Barðstrendingar mótmæltu og söfnuðu undirskriftum. Þeir óttuðust að byggðin gæti brostið ef skólahaldi í sveitinni yrði hætt og aka þyrfti börnum langan veg yfir heiði í skóla á Patreksfirði. Bæjarstjórnin sagði á móti enga forsendu til að halda úti faglegu skólastarfi með aðeins tveimur börnum.

En núna hefur orðið viðsnúningur á Barðaströnd. Ungt fólk hefur verið að flytja í sveitina og börnum fjölgað. Ný íbúðarhús hafa risið og eyðijörð byggst að nýju eftir 120 ára hlé. Foreldrar kalla eftir því að fá skólann aftur.
Fjallað verður um mannlífið á Barðaströnd í þættinum Um land allt á Stöð 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Hér er frétt frá árinu 2016 um lokun skólans: