„Takk Skardu fyrir að heiðra fallna félaga mína John Snorra, JP Mohr og allt mitt (Ali Sadpara). Hjartað mitt og bænir mínar eru alltaf hjá þeim,“ skrifar Sajid Ali Sadpara, sonur Ali, á Twitter-síðu sína. Sajid hafði verið með þeim upp að fjórðu búðum en sneri þá við eftir að vandamál komu upp með súrefni hans.
Thank you Skardu for honouring my lost companions John Snorri, JP Mohr and my world(Ali Sadpara)
— Sajid Ali Sadpara (@sajid_sadpara) February 19, 2021
My heart and prayers are with them always❤️❤️ #honouralisadpara @john_snorri pic.twitter.com/WSllWn0qfE
Íbúar kveiktu á kertum og lögðu á götu í borginni og höfðu myndir af félögunum verið settar upp. Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra, þakkaði Skardu fyrir athöfnina á Facebook-síðu sinni í kvöld.