Sportið í dag: Ætla Blikar að selja manninn sem gæti sótt titilinn í sumar? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2021 14:01 Brynjólfur Andersen Willumsson í leik með Blikum í Pepsi Max deildinni síðasta sumar. Vísir/Vilhelm Blikinn Brynjólfur Andersen Willumsson var til umræðu í nýjasta hlaðvarpsþætti Sportsins í dag og þá sérstaklega mikinn áhugi á stráknum. Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson ræddu tilboð sem hafa borist í Brynjólf sem hefur skorað 7 mörk í 41 leik í Pepsi Max deildinni undanfarin sumur. Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, sagði við fótbolta.net að það væri mikill áhugi á stráknum frá Norðurlöndum. „Einhvers staðar las ég að það sé búið að hafna tilboði frá Noregi og þá er bara tvennt sem kemur til greina. Tilboðið hafi verið lélegt eða Blikar ætla möguleika að halda Brynjólfi út þetta tímabil og reyna virkilega við Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason. „Ég held þeir reyni alltaf við Íslandsmeistaratitilinn hvort sem að Brynjólfur verður eða ekki,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Snýst þetta ekki bara um það að fá sem mest fyrir leikmennina,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Blikarnir hafa sýnt það að þeir standa almennt ekki í vegi fyrir sínum mönnum en þeir sætta sig ekki við að vera að selja sína stráka á einhverju tombóluverði. Þeir vilja bara að sínum leikmönnum sé sýnd sú virðing að þeir fari bara á eðlilegum verðum,“ sagði Henry Birgir. „Brynjólfur mun alltaf fara út í atvinnumennsku en getur hann ekki tekið eitt tímabil í viðbót hérna. Liggur það mikið á,“ spurði Ríkharð. „Það fer bara eftir því hvaða tækifæri hann fær,“ sagði Kjartan Atli. „Ég held að Brynjólfur myndi springa út í Pepsi Max deildinni í sumar,“ sagði Ríkharð. „Það yrði að sjálfsögðu högg fyrir Blikana ef hann spilar ekki með þeim. Við sáum hann bara vaxa og vaxa síðustu tvö sumur og þetta ætti að verða sumarið þar sem hann getur orðið besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Henry Birgir. „Hann gæti sótt titilinn fyrir Blikana,“ skaut Ríkharð inn í. Það má heyra allt spjallið um framtíð Brynjólfs í Sportinu í dag en þáttur dagsins er aðgengilegur hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Breiðablik Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson ræddu tilboð sem hafa borist í Brynjólf sem hefur skorað 7 mörk í 41 leik í Pepsi Max deildinni undanfarin sumur. Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, sagði við fótbolta.net að það væri mikill áhugi á stráknum frá Norðurlöndum. „Einhvers staðar las ég að það sé búið að hafna tilboði frá Noregi og þá er bara tvennt sem kemur til greina. Tilboðið hafi verið lélegt eða Blikar ætla möguleika að halda Brynjólfi út þetta tímabil og reyna virkilega við Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason. „Ég held þeir reyni alltaf við Íslandsmeistaratitilinn hvort sem að Brynjólfur verður eða ekki,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Snýst þetta ekki bara um það að fá sem mest fyrir leikmennina,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Blikarnir hafa sýnt það að þeir standa almennt ekki í vegi fyrir sínum mönnum en þeir sætta sig ekki við að vera að selja sína stráka á einhverju tombóluverði. Þeir vilja bara að sínum leikmönnum sé sýnd sú virðing að þeir fari bara á eðlilegum verðum,“ sagði Henry Birgir. „Brynjólfur mun alltaf fara út í atvinnumennsku en getur hann ekki tekið eitt tímabil í viðbót hérna. Liggur það mikið á,“ spurði Ríkharð. „Það fer bara eftir því hvaða tækifæri hann fær,“ sagði Kjartan Atli. „Ég held að Brynjólfur myndi springa út í Pepsi Max deildinni í sumar,“ sagði Ríkharð. „Það yrði að sjálfsögðu högg fyrir Blikana ef hann spilar ekki með þeim. Við sáum hann bara vaxa og vaxa síðustu tvö sumur og þetta ætti að verða sumarið þar sem hann getur orðið besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Henry Birgir. „Hann gæti sótt titilinn fyrir Blikana,“ skaut Ríkharð inn í. Það má heyra allt spjallið um framtíð Brynjólfs í Sportinu í dag en þáttur dagsins er aðgengilegur hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Breiðablik Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira