Atvinnuleysi „eitur í beinum Íslendinga“ Sylvía Hall skrifar 18. febrúar 2021 23:04 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir hlutfallslegt vægi ferðaþjónustu hér á landi skýra að vissu marki hvers vegna atvinnuleysi er hærra hér á landi en á Norðurlöndunum. Allar spár geri þó ráð fyrir því að greinin nái vopnum sínum fljótt aftur þegar kórónuveirufaraldrinum lýkur, sem komi til með að hafa jákvæð áhrif á atvinnustig í landinu. „Ég var á fundi Þjóðhagsráðs í gær og þar var meðal annars verið að ræða stöðuna í atvinnumálum og það eru allir aðilar sem að þessu koma sammála um það að atvinnuleysi sé algjört eitur í beinum Íslendinga og að það hljóti að vera sameiginlegt markmið okkar núna á næstu vikum, mánuðum og misserum að draga verulega úr þessu atvinnuleysi samhliða hækkandi sól,“ segir Halldór, en hann ræddi stöðuna á vinnumarkaði í Reykjavík síðdegis í dag. Atvinnuleysið er sögulega hátt um þessar mundir og segir Halldór margar aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því að sporna gegn frekara atvinnuleysi. Til að mynda bjóðist fyrirtækjum svokallaður ráðningastyrkur til þess að ráða inn fólk af atvinnuleysisskrá sem ella yrði ekki ráðið. Íslenskt hagkerfi fjölbreyttara en nokkru sinni fyrr Halldór segir enga furðu vekja að ferðaþjónustan sé fyrirferðarmikil í umræðunni enda hafi vöxtur hennar verið mikill undanfarin ár. Íslenskt hagkerfi, sem áður hafi verið nokkuð einsleitt, sé þó fjölbreyttara nú en nokkru sinni fyrr. „Við getum farið aftur um fimmtíu ár, þegar stóriðjan var að hasla sér völl. Núna eru þessar stoðir undir útflutningsgreinarnar okkar orðnar þrjár, fjórar hið minnsta. Þær hafa líka tekið miklum breytingum á undanförnum árum,“ segir Halldór, sem er þó bjartsýnn á framhaldið. „Allar spár gera ráð fyrir því að ferðaþjónustan verði tiltölulega fljót að ná vopnum sínum á nýjan leik þegar kófinu lýkur. Það má rekja lungann af þessu atvinnuleysi sem við erum að horfa á núna til nákvæmlega þessa.“ „Afskaplega óskynsamlegt“ að hækka laun við núverandi aðstæður Nýir kjarasamningar tóku gildi um áramótin með tilheyrandi launahækkunum og segir Halldór Ísland ganga lengst í þeim efnum af nágrannalöndunum. Að hans mati sé það óskynsamleg ráðstöfun þegar atvinnuleysi er svo hátt. „Ég hef sagt að það sé afskaplega óskynsamleg ráðstöfun og það er ekki verið að gera það annars staðar í kringum okkur í þeim mæli sem við erum að gera. Enda hef ég, og Samtök atvinnulífsins, reynt að leggja ríka áherslu á það að þetta sé beinlínis óskynsamlegt í þessu árferði og að það sé mikilvægara að reyna að tryggja sem flestum vinnu.“ Aðspurður hvort það sé áhyggjuefni að fólk, sem áður starfaði í greinum sem nú eiga undir högg að sækja, hafi farið í önnur störf segist hann ekki vera þeirrar skoðunar. Það sé mun frekar jákvætt. „Þetta er einn af göldrum þessa frjálsa markaðshagkerfis sem við búum í, það er hreyfanleiki milli starfa og á milli atvinnugreina. Þegar vel gengur í einni grein, þá kemur fólk úr öðrum atvinnugreinum og haslar sér völl í þeirri grein og öfugt; þegar harðnar á dalnum þá eru einhverjir sem fara úr þeirri atvinnugrein sem þeir stunduðu áður og freista gæfunnar á öðrum vettvangi. Ég lít ekki á þetta sem veikleika eða vandamál, heldur styrkleika markaðshagkerfisins og ástæðu þess að hagkerfið er í raun svo lífvænlegt.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Halldór Benjamín. Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
„Ég var á fundi Þjóðhagsráðs í gær og þar var meðal annars verið að ræða stöðuna í atvinnumálum og það eru allir aðilar sem að þessu koma sammála um það að atvinnuleysi sé algjört eitur í beinum Íslendinga og að það hljóti að vera sameiginlegt markmið okkar núna á næstu vikum, mánuðum og misserum að draga verulega úr þessu atvinnuleysi samhliða hækkandi sól,“ segir Halldór, en hann ræddi stöðuna á vinnumarkaði í Reykjavík síðdegis í dag. Atvinnuleysið er sögulega hátt um þessar mundir og segir Halldór margar aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því að sporna gegn frekara atvinnuleysi. Til að mynda bjóðist fyrirtækjum svokallaður ráðningastyrkur til þess að ráða inn fólk af atvinnuleysisskrá sem ella yrði ekki ráðið. Íslenskt hagkerfi fjölbreyttara en nokkru sinni fyrr Halldór segir enga furðu vekja að ferðaþjónustan sé fyrirferðarmikil í umræðunni enda hafi vöxtur hennar verið mikill undanfarin ár. Íslenskt hagkerfi, sem áður hafi verið nokkuð einsleitt, sé þó fjölbreyttara nú en nokkru sinni fyrr. „Við getum farið aftur um fimmtíu ár, þegar stóriðjan var að hasla sér völl. Núna eru þessar stoðir undir útflutningsgreinarnar okkar orðnar þrjár, fjórar hið minnsta. Þær hafa líka tekið miklum breytingum á undanförnum árum,“ segir Halldór, sem er þó bjartsýnn á framhaldið. „Allar spár gera ráð fyrir því að ferðaþjónustan verði tiltölulega fljót að ná vopnum sínum á nýjan leik þegar kófinu lýkur. Það má rekja lungann af þessu atvinnuleysi sem við erum að horfa á núna til nákvæmlega þessa.“ „Afskaplega óskynsamlegt“ að hækka laun við núverandi aðstæður Nýir kjarasamningar tóku gildi um áramótin með tilheyrandi launahækkunum og segir Halldór Ísland ganga lengst í þeim efnum af nágrannalöndunum. Að hans mati sé það óskynsamleg ráðstöfun þegar atvinnuleysi er svo hátt. „Ég hef sagt að það sé afskaplega óskynsamleg ráðstöfun og það er ekki verið að gera það annars staðar í kringum okkur í þeim mæli sem við erum að gera. Enda hef ég, og Samtök atvinnulífsins, reynt að leggja ríka áherslu á það að þetta sé beinlínis óskynsamlegt í þessu árferði og að það sé mikilvægara að reyna að tryggja sem flestum vinnu.“ Aðspurður hvort það sé áhyggjuefni að fólk, sem áður starfaði í greinum sem nú eiga undir högg að sækja, hafi farið í önnur störf segist hann ekki vera þeirrar skoðunar. Það sé mun frekar jákvætt. „Þetta er einn af göldrum þessa frjálsa markaðshagkerfis sem við búum í, það er hreyfanleiki milli starfa og á milli atvinnugreina. Þegar vel gengur í einni grein, þá kemur fólk úr öðrum atvinnugreinum og haslar sér völl í þeirri grein og öfugt; þegar harðnar á dalnum þá eru einhverjir sem fara úr þeirri atvinnugrein sem þeir stunduðu áður og freista gæfunnar á öðrum vettvangi. Ég lít ekki á þetta sem veikleika eða vandamál, heldur styrkleika markaðshagkerfisins og ástæðu þess að hagkerfið er í raun svo lífvænlegt.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Halldór Benjamín.
Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira