Fróðleikur um framboðslista Samfylkingarinnar Birgir Dýrfjörð skrifar 22. febrúar 2021 16:00 Tillaga um skipan framboðslista á vegum Samfylkingarinnar á að vera um fólk og röðun þess í sæti á lista, en ekki endanleg og óbreytanleg niðurstaða. Ef svo hefði átt að vera hefði ekki þurft samþykki allsherjarfundar félaganna í kjördæminu, heldur einungis kynningarfund. Kjördæmisráðin en ekki vinnuhópar eða nefndir ákveða listana, og bjóða fram samkvæmt lögum flokksi snbr. 9.02 gr. í lögunum, Í samþykktum ráðsins í Reykjavík segir "4) Uppstillinganefnd er falið að setja saman sigurstranglega framboðslista vegna alþingiskosninga 2021 fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og suður og bera þá upp fyrir Allsherjarfund FSR til samþykktar eigi síðar en 20. febrúar 2021". Þetta þýðir að bera eigi upp framboðslista sem tillögu. Samkvæmt öllum hefðum og fundarsköpum er fundarmönnum ætíð heimilt að bera fram tillögur til breytinga svo sem tillögu eða tillögur um breytingar á sætaskipun. Ekkert í flokkslögum bannar það. Það vissi nefndin líka. Þess vegna lét hún greiða atkvæði um báða listana í einu. Rvk.Suður og Rvk. Norður. 22 nöfn í hvoru kjördæmi. Kæmi fram tillaga um breytingar varð hún að vera um nýjan lista í báðum kjördæmum. Samtals 44 nöfn með skriflegu samþykki hvers og eins. Til að laumast enn frekar að lýðræðinu í Samfylkingunni var fundurinn auglýstur með skemmsta löglegum fyrirvara, sem eru tveir dagar. Enginn fékk að sjá nöfn frambjóðenda fyrr en eftir að fundur var settur. Þá mátti koma með tillögu um 44 ný nöfn, með skriflegu samþykki viðkomandi. Ekkert annað. Þetta var skrípaleikur. Hann segir allt sem segja þarf um lýðræði núverandi stjórnenda Samfylkingarinnar í Reykjavík. Allt stjórnkerfi flokksins er byggt á persónuvali ekki listakosningu Í grein 3.4. í reglunum um val á lista segir: „Setja skal uppstillinganefnd starfsreglur og afmarka verksvið hennar“. Í starfsreglum í Reykjavík eru engin ákvæði um „listakjör“ eða „listaframboð“. Og ekkert ákvæði um, að til að breyta nafni eða röð á lista verði að bera fram tillögu með 44 nöfnum með samþykki hvers og eins. Þetta nýja „lýðræði“ er ömurleg afskræming á lýðræði jafnaðarmanna. Það eru afarkostir,sem hafa enga stoð, í lögum Samfylkingarinnar. Sé einhver ágreiningur um þetta eru flokkslögin með skýlaus ákvæði um hvernig með skuli fara. Grein 9.09 í flokkslögunum kveður á um að; komi upp ágreiningur innan kjördæmisráðs um lög flokksins eða samþykktir ráðsins skal framkvæmdastjórn skera úr um. Spurt er. Mun framkvæmdastjórn sinna lykilskyldu sinni og skýra rétta niðurstöðu í þessu máli, eða stinga höfðinu í sandinn? Hallgrímur heitinn Pétursson, orti forðum. Vei þeim dómara er veit og sér víst hvað um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans. Höfundur er í flokksstjórn Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Birgir Dýrfjörð Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Sjá meira
Tillaga um skipan framboðslista á vegum Samfylkingarinnar á að vera um fólk og röðun þess í sæti á lista, en ekki endanleg og óbreytanleg niðurstaða. Ef svo hefði átt að vera hefði ekki þurft samþykki allsherjarfundar félaganna í kjördæminu, heldur einungis kynningarfund. Kjördæmisráðin en ekki vinnuhópar eða nefndir ákveða listana, og bjóða fram samkvæmt lögum flokksi snbr. 9.02 gr. í lögunum, Í samþykktum ráðsins í Reykjavík segir "4) Uppstillinganefnd er falið að setja saman sigurstranglega framboðslista vegna alþingiskosninga 2021 fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og suður og bera þá upp fyrir Allsherjarfund FSR til samþykktar eigi síðar en 20. febrúar 2021". Þetta þýðir að bera eigi upp framboðslista sem tillögu. Samkvæmt öllum hefðum og fundarsköpum er fundarmönnum ætíð heimilt að bera fram tillögur til breytinga svo sem tillögu eða tillögur um breytingar á sætaskipun. Ekkert í flokkslögum bannar það. Það vissi nefndin líka. Þess vegna lét hún greiða atkvæði um báða listana í einu. Rvk.Suður og Rvk. Norður. 22 nöfn í hvoru kjördæmi. Kæmi fram tillaga um breytingar varð hún að vera um nýjan lista í báðum kjördæmum. Samtals 44 nöfn með skriflegu samþykki hvers og eins. Til að laumast enn frekar að lýðræðinu í Samfylkingunni var fundurinn auglýstur með skemmsta löglegum fyrirvara, sem eru tveir dagar. Enginn fékk að sjá nöfn frambjóðenda fyrr en eftir að fundur var settur. Þá mátti koma með tillögu um 44 ný nöfn, með skriflegu samþykki viðkomandi. Ekkert annað. Þetta var skrípaleikur. Hann segir allt sem segja þarf um lýðræði núverandi stjórnenda Samfylkingarinnar í Reykjavík. Allt stjórnkerfi flokksins er byggt á persónuvali ekki listakosningu Í grein 3.4. í reglunum um val á lista segir: „Setja skal uppstillinganefnd starfsreglur og afmarka verksvið hennar“. Í starfsreglum í Reykjavík eru engin ákvæði um „listakjör“ eða „listaframboð“. Og ekkert ákvæði um, að til að breyta nafni eða röð á lista verði að bera fram tillögu með 44 nöfnum með samþykki hvers og eins. Þetta nýja „lýðræði“ er ömurleg afskræming á lýðræði jafnaðarmanna. Það eru afarkostir,sem hafa enga stoð, í lögum Samfylkingarinnar. Sé einhver ágreiningur um þetta eru flokkslögin með skýlaus ákvæði um hvernig með skuli fara. Grein 9.09 í flokkslögunum kveður á um að; komi upp ágreiningur innan kjördæmisráðs um lög flokksins eða samþykktir ráðsins skal framkvæmdastjórn skera úr um. Spurt er. Mun framkvæmdastjórn sinna lykilskyldu sinni og skýra rétta niðurstöðu í þessu máli, eða stinga höfðinu í sandinn? Hallgrímur heitinn Pétursson, orti forðum. Vei þeim dómara er veit og sér víst hvað um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans. Höfundur er í flokksstjórn Samfylkingarinnar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun