„Glannaleg umræða“ um eigið fé bankanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. febrúar 2021 13:00 Gylfi Magnússon prófessor við HÍ var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Egill Umræða um eigið fé bankanna er á köflum mjög glannaleg að mati Gylfa Magnússonar hagfræðiprófessors. Þá telur hann vert að spyrja að því hvort rétt sé að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka þegar tortryggni ríkir gagnvart því í samfélaginu. Gylfi Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands, hefur að undanförnu velt upp sjónarmiðum er varða fyrirhugaða sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur lýst efasemdum um umræðu sem uppi hefur verið um að of mikið eigið fé sé í bönkunum. „Manni rennur satt best að segja kalt vatn milli skinns og hörunds þegar maður heyrir þessa frekar glannalegu umræðu um eigið fé banka aftur. Auðvitað var þetta stór hluti af þemanu í bólunni líka, að það þyrfti að auka vogun og láta peningana vinna og vera ekki með allt of mikið eigið fé og það allt saman. Og það er nú ekki nema rúmur áratugur síðan en samt virðist, ég ætla nú ekki að segja þjóðin, en einhver hluti hennar sem hefur bara algjörlega gleymt þessu og ekki dregið réttar ályktanir af þessu,“ sagði Gylfi í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir að eiginfjárhlutfall hér sé almennt hærra hér á landi en annars staðar í Evrópu. Bankakerfið hér á landi hafi einfaldlega verið sniðið með þeim hætti við enduruppbyggingu þess í kjölfar hrunsins. „Ég hef engar áhyggjur af því að bankarnir séu að fara á hausinn eða eitthvað svoleiðis, þeir eru alls ekkert glannalega reknir eða standa alls ekkert illa. En það er verulegur þrýstingur á að gera reksturinn glannalegri. Það er verið að berjast fyrir til dæmis lægri eiginfjárkröfum,“ sagði Gylfi. Þá var Gylfi spurður hvort það væri góður tími núna til að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka „Það er bara voða lítið traust í samfélaginu til sölu á bönkum, og reyndar lítið traust til bankakerfisins í heild líka þó að það hafi aðeins farið skánandi. Það er spurning hvort að það sé gott að selja banka við þær aðstæður,“ sagði Gylfi meðal annars. Það séu þó margir fleiri þættir sem rétt sé að líta til líkt og heyra má í viðtalinu við Gylfa í heild sinni sem má hlusta á í spilaranum hér að ofan. Íslenskir bankar Sprengisandur Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Sjá meira
Gylfi Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands, hefur að undanförnu velt upp sjónarmiðum er varða fyrirhugaða sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur lýst efasemdum um umræðu sem uppi hefur verið um að of mikið eigið fé sé í bönkunum. „Manni rennur satt best að segja kalt vatn milli skinns og hörunds þegar maður heyrir þessa frekar glannalegu umræðu um eigið fé banka aftur. Auðvitað var þetta stór hluti af þemanu í bólunni líka, að það þyrfti að auka vogun og láta peningana vinna og vera ekki með allt of mikið eigið fé og það allt saman. Og það er nú ekki nema rúmur áratugur síðan en samt virðist, ég ætla nú ekki að segja þjóðin, en einhver hluti hennar sem hefur bara algjörlega gleymt þessu og ekki dregið réttar ályktanir af þessu,“ sagði Gylfi í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir að eiginfjárhlutfall hér sé almennt hærra hér á landi en annars staðar í Evrópu. Bankakerfið hér á landi hafi einfaldlega verið sniðið með þeim hætti við enduruppbyggingu þess í kjölfar hrunsins. „Ég hef engar áhyggjur af því að bankarnir séu að fara á hausinn eða eitthvað svoleiðis, þeir eru alls ekkert glannalega reknir eða standa alls ekkert illa. En það er verulegur þrýstingur á að gera reksturinn glannalegri. Það er verið að berjast fyrir til dæmis lægri eiginfjárkröfum,“ sagði Gylfi. Þá var Gylfi spurður hvort það væri góður tími núna til að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka „Það er bara voða lítið traust í samfélaginu til sölu á bönkum, og reyndar lítið traust til bankakerfisins í heild líka þó að það hafi aðeins farið skánandi. Það er spurning hvort að það sé gott að selja banka við þær aðstæður,“ sagði Gylfi meðal annars. Það séu þó margir fleiri þættir sem rétt sé að líta til líkt og heyra má í viðtalinu við Gylfa í heild sinni sem má hlusta á í spilaranum hér að ofan.
Íslenskir bankar Sprengisandur Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Sjá meira