„Með töluvert mikinn áverka á höfðinu og alveg hreyfingarlaus á öðrum handleggnum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. febrúar 2021 11:31 Bjarni Ben og Þóra Margrét Baldvinsdóttir fóru í gegnum mjög erfiða fæðingu hjá yngstu dóttur þeirra árið 2011. Vísir/vilhelm Garðbæingurinn Bjarni Benediktsson hefur verið á þingi síðan 2003 og er í dag fjármála- og efnahagsráðherra Íslands. Bjarni er gestur vikunnar í Einkalífinu. Bjarni Ben er farsæll stjórnmálamaður og hefur verið það í mörg ár. Hann er aftur á móti umdeildur eins og sést oft á tíðum á umræðunni á samfélagsmiðlum og einnig hjá andstæðingum hans í stjórnmálum. Bjarni er giftur Þóru Margréti Baldvinsdóttur og eiga þau saman fjögur börn sem fædd eru á árunum 1991 til 2011. Bjarni segist hafa verið nokkuð heppinn í gegnum sitt lífshlaup þegar hann var spurður út í áföll sem hafa haft áhrif á hann kom eitt augnablik fljótlega upp í hugann. Árið 2011 kom Guðríður Lína í heiminn og gekk fæðingin erfiðlega. Þóra Margrét hafði áður fætt þrjú börn og allar þær fæðingar gengu að óskum. „Það versta sem við gengum í gegnum var mjög erfið fæðing og er dóttur okkar með mikið ör eftir hana,“ segir Bjarni Benediktsson og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Bjarni Benediktsson „Að öðru leyti höfum við verið laus við stór áföll og lítum þannig á að við getum þakkað fyrir það á hverjum degi.“ Lykilsetningin óþægilega Hann segir að fæðingin hafi tekið gríðarlega langan tíma. „Það þurfti að taka hana út með klukku og það voru margar tilraunir til þess að toga hana út. Það var síðan álitamál hvort það hefði ekki átt að vera búið að fara með hana í keisara og þegar maður lítur til baka hefði átt að stíga það skref. Svo kemur hún út með töluvert mikinn áverka á höfðinu og alveg hreyfingarlaus á öðrum handleggnum. Þá spurði maður sig hvort það hefði allt slitnað og farið illa. Svo var sagt við okkur, sem er þessi lykilsetning, þetta verður í góðu lagi að öllum líkindum,“ segir Bjarni og bætir við að það sé ekkert sérstaklega hughreystandi að talað sé í líkum þegar kemur að nýfæddu barni. „Það blessaðist og hún fékk máttinn aftur og hún hefur verið eitthvað blóðlítil á þessu svæði um tíma. Hitt er ekkert annað en yfirborðsáverki sem hún er með. Hún er með mjög stórt ör á höfðinu sem verður bara fjarlægt með tíð og tíma. En þetta var fyrst og fremst erfitt fyrir hana Þóru mína og við áttum samtöl við spítalann eftir það og þetta var ekki beint skemmtileg reynsla,“ segir Bjarni sem talar fallega um eiginkonu sína í þættinum. Bjarni ræðir um þessa lífsreynslu þegar rúmlega 31 mínúta er liðin af þættinum. Í þættinum hér að ofan fer Bjarni einnig yfir ferilinn í stjórnmálum, hvernig sé að vera umdeildur og fá oft á tíðum yfir sig fúkyrði, hvernig stjórnmálaheimurinn getur verið ljótur, hjónabandið og föðurhlutverkið, áhugamálin og margt fleira. Einkalífið Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira
Bjarni Ben er farsæll stjórnmálamaður og hefur verið það í mörg ár. Hann er aftur á móti umdeildur eins og sést oft á tíðum á umræðunni á samfélagsmiðlum og einnig hjá andstæðingum hans í stjórnmálum. Bjarni er giftur Þóru Margréti Baldvinsdóttur og eiga þau saman fjögur börn sem fædd eru á árunum 1991 til 2011. Bjarni segist hafa verið nokkuð heppinn í gegnum sitt lífshlaup þegar hann var spurður út í áföll sem hafa haft áhrif á hann kom eitt augnablik fljótlega upp í hugann. Árið 2011 kom Guðríður Lína í heiminn og gekk fæðingin erfiðlega. Þóra Margrét hafði áður fætt þrjú börn og allar þær fæðingar gengu að óskum. „Það versta sem við gengum í gegnum var mjög erfið fæðing og er dóttur okkar með mikið ör eftir hana,“ segir Bjarni Benediktsson og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Bjarni Benediktsson „Að öðru leyti höfum við verið laus við stór áföll og lítum þannig á að við getum þakkað fyrir það á hverjum degi.“ Lykilsetningin óþægilega Hann segir að fæðingin hafi tekið gríðarlega langan tíma. „Það þurfti að taka hana út með klukku og það voru margar tilraunir til þess að toga hana út. Það var síðan álitamál hvort það hefði ekki átt að vera búið að fara með hana í keisara og þegar maður lítur til baka hefði átt að stíga það skref. Svo kemur hún út með töluvert mikinn áverka á höfðinu og alveg hreyfingarlaus á öðrum handleggnum. Þá spurði maður sig hvort það hefði allt slitnað og farið illa. Svo var sagt við okkur, sem er þessi lykilsetning, þetta verður í góðu lagi að öllum líkindum,“ segir Bjarni og bætir við að það sé ekkert sérstaklega hughreystandi að talað sé í líkum þegar kemur að nýfæddu barni. „Það blessaðist og hún fékk máttinn aftur og hún hefur verið eitthvað blóðlítil á þessu svæði um tíma. Hitt er ekkert annað en yfirborðsáverki sem hún er með. Hún er með mjög stórt ör á höfðinu sem verður bara fjarlægt með tíð og tíma. En þetta var fyrst og fremst erfitt fyrir hana Þóru mína og við áttum samtöl við spítalann eftir það og þetta var ekki beint skemmtileg reynsla,“ segir Bjarni sem talar fallega um eiginkonu sína í þættinum. Bjarni ræðir um þessa lífsreynslu þegar rúmlega 31 mínúta er liðin af þættinum. Í þættinum hér að ofan fer Bjarni einnig yfir ferilinn í stjórnmálum, hvernig sé að vera umdeildur og fá oft á tíðum yfir sig fúkyrði, hvernig stjórnmálaheimurinn getur verið ljótur, hjónabandið og föðurhlutverkið, áhugamálin og margt fleira.
Einkalífið Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira