Atvinnuleysi „eitur í beinum Íslendinga“ Sylvía Hall skrifar 18. febrúar 2021 23:04 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir hlutfallslegt vægi ferðaþjónustu hér á landi skýra að vissu marki hvers vegna atvinnuleysi er hærra hér á landi en á Norðurlöndunum. Allar spár geri þó ráð fyrir því að greinin nái vopnum sínum fljótt aftur þegar kórónuveirufaraldrinum lýkur, sem komi til með að hafa jákvæð áhrif á atvinnustig í landinu. „Ég var á fundi Þjóðhagsráðs í gær og þar var meðal annars verið að ræða stöðuna í atvinnumálum og það eru allir aðilar sem að þessu koma sammála um það að atvinnuleysi sé algjört eitur í beinum Íslendinga og að það hljóti að vera sameiginlegt markmið okkar núna á næstu vikum, mánuðum og misserum að draga verulega úr þessu atvinnuleysi samhliða hækkandi sól,“ segir Halldór, en hann ræddi stöðuna á vinnumarkaði í Reykjavík síðdegis í dag. Atvinnuleysið er sögulega hátt um þessar mundir og segir Halldór margar aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því að sporna gegn frekara atvinnuleysi. Til að mynda bjóðist fyrirtækjum svokallaður ráðningastyrkur til þess að ráða inn fólk af atvinnuleysisskrá sem ella yrði ekki ráðið. Íslenskt hagkerfi fjölbreyttara en nokkru sinni fyrr Halldór segir enga furðu vekja að ferðaþjónustan sé fyrirferðarmikil í umræðunni enda hafi vöxtur hennar verið mikill undanfarin ár. Íslenskt hagkerfi, sem áður hafi verið nokkuð einsleitt, sé þó fjölbreyttara nú en nokkru sinni fyrr. „Við getum farið aftur um fimmtíu ár, þegar stóriðjan var að hasla sér völl. Núna eru þessar stoðir undir útflutningsgreinarnar okkar orðnar þrjár, fjórar hið minnsta. Þær hafa líka tekið miklum breytingum á undanförnum árum,“ segir Halldór, sem er þó bjartsýnn á framhaldið. „Allar spár gera ráð fyrir því að ferðaþjónustan verði tiltölulega fljót að ná vopnum sínum á nýjan leik þegar kófinu lýkur. Það má rekja lungann af þessu atvinnuleysi sem við erum að horfa á núna til nákvæmlega þessa.“ „Afskaplega óskynsamlegt“ að hækka laun við núverandi aðstæður Nýir kjarasamningar tóku gildi um áramótin með tilheyrandi launahækkunum og segir Halldór Ísland ganga lengst í þeim efnum af nágrannalöndunum. Að hans mati sé það óskynsamleg ráðstöfun þegar atvinnuleysi er svo hátt. „Ég hef sagt að það sé afskaplega óskynsamleg ráðstöfun og það er ekki verið að gera það annars staðar í kringum okkur í þeim mæli sem við erum að gera. Enda hef ég, og Samtök atvinnulífsins, reynt að leggja ríka áherslu á það að þetta sé beinlínis óskynsamlegt í þessu árferði og að það sé mikilvægara að reyna að tryggja sem flestum vinnu.“ Aðspurður hvort það sé áhyggjuefni að fólk, sem áður starfaði í greinum sem nú eiga undir högg að sækja, hafi farið í önnur störf segist hann ekki vera þeirrar skoðunar. Það sé mun frekar jákvætt. „Þetta er einn af göldrum þessa frjálsa markaðshagkerfis sem við búum í, það er hreyfanleiki milli starfa og á milli atvinnugreina. Þegar vel gengur í einni grein, þá kemur fólk úr öðrum atvinnugreinum og haslar sér völl í þeirri grein og öfugt; þegar harðnar á dalnum þá eru einhverjir sem fara úr þeirri atvinnugrein sem þeir stunduðu áður og freista gæfunnar á öðrum vettvangi. Ég lít ekki á þetta sem veikleika eða vandamál, heldur styrkleika markaðshagkerfisins og ástæðu þess að hagkerfið er í raun svo lífvænlegt.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Halldór Benjamín. Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
„Ég var á fundi Þjóðhagsráðs í gær og þar var meðal annars verið að ræða stöðuna í atvinnumálum og það eru allir aðilar sem að þessu koma sammála um það að atvinnuleysi sé algjört eitur í beinum Íslendinga og að það hljóti að vera sameiginlegt markmið okkar núna á næstu vikum, mánuðum og misserum að draga verulega úr þessu atvinnuleysi samhliða hækkandi sól,“ segir Halldór, en hann ræddi stöðuna á vinnumarkaði í Reykjavík síðdegis í dag. Atvinnuleysið er sögulega hátt um þessar mundir og segir Halldór margar aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því að sporna gegn frekara atvinnuleysi. Til að mynda bjóðist fyrirtækjum svokallaður ráðningastyrkur til þess að ráða inn fólk af atvinnuleysisskrá sem ella yrði ekki ráðið. Íslenskt hagkerfi fjölbreyttara en nokkru sinni fyrr Halldór segir enga furðu vekja að ferðaþjónustan sé fyrirferðarmikil í umræðunni enda hafi vöxtur hennar verið mikill undanfarin ár. Íslenskt hagkerfi, sem áður hafi verið nokkuð einsleitt, sé þó fjölbreyttara nú en nokkru sinni fyrr. „Við getum farið aftur um fimmtíu ár, þegar stóriðjan var að hasla sér völl. Núna eru þessar stoðir undir útflutningsgreinarnar okkar orðnar þrjár, fjórar hið minnsta. Þær hafa líka tekið miklum breytingum á undanförnum árum,“ segir Halldór, sem er þó bjartsýnn á framhaldið. „Allar spár gera ráð fyrir því að ferðaþjónustan verði tiltölulega fljót að ná vopnum sínum á nýjan leik þegar kófinu lýkur. Það má rekja lungann af þessu atvinnuleysi sem við erum að horfa á núna til nákvæmlega þessa.“ „Afskaplega óskynsamlegt“ að hækka laun við núverandi aðstæður Nýir kjarasamningar tóku gildi um áramótin með tilheyrandi launahækkunum og segir Halldór Ísland ganga lengst í þeim efnum af nágrannalöndunum. Að hans mati sé það óskynsamleg ráðstöfun þegar atvinnuleysi er svo hátt. „Ég hef sagt að það sé afskaplega óskynsamleg ráðstöfun og það er ekki verið að gera það annars staðar í kringum okkur í þeim mæli sem við erum að gera. Enda hef ég, og Samtök atvinnulífsins, reynt að leggja ríka áherslu á það að þetta sé beinlínis óskynsamlegt í þessu árferði og að það sé mikilvægara að reyna að tryggja sem flestum vinnu.“ Aðspurður hvort það sé áhyggjuefni að fólk, sem áður starfaði í greinum sem nú eiga undir högg að sækja, hafi farið í önnur störf segist hann ekki vera þeirrar skoðunar. Það sé mun frekar jákvætt. „Þetta er einn af göldrum þessa frjálsa markaðshagkerfis sem við búum í, það er hreyfanleiki milli starfa og á milli atvinnugreina. Þegar vel gengur í einni grein, þá kemur fólk úr öðrum atvinnugreinum og haslar sér völl í þeirri grein og öfugt; þegar harðnar á dalnum þá eru einhverjir sem fara úr þeirri atvinnugrein sem þeir stunduðu áður og freista gæfunnar á öðrum vettvangi. Ég lít ekki á þetta sem veikleika eða vandamál, heldur styrkleika markaðshagkerfisins og ástæðu þess að hagkerfið er í raun svo lífvænlegt.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Halldór Benjamín.
Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira