Nemendurnir, þær Sarah Tither-Kaplan og Toni Gaal, stunduðu nám við leiklistarskól í Los Angeles, Studio 4, sem James Franco stofnaði árið 2014 en er nú hættur starfsemi. Sökuðu þær leikarann um óviðeigandi og kynferðislega hegðun í sinn garð.
Konurnar sögðu hann hafa reynt að fá útrás fyrir kynferðislegar þarfir sínar í nafni menntunar með því að lofa þeim hlutverkum í kvikmyndum. Hann hafi misnotað aðstöðu sína með því að fá þær til þess að leika í kynlífssenum með fögur fyrirheit um hlutverk í næstu stórmyndum.
Efni sáttarinnar hefur ekki verið gert opinbert og því ekki vitað hvaða skilyrðum hún er bundin. Samkomulagið nær þó einnig til framleiðslufyrirtækis Franco, Rabbit Bandini, og tveggja viðskiptafélaga hans samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins.