VR á að vera í forystu í umhverfismálum Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 23. febrúar 2021 09:00 Umhverfismál og loftlagsbreytingar eru mikilvægustu málefni samtímans og VR sem stærsta stéttarfélag landsins á að vera meðal þeirra sem hafa forystu í þeim málum. Undir núverandi stjórn VR virðist lítill áhugi vera á málaflokknum, sem sannarlega hefur áhrif á velferð allra og eru til dæmis vandfundnar upplýsingar um stöðu umhverfismála og loftlagsbreytinga á heimasíðu VR í dag og þarf VR sannarlega að bæta þar um betur. VR hefur með aðild sinni að ASÍ tekið þátt í frábæru starfi samtaka launafólks í umhverfis- og loftlagsmálum, þar má geta að ASÍ á fulltrúa í Loftlagsráði, en meginhlutverk þess er að veita stjórnvöldum aðhald með faglegri ráðgjöf um loftlagsmál. Ber að fagna því. Ein af lykiláherslum samtaka launafólks í þessum mikilvæga málaflokki snýr að réttlátum umskiptum sem snýr að þeim kostnaði sem umskiptin úr ósjálfbæru í sjálfbært samfélag leiðir óhjákvæmilega af sér. Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins eiga að vera leiðandi í að móta breytingar á samfélaginu með það að markmiði að tryggja víðtæka samstöðu um leiðir til að mæta áskorunum framtíðar, tryggja meiri jöfnuð og afkomuöryggi fyrir alla. Loftlagsbreytingar hafa þegar haft víðtæk áhrif á efnahags- og atvinnulíf, lífskjör og afkomu almennings um allan heim og forsendur breytinga er þátttaka og samvinna en þar hefur VR mikilvægu hlutverki að gegna. Að mínu mati er nauðsynlegt að VR leggi, sem stærsta og öflugasta stéttarfélagið, allt það afl sem það getur til þessa mikilvæga málaflokks. Að ná kolefnishlutleysi árið 2040 er risavaxið verkefni sem allir þurfa að leggjast á eitt um að leysa – strax! Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Félagasamtök Helga Guðrún Jónasdóttir Formannskjör í VR Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Umhverfismál og loftlagsbreytingar eru mikilvægustu málefni samtímans og VR sem stærsta stéttarfélag landsins á að vera meðal þeirra sem hafa forystu í þeim málum. Undir núverandi stjórn VR virðist lítill áhugi vera á málaflokknum, sem sannarlega hefur áhrif á velferð allra og eru til dæmis vandfundnar upplýsingar um stöðu umhverfismála og loftlagsbreytinga á heimasíðu VR í dag og þarf VR sannarlega að bæta þar um betur. VR hefur með aðild sinni að ASÍ tekið þátt í frábæru starfi samtaka launafólks í umhverfis- og loftlagsmálum, þar má geta að ASÍ á fulltrúa í Loftlagsráði, en meginhlutverk þess er að veita stjórnvöldum aðhald með faglegri ráðgjöf um loftlagsmál. Ber að fagna því. Ein af lykiláherslum samtaka launafólks í þessum mikilvæga málaflokki snýr að réttlátum umskiptum sem snýr að þeim kostnaði sem umskiptin úr ósjálfbæru í sjálfbært samfélag leiðir óhjákvæmilega af sér. Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins eiga að vera leiðandi í að móta breytingar á samfélaginu með það að markmiði að tryggja víðtæka samstöðu um leiðir til að mæta áskorunum framtíðar, tryggja meiri jöfnuð og afkomuöryggi fyrir alla. Loftlagsbreytingar hafa þegar haft víðtæk áhrif á efnahags- og atvinnulíf, lífskjör og afkomu almennings um allan heim og forsendur breytinga er þátttaka og samvinna en þar hefur VR mikilvægu hlutverki að gegna. Að mínu mati er nauðsynlegt að VR leggi, sem stærsta og öflugasta stéttarfélagið, allt það afl sem það getur til þessa mikilvæga málaflokks. Að ná kolefnishlutleysi árið 2040 er risavaxið verkefni sem allir þurfa að leggjast á eitt um að leysa – strax! Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar