Viðskipti innlent

Ásthildur Margrét hættir í stjórn Marel

Jakob Bjarnar skrifar
Ásthildur Otharsdóttir stjórnarformaður Marel ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn fyrirtækisins.
Ásthildur Otharsdóttir stjórnarformaður Marel ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn fyrirtækisins.

Ásthildur Margrét Otharsdóttir, stjórnarformaður Marel, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn fyrirtækisins.

Viðskiptablaðið greinir frá þessu en þar segir jafnframt að stjórn Marels leggi til að að Svafa Grönfeldt taki sæti í stjórni sem að öðru leyti haldist óbreytt. Aðrir stjórnarmenn eru: Ann Elisabeth Savage, Arnar Þór Másson, Ástvaldur Jóhannsson, Lillie Li Valeur, Ólafur Steinn Guðmundsson og Ton van der Laan.

Ásthildur Margrét hefur verið í stjórn Marel allt frá 2010 og stjórnarformaður síðustu átta árin. Ekki kemur fram hvers vegna hún kýs ekki að gefa kost á sér áfram en aðalfundur verður haldinn 17. mars og liggur fyrir tillaga um að 41 milljón evra, rúmlega sex milljarðar króna, verði greiddir út í arð, sem er 40 prósent hagnaðar síðasta árs.

Ásthildur var í viðtali við Atvinnulíf Vísis í samantekt um stöðu fyrirtækja nú um mundir og spurt var hvort fyrirtækjarekstur almennt í dag glími við fleiri áskoranir en áður eða hvort álag á fyrirtækjarekstur sambærilegt nú og áður fyrr? Ásthildur Margrét svaraði þeirri spurningum með því að segja að klisjan „við höfum alltaf gert þetta svona“ sé ekki lengur í boði.

„Samfélagslegar kröfur til fyrirtækja eru að breytast og hlutverk þeirra er orðið óskýrara. Áður snérist það um að gæta hagsmuna eigenda. Nú eru hagsmunir fleiri aðila komnir inn í jöfnuna. Starfsfólk staldrar almennt styttra við og við gerum kröfur um meira en mánaðarlegan launatékka. Við viljum stærri tilgang með störfum okkar,“ sagði Ásthildur þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×