn en vantar svörin og kannski vantar frekari tíma til að kynna sér það,“ sagði Þórdís.
Hálendisþjóðgarður Alþingi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira