Sektirnar verði alltaf hærri en kostnaður við að útvega sér vottorð Sylvía Hall skrifar 19. febrúar 2021 19:23 Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Frá og með deginum í dag þurfa farþegar sem koma hingað til lands að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr PCR-prófi við komuna ásamt því að fara í tvöfalda skimun. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, segir vinnuna tímafreka en dagurinn í dag hafi gengið vel. Vottorðin geta bæði verið rafræn eða á pappír, en starfsmenn sem taka við vottorðunum þurfa að ganga úr skugga um að þau samræmist þeim kröfum sem gerðar eru og séu fyrst og fremst ekki fölsuð. Prófið má ekki vera eldra en 72 klukkustunda gamalt þegar því er framvísað en næstu daga verða farþegar án PCR-prófs ekki sektaðir. „Okkar fólk er vant að skoða skilríki og vegabréf alla daga og er mjög lunkið við það að finna falsanir. Við erum með skilríkjafræðinga hjá okkur í vinnu, svo við getum kíkt á það. Það má ekki gleyma því að þetta er bara viðbót við tvöföldu sýnatökuna sem er búin að gefa svo góða raun undanfarna mánuði,“ segir Sigurgeir, en hann ræddi þessar breytingar í Reykjavík síðdegis í dag. Ríkissaksóknari vinnur nú að því að ákveða sektarupphæðir fyrir þá sem koma hingað til lands án þess að hafa PCR-próf meðferðis, en búist er við því að þær liggi fyrir í næstu viku. Þá verða þeir farþegar sem ekki framvísa prófi sektaðir. „Augljóslega þarf [sektin] að vera talsvert hærri en kostar fólk að fá svona vottorð. Ef sektin er lægri gæti fólk hugsað að það borgaði sig að taka hana en að kaupa vottorð.“ Býst ekki við að breyttar reglur valdi meiri töfum Að sögn Sigurgeirs voru fáar vélar sem komu hingað til lands í dag, en samkvæmt vef Isavia voru þær aðeins tvær. Sú fyrri kom klukkan sex í morgun frá Boston, og sú seinni á fjórða tímanum í dag frá Kaupmannahöfn. Þrátt fyrir breyttar reglur býst Sigurgeir ekki við því að fólk þurfi að búa sig undir frekari tafir á flugvellinum. „Tafir á Keflavíkurflugvelli eru ekkert til þess að tala um. Fólk sem er að ferðast annars staðar frá er vant miklu meiri töfum.“ Undanfarnar vikur hefur verið brýnt fyrir fólki að sækja ekki ástvini á flugvöllinn, þar sem þeim er skylt að fara í fimm daga sóttkví milli sýnataka. Sigurgeir segir almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa lagt mikla áherslu á að þær reglur komist til skila. „Við erum búin að reyna að kynna þetta í fjölmiðlum og almannavarnadeildin er búin að hamra á þessu – það eru tilkynningar hér upp um alla veggi á flugvellinum,“ segir hann og bætir við að löggæsla sé jafnframt sýnileg á bílastæðunum. Aðspurður hvers vegna farþegar mega ferðast með leigubíl en ekki með fjölskyldu eða vinum segir Sigurgeir ástæðuna einfalda. „Knúsið,“ segir hann og bætir við að fólk sé almennt minna í því að knúsa leigubílstjórana sína. „Leigubílstjórar eru með hlífar í sínum bílum; þeir eru með plast eða plexígler á milli margir hverjir og það er gætt að sóttvörnum og þrifum og annað. Það er verklag sem sóttvarnalæknir hefur unnið fyrir leigubílstjóra, hvernig þeir eiga að haga sínum akstri.“ Krafa um tvöfalda skimun á landamærum þar sem skimað er við komuna og aftur fimm dögum síðar að undangenginni sóttkví verður óbreytt. Eftirfarandi aðgerðir koma til viðbótar þessari kröfu. PCR-próf: Allir sem koma til landsins þurfa að sýna vottorð um neikvætt PCR-próf gegn SARS-CoV-2 áður en þeir stíga um borð í flugvél eða skip á leið til landsins og einnig við komuna til Íslands. Prófið verður að hafa verið tekið innan við 72 klukkustundum fyrir brottför. Einungis eru tekin gild vottorð sem eru á ensku eða einhverju Norðurlandamálanna, öðru en finnsku, og uppfylla skilyrði meðfylgjandi reglugerðar. Niðurstöður rannsóknar ber að forskrá rafrænt ásamt öðrum upplýsingum fyrir brottför á leið til Íslands. Sóttkví í sóttvarnahúsi: Einstaklingum með jákvæða niðurstöðu í fyrstu skimun á landamærum verður gert að dveljast í sóttvarnahúsi ef sýnt þykir að viðunandi einangrunar-/sóttkvíaðstaða sé ekki fyrir hendi. Þeim sem greinast með þau afbrigði veirunnar sem eru meira smitandi en önnur afbrigði og/eða valda alvarlegri sjúkdómi verður gert að dvelja í sóttvarnahúsi skilyrðislaust. Bólusetningarvottorð og vottorð vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19: Þeir sem framvísa gildum bólusetningarvottorðum eru undanskildir kröfu um tvöfalda skimun á landamærum og þurfa heldur ekki að skila vottorði um neikvætt PCR-próf. Sama máli gegnir um þá sem framvísa gildu vottorði vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19. Viðtalið við Sigurgeir má heyra hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Telur aðgerðir á landamærum hér með þeim vægari í Evrópu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, vísar því á bug að aðgerðir hér á landamærum verði með því hörðustu sem um getur í Evrópu þegar ný reglugerð tekur gildi á morgun. 18. febrúar 2021 12:34 Tillögur að tilslökunum um eða eftir helgi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mun skila Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, tillögum að tilslökunum innanlands um helgina eða fljótlega eftir helgi. 18. febrúar 2021 11:37 Íslendingar komist heim án PCR-prófs en líkast til beittir sektum Engum íslenskum ríkisborgara verður meinað að koma til landsins samkvæmt reglugerð um kröfu á farþega um að framvísa neikvæðu PCR-prófi áður en þeir koma til Íslands. Framkvæmdin hefur enn ekki verið fullmótuð en grípa þyrfti til viðurlaga ef Íslendingur kemur ekki með neikvætt próf til landsins. 17. febrúar 2021 14:41 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Sjá meira
Vottorðin geta bæði verið rafræn eða á pappír, en starfsmenn sem taka við vottorðunum þurfa að ganga úr skugga um að þau samræmist þeim kröfum sem gerðar eru og séu fyrst og fremst ekki fölsuð. Prófið má ekki vera eldra en 72 klukkustunda gamalt þegar því er framvísað en næstu daga verða farþegar án PCR-prófs ekki sektaðir. „Okkar fólk er vant að skoða skilríki og vegabréf alla daga og er mjög lunkið við það að finna falsanir. Við erum með skilríkjafræðinga hjá okkur í vinnu, svo við getum kíkt á það. Það má ekki gleyma því að þetta er bara viðbót við tvöföldu sýnatökuna sem er búin að gefa svo góða raun undanfarna mánuði,“ segir Sigurgeir, en hann ræddi þessar breytingar í Reykjavík síðdegis í dag. Ríkissaksóknari vinnur nú að því að ákveða sektarupphæðir fyrir þá sem koma hingað til lands án þess að hafa PCR-próf meðferðis, en búist er við því að þær liggi fyrir í næstu viku. Þá verða þeir farþegar sem ekki framvísa prófi sektaðir. „Augljóslega þarf [sektin] að vera talsvert hærri en kostar fólk að fá svona vottorð. Ef sektin er lægri gæti fólk hugsað að það borgaði sig að taka hana en að kaupa vottorð.“ Býst ekki við að breyttar reglur valdi meiri töfum Að sögn Sigurgeirs voru fáar vélar sem komu hingað til lands í dag, en samkvæmt vef Isavia voru þær aðeins tvær. Sú fyrri kom klukkan sex í morgun frá Boston, og sú seinni á fjórða tímanum í dag frá Kaupmannahöfn. Þrátt fyrir breyttar reglur býst Sigurgeir ekki við því að fólk þurfi að búa sig undir frekari tafir á flugvellinum. „Tafir á Keflavíkurflugvelli eru ekkert til þess að tala um. Fólk sem er að ferðast annars staðar frá er vant miklu meiri töfum.“ Undanfarnar vikur hefur verið brýnt fyrir fólki að sækja ekki ástvini á flugvöllinn, þar sem þeim er skylt að fara í fimm daga sóttkví milli sýnataka. Sigurgeir segir almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa lagt mikla áherslu á að þær reglur komist til skila. „Við erum búin að reyna að kynna þetta í fjölmiðlum og almannavarnadeildin er búin að hamra á þessu – það eru tilkynningar hér upp um alla veggi á flugvellinum,“ segir hann og bætir við að löggæsla sé jafnframt sýnileg á bílastæðunum. Aðspurður hvers vegna farþegar mega ferðast með leigubíl en ekki með fjölskyldu eða vinum segir Sigurgeir ástæðuna einfalda. „Knúsið,“ segir hann og bætir við að fólk sé almennt minna í því að knúsa leigubílstjórana sína. „Leigubílstjórar eru með hlífar í sínum bílum; þeir eru með plast eða plexígler á milli margir hverjir og það er gætt að sóttvörnum og þrifum og annað. Það er verklag sem sóttvarnalæknir hefur unnið fyrir leigubílstjóra, hvernig þeir eiga að haga sínum akstri.“ Krafa um tvöfalda skimun á landamærum þar sem skimað er við komuna og aftur fimm dögum síðar að undangenginni sóttkví verður óbreytt. Eftirfarandi aðgerðir koma til viðbótar þessari kröfu. PCR-próf: Allir sem koma til landsins þurfa að sýna vottorð um neikvætt PCR-próf gegn SARS-CoV-2 áður en þeir stíga um borð í flugvél eða skip á leið til landsins og einnig við komuna til Íslands. Prófið verður að hafa verið tekið innan við 72 klukkustundum fyrir brottför. Einungis eru tekin gild vottorð sem eru á ensku eða einhverju Norðurlandamálanna, öðru en finnsku, og uppfylla skilyrði meðfylgjandi reglugerðar. Niðurstöður rannsóknar ber að forskrá rafrænt ásamt öðrum upplýsingum fyrir brottför á leið til Íslands. Sóttkví í sóttvarnahúsi: Einstaklingum með jákvæða niðurstöðu í fyrstu skimun á landamærum verður gert að dveljast í sóttvarnahúsi ef sýnt þykir að viðunandi einangrunar-/sóttkvíaðstaða sé ekki fyrir hendi. Þeim sem greinast með þau afbrigði veirunnar sem eru meira smitandi en önnur afbrigði og/eða valda alvarlegri sjúkdómi verður gert að dvelja í sóttvarnahúsi skilyrðislaust. Bólusetningarvottorð og vottorð vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19: Þeir sem framvísa gildum bólusetningarvottorðum eru undanskildir kröfu um tvöfalda skimun á landamærum og þurfa heldur ekki að skila vottorði um neikvætt PCR-próf. Sama máli gegnir um þá sem framvísa gildu vottorði vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19. Viðtalið við Sigurgeir má heyra hér að neðan.
Krafa um tvöfalda skimun á landamærum þar sem skimað er við komuna og aftur fimm dögum síðar að undangenginni sóttkví verður óbreytt. Eftirfarandi aðgerðir koma til viðbótar þessari kröfu. PCR-próf: Allir sem koma til landsins þurfa að sýna vottorð um neikvætt PCR-próf gegn SARS-CoV-2 áður en þeir stíga um borð í flugvél eða skip á leið til landsins og einnig við komuna til Íslands. Prófið verður að hafa verið tekið innan við 72 klukkustundum fyrir brottför. Einungis eru tekin gild vottorð sem eru á ensku eða einhverju Norðurlandamálanna, öðru en finnsku, og uppfylla skilyrði meðfylgjandi reglugerðar. Niðurstöður rannsóknar ber að forskrá rafrænt ásamt öðrum upplýsingum fyrir brottför á leið til Íslands. Sóttkví í sóttvarnahúsi: Einstaklingum með jákvæða niðurstöðu í fyrstu skimun á landamærum verður gert að dveljast í sóttvarnahúsi ef sýnt þykir að viðunandi einangrunar-/sóttkvíaðstaða sé ekki fyrir hendi. Þeim sem greinast með þau afbrigði veirunnar sem eru meira smitandi en önnur afbrigði og/eða valda alvarlegri sjúkdómi verður gert að dvelja í sóttvarnahúsi skilyrðislaust. Bólusetningarvottorð og vottorð vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19: Þeir sem framvísa gildum bólusetningarvottorðum eru undanskildir kröfu um tvöfalda skimun á landamærum og þurfa heldur ekki að skila vottorði um neikvætt PCR-próf. Sama máli gegnir um þá sem framvísa gildu vottorði vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Telur aðgerðir á landamærum hér með þeim vægari í Evrópu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, vísar því á bug að aðgerðir hér á landamærum verði með því hörðustu sem um getur í Evrópu þegar ný reglugerð tekur gildi á morgun. 18. febrúar 2021 12:34 Tillögur að tilslökunum um eða eftir helgi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mun skila Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, tillögum að tilslökunum innanlands um helgina eða fljótlega eftir helgi. 18. febrúar 2021 11:37 Íslendingar komist heim án PCR-prófs en líkast til beittir sektum Engum íslenskum ríkisborgara verður meinað að koma til landsins samkvæmt reglugerð um kröfu á farþega um að framvísa neikvæðu PCR-prófi áður en þeir koma til Íslands. Framkvæmdin hefur enn ekki verið fullmótuð en grípa þyrfti til viðurlaga ef Íslendingur kemur ekki með neikvætt próf til landsins. 17. febrúar 2021 14:41 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Sjá meira
Telur aðgerðir á landamærum hér með þeim vægari í Evrópu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, vísar því á bug að aðgerðir hér á landamærum verði með því hörðustu sem um getur í Evrópu þegar ný reglugerð tekur gildi á morgun. 18. febrúar 2021 12:34
Tillögur að tilslökunum um eða eftir helgi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mun skila Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, tillögum að tilslökunum innanlands um helgina eða fljótlega eftir helgi. 18. febrúar 2021 11:37
Íslendingar komist heim án PCR-prófs en líkast til beittir sektum Engum íslenskum ríkisborgara verður meinað að koma til landsins samkvæmt reglugerð um kröfu á farþega um að framvísa neikvæðu PCR-prófi áður en þeir koma til Íslands. Framkvæmdin hefur enn ekki verið fullmótuð en grípa þyrfti til viðurlaga ef Íslendingur kemur ekki með neikvætt próf til landsins. 17. febrúar 2021 14:41
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent