Farbann meints barnaníðings staðfest Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2021 15:42 Rannsókn málsins er hraðað sem kostur er. vísir/vilhelm Erlendur ríkisborgari hefur verið kyrrsettur á Íslandi til fimmtudags 6. maí á þessu ári vegna gruns um kynferðisbrots gegn barni. Maðurinn vildi ekki una dómi héraðsdóms sem féll á þessa leið en Landsréttur staðfesti hann hins vegar á þriðjudaginn. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn sé erlendur ríkisborgari en hafi starfað á landinu frá árinu 2008. Samkvæmt framburði hans hjá lögreglu á hann kærustu og hafi hugsað sér að vera hér á landi í tvö ár til viðbótar. Landsréttur metur það svo að tengsl mannsins við landið séu takmörkuð og megi ætla að hann vilji koma sér undan málsókn eða fullnustu refsingar verði honum ekki gert að sæta farbanni. Hellti áfengi í stúlkuna og misnotaði Í úrskurði Héraðsdóms frá 11. febrúar 2021 kemur fram að brotaþoli, sem er stúlka, hafi ásamt foreldrum tilkynnt um brot gegn henni. Brotið mun hafa átt sér stað 5. janúar síðastliðinn. Í framburði hjá lögreglu greindi barnið frá því að hún hafi átt í talsverðum samskiptum við manninn í síma og á samfélagsmiðlum. Hann bauð henni heim til sín 4. janúar, gefið henni áfengi og reynt að kyssa hana, nokkuð sem hún vildi ekki. Þá bað hann stúlkuna um nektarmyndir af henni sem hún hafnaði. Næsta dag bauð hann henni aftur heim til sín sem hún þáði. Við það tækifæri gaf hann henni bjór, hellti ítrekað í glas hennar. Svo vitnað sé beint í dóm úrskurð héraðsdóms: „Þá hafi hann brotið á henni kynferðislega með því að hafa við hana munnmök, beðið hana um að hafa munnmök við sig, fróað sér yfir hana og loks haft við hana samfarir þar sem hann notaði smokk.“ Kvaðst ekki hafa vitað að stúlkan væri þetta gömul Foreldrar báru að brotaþoli hafi verið undir töluverðum áhrifum áfengis þegar hún var sótt utandyra eftir að hafa verið þar. Næsta dag lýsti hún atburðum fyrir foreldrum. Foreldrarnir höfðu þá samband við manninn sem reifst og þrætti fyrir en viðurkenndi þó við það tækifæri að þekkja stúlkuna. Lögregla fór á vettvang og fann þar meðal annars smokk í rusli hússins og bjórdósir í herbergi hans. Þar voru einnig handlagðir aðrir munir svo sem fartölva og farsími. Kærði játaði að hafa haft samfarir og önnur kynferðismök við brotaþola en þvertók fyrir að hafa brotið á stúlkunni og sagðist ekki hafa vitað hversu gömul hún er. Í dómnum hefur verið strikað yfir umræddan aldur. Málið er til rannsóknar og verður þeirri rannsókn hraðað sem kostur er. Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Maðurinn vildi ekki una dómi héraðsdóms sem féll á þessa leið en Landsréttur staðfesti hann hins vegar á þriðjudaginn. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn sé erlendur ríkisborgari en hafi starfað á landinu frá árinu 2008. Samkvæmt framburði hans hjá lögreglu á hann kærustu og hafi hugsað sér að vera hér á landi í tvö ár til viðbótar. Landsréttur metur það svo að tengsl mannsins við landið séu takmörkuð og megi ætla að hann vilji koma sér undan málsókn eða fullnustu refsingar verði honum ekki gert að sæta farbanni. Hellti áfengi í stúlkuna og misnotaði Í úrskurði Héraðsdóms frá 11. febrúar 2021 kemur fram að brotaþoli, sem er stúlka, hafi ásamt foreldrum tilkynnt um brot gegn henni. Brotið mun hafa átt sér stað 5. janúar síðastliðinn. Í framburði hjá lögreglu greindi barnið frá því að hún hafi átt í talsverðum samskiptum við manninn í síma og á samfélagsmiðlum. Hann bauð henni heim til sín 4. janúar, gefið henni áfengi og reynt að kyssa hana, nokkuð sem hún vildi ekki. Þá bað hann stúlkuna um nektarmyndir af henni sem hún hafnaði. Næsta dag bauð hann henni aftur heim til sín sem hún þáði. Við það tækifæri gaf hann henni bjór, hellti ítrekað í glas hennar. Svo vitnað sé beint í dóm úrskurð héraðsdóms: „Þá hafi hann brotið á henni kynferðislega með því að hafa við hana munnmök, beðið hana um að hafa munnmök við sig, fróað sér yfir hana og loks haft við hana samfarir þar sem hann notaði smokk.“ Kvaðst ekki hafa vitað að stúlkan væri þetta gömul Foreldrar báru að brotaþoli hafi verið undir töluverðum áhrifum áfengis þegar hún var sótt utandyra eftir að hafa verið þar. Næsta dag lýsti hún atburðum fyrir foreldrum. Foreldrarnir höfðu þá samband við manninn sem reifst og þrætti fyrir en viðurkenndi þó við það tækifæri að þekkja stúlkuna. Lögregla fór á vettvang og fann þar meðal annars smokk í rusli hússins og bjórdósir í herbergi hans. Þar voru einnig handlagðir aðrir munir svo sem fartölva og farsími. Kærði játaði að hafa haft samfarir og önnur kynferðismök við brotaþola en þvertók fyrir að hafa brotið á stúlkunni og sagðist ekki hafa vitað hversu gömul hún er. Í dómnum hefur verið strikað yfir umræddan aldur. Málið er til rannsóknar og verður þeirri rannsókn hraðað sem kostur er.
Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira