Málin gegn Ólafi Helga og tveimur starfsmönnum felld niður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2021 15:57 Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/SigurjónÓ Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál gegn fyrrverandi Lögreglustjóranum á Suðurnesjum og tveimur starfsmönnum embættisins, saksóknarfulltrúa annars vegar og skjalastjóra hins vegar. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi. Aðilar málsins hafi fengið staðfestingu þess efnis send Málin eru angi af hörðum deilum sem verið hafa á skrifstofu embættisins undanfarin misseri þar sem fléttast saman ásakanir um einelti, veikindaleyfi, ólögmætar uppsagnir, hallarbyltingu og tilfærslur í starfi. Lögmaður starfsmannanna tveggja fagnar niðurstöðunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru starfsmennirnir sakaðir um gagnaleka með því að hafa afhent þriðja aðila niðurstöðu fagráðs við eineltiskvörtunum þeirra. Starfsmennirnir tveir sökuðu meðal annars Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, yfirlögfræðing á ákærusviði embættisins, og mannauðsstjóra hjá embættinu um einelti. „Það er með öllu óþolandi að tvær saklausar konur, sem ekkert hafa til saka unnið annað en að vinna vinnuna sína, séu sakaðar um ólöglegt athæfi, þegar það blasir við öllum að þetta er hluti af miklu stærra og flóknara eineltismáli,“ segir Sara Ýrr Jónsdóttir, lögmaður kvennanna. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður kvennanna, fagnar niðurstöðunni.Íris Dögg Einarsdóttir „Það þurfti að hafa fyrir því, en það er ánægjuleg niðurstaða að málið sé fellt niður og ég sem verjandi fagna því fyrir hönd kvennanna tveggja að hið opinbera hafi loks áttað sig á hinum raunverulega málatilbúnaði.“ Fréttablaðið fjallaði ítarlega um málið í sumar. Þar kom fram að kvartanirnar vegna eineltis hefðu borist Ólafi Helga í byrjun júní, fagráðið tekið þær fyrir 20. júní og meintir eineltisgerendur boðaðir á fund nokkrum dögum síðar. Ólafur var sakaður um trúnaðarbrot í starfi með því að hafa sent dómsmálaráðuneytinu bréf þar sem hann setti spurningamerki við að tveir starfsmenn embættisins, þeirra á meðal Alda Hrönn, hefðu farið í veikindaleyfi á sama tíma. Sagði hann starfsmennina hafa farið í leyfi án þess að ræða við sig. Hann hefði raunar fengið þær upplýsingar í sjálfvirku svari við tölvupósti. Starfsmennirnir tveir og Ólafur Helgi voru kærð til héraðssaksóknara þann 1. október síðastliðinn samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá var Grímur Hergeirsson starfandi lögreglustjóri á Suðurnesjum eftir að Ólafur Helgi lét af störfum. Ólafur Helgi starfar nú sem sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu. Starfsmennirnir tveir og Ólafur Helgi voru send í launað leyfi frá störfum sínum í nóvember. Reikna má með því að þau snúi aftur til starfa nú þegar málið hefur verið fellt niður. Háævarar deilur voru á skrifstofu Lögreglustjórans á Suðurnesjum í sumar og samstarfsörðugleikar miklir eins og fram hefur komið. Ólafur Helgi var færður úr starfinu í ágúst og Úlfar Lúðvíksson tók við því í nóvember. Auglýst var eftir nýjum mannauðsstjóra í lok október. Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Ólafur Helgi kallaður til yfirheyrslu Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum og núverandi sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, hefur verið kallaður til yfirheyrslu vegna rannsóknar héraðssaksóknara. 3. desember 2020 06:35 Ólafur Helgi vill að veikindaleyfi yfirmanna verði skoðuð nánar af ráðuneytinu Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikindaleyfi Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings embættisins, og Helga Þ. Kristjánssonar, mannauðsstjóra embættisins, verði skoðuð nánar af dómsmáráðuneytinu. 20. ágúst 2020 13:11 Dómsmálaráðherra bað Ólaf um að láta af störfum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi það við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um að hann léti af störfum en hann hefur ekki orðið við því. 23. júlí 2020 18:09 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi. Aðilar málsins hafi fengið staðfestingu þess efnis send Málin eru angi af hörðum deilum sem verið hafa á skrifstofu embættisins undanfarin misseri þar sem fléttast saman ásakanir um einelti, veikindaleyfi, ólögmætar uppsagnir, hallarbyltingu og tilfærslur í starfi. Lögmaður starfsmannanna tveggja fagnar niðurstöðunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru starfsmennirnir sakaðir um gagnaleka með því að hafa afhent þriðja aðila niðurstöðu fagráðs við eineltiskvörtunum þeirra. Starfsmennirnir tveir sökuðu meðal annars Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, yfirlögfræðing á ákærusviði embættisins, og mannauðsstjóra hjá embættinu um einelti. „Það er með öllu óþolandi að tvær saklausar konur, sem ekkert hafa til saka unnið annað en að vinna vinnuna sína, séu sakaðar um ólöglegt athæfi, þegar það blasir við öllum að þetta er hluti af miklu stærra og flóknara eineltismáli,“ segir Sara Ýrr Jónsdóttir, lögmaður kvennanna. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður kvennanna, fagnar niðurstöðunni.Íris Dögg Einarsdóttir „Það þurfti að hafa fyrir því, en það er ánægjuleg niðurstaða að málið sé fellt niður og ég sem verjandi fagna því fyrir hönd kvennanna tveggja að hið opinbera hafi loks áttað sig á hinum raunverulega málatilbúnaði.“ Fréttablaðið fjallaði ítarlega um málið í sumar. Þar kom fram að kvartanirnar vegna eineltis hefðu borist Ólafi Helga í byrjun júní, fagráðið tekið þær fyrir 20. júní og meintir eineltisgerendur boðaðir á fund nokkrum dögum síðar. Ólafur var sakaður um trúnaðarbrot í starfi með því að hafa sent dómsmálaráðuneytinu bréf þar sem hann setti spurningamerki við að tveir starfsmenn embættisins, þeirra á meðal Alda Hrönn, hefðu farið í veikindaleyfi á sama tíma. Sagði hann starfsmennina hafa farið í leyfi án þess að ræða við sig. Hann hefði raunar fengið þær upplýsingar í sjálfvirku svari við tölvupósti. Starfsmennirnir tveir og Ólafur Helgi voru kærð til héraðssaksóknara þann 1. október síðastliðinn samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá var Grímur Hergeirsson starfandi lögreglustjóri á Suðurnesjum eftir að Ólafur Helgi lét af störfum. Ólafur Helgi starfar nú sem sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu. Starfsmennirnir tveir og Ólafur Helgi voru send í launað leyfi frá störfum sínum í nóvember. Reikna má með því að þau snúi aftur til starfa nú þegar málið hefur verið fellt niður. Háævarar deilur voru á skrifstofu Lögreglustjórans á Suðurnesjum í sumar og samstarfsörðugleikar miklir eins og fram hefur komið. Ólafur Helgi var færður úr starfinu í ágúst og Úlfar Lúðvíksson tók við því í nóvember. Auglýst var eftir nýjum mannauðsstjóra í lok október.
Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Ólafur Helgi kallaður til yfirheyrslu Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum og núverandi sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, hefur verið kallaður til yfirheyrslu vegna rannsóknar héraðssaksóknara. 3. desember 2020 06:35 Ólafur Helgi vill að veikindaleyfi yfirmanna verði skoðuð nánar af ráðuneytinu Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikindaleyfi Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings embættisins, og Helga Þ. Kristjánssonar, mannauðsstjóra embættisins, verði skoðuð nánar af dómsmáráðuneytinu. 20. ágúst 2020 13:11 Dómsmálaráðherra bað Ólaf um að láta af störfum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi það við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um að hann léti af störfum en hann hefur ekki orðið við því. 23. júlí 2020 18:09 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Ólafur Helgi kallaður til yfirheyrslu Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum og núverandi sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, hefur verið kallaður til yfirheyrslu vegna rannsóknar héraðssaksóknara. 3. desember 2020 06:35
Ólafur Helgi vill að veikindaleyfi yfirmanna verði skoðuð nánar af ráðuneytinu Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikindaleyfi Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings embættisins, og Helga Þ. Kristjánssonar, mannauðsstjóra embættisins, verði skoðuð nánar af dómsmáráðuneytinu. 20. ágúst 2020 13:11
Dómsmálaráðherra bað Ólaf um að láta af störfum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi það við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um að hann léti af störfum en hann hefur ekki orðið við því. 23. júlí 2020 18:09