Dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins – Sannir vinir Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 24. febrúar 2021 07:00 Það er aðfangadagur og jólasteikin er í ofninum. Tími til að hoppa í sturtu og svo í sparifötin. Síminn hringir. Bara yfirmaðurinn að hringja og spyrjast fyrir um verkferla. Símtalið er stutt og hnitmiðað og síðan gengur aðfangadagur smurt. Eða reyndar hringdi síminn aftur rétt eftir kvöldmatinn. Ekkert einkennilegt við það, bara yfirmaðurinn að spyrja aðeins frekar um þessa verkferla. Er þetta ekki dæmigerður aðfangadagur hjá flestum eða kannski bara hjá Höllu lögreglustjóra? Hér er ég vitanlega að setja í samhengi hvað það er einkennilegt að dómsmálaráðherra hringi tvö símtöl í lögreglustjóra á aðfangadegi, sama degi og dagbókarfærsla lögreglunnar hafði orðið til þess að upp komst um brot fjármálaráðherra á sóttvarnarreglum þegar hann var í partíi á Þorláksmessu. Að eigin sögn var dómsmálaráðherra ekki að hafa nein afskipti af rannsókninni á sóttvarnarbrotinu heldur bara að afla upplýsinga um verklagsreglur. Nú er ég ekki að fullyrða að dómsmálaráðherra sé ekki að segja rétt frá en það vakna samt upp spurningar. Af hverju að hringja í undirmann tvisvar til að spyrja um reglur sem voru ekki að taka breytingum. Og ekki bara á einhverjum vinnudegi heldur á aðfangadegi. Og það örskömmu eftir að embætti þessa sama undirmanns var að taka upp mál sem varðar brot samflokksmanns þíns og eins nánasta samstarfsmanns. Jafnvel ef dómsmálaráðherra var ekki að gera neitt rangt þá lítur málið illa út og er alls ekki traustvekjandi. En reglan í íslenskum stjórnmálum er ekki að hafa vaðið fyrir neðan sig heldur að gera það sem hentar viðkomandi og vinum hans svo lengi sem það eru ekki bein, sannanleg lögbrot. En það er nú reyndar ekki alveg rétt hjá mér. Fyrrverandi dómsmálaráðherra ákvað nefnilega að taka sínar eigin ákvarðanir, aðeins að aðstoða vini sína, sem var lögbrot. Heldur dýrt lögbrot. Kostaði skattgreiðendur 141 milljón króna. Það er svona á pari við einar ævitekjur. Heilu ævistarfi eytt til þess að gera vel við vini sína fremur en að fylgja reglunum. Þessi mál eru þó langt í frá öll spillingar- eða hneykslismálin sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið að. Sá listi er langur. Nei þetta eru bara málin sem eru í fjölmiðlum akkurat þessa stundina. En Sjálfstæðisflokkurinn starfar ekki einn. Hann starfar í samstarfi við hina stjórnarflokkana sem virðast vera tilbúnir til þess að líta framhjá flest öllu sem kemur upp til þess að rugga ekki bátnum. Til þess að halda völdum. Ætli það segi ekki allt sem segja þarf að traust á Alþingi hefur verið að meðaltali verið 26,4% frá aldarmótum en er nú óvenju mikið, heil 34%. Íslenska þjóðin á skilið að æðstu ráðamenn hugsi um hagsmuni þjóðarinnar fremur en vina sinna. Við þurfum stjórnmálamenningu þar sem stjórnmálamenn starfa ekki á gráu eða svörtu svæði heldur á kristaltæru svæði. Því spilling er rándýr. Hún er marg milljarða dýr á hverju ári. Einn stjórnmálaflokkur fremar öðrum hefur verið í forsvari fyrir gagnsæi og skilvirkni í ríkisrekstri, kallað eftir að valdi fylgi ábyrgð í stjórnmálum og verið óhræddur við að láta heyra í sér : Píratar! Höfundur er viðskiptafræðingur, Pírati og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Ráðherra í Ásmundarsal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Það er aðfangadagur og jólasteikin er í ofninum. Tími til að hoppa í sturtu og svo í sparifötin. Síminn hringir. Bara yfirmaðurinn að hringja og spyrjast fyrir um verkferla. Símtalið er stutt og hnitmiðað og síðan gengur aðfangadagur smurt. Eða reyndar hringdi síminn aftur rétt eftir kvöldmatinn. Ekkert einkennilegt við það, bara yfirmaðurinn að spyrja aðeins frekar um þessa verkferla. Er þetta ekki dæmigerður aðfangadagur hjá flestum eða kannski bara hjá Höllu lögreglustjóra? Hér er ég vitanlega að setja í samhengi hvað það er einkennilegt að dómsmálaráðherra hringi tvö símtöl í lögreglustjóra á aðfangadegi, sama degi og dagbókarfærsla lögreglunnar hafði orðið til þess að upp komst um brot fjármálaráðherra á sóttvarnarreglum þegar hann var í partíi á Þorláksmessu. Að eigin sögn var dómsmálaráðherra ekki að hafa nein afskipti af rannsókninni á sóttvarnarbrotinu heldur bara að afla upplýsinga um verklagsreglur. Nú er ég ekki að fullyrða að dómsmálaráðherra sé ekki að segja rétt frá en það vakna samt upp spurningar. Af hverju að hringja í undirmann tvisvar til að spyrja um reglur sem voru ekki að taka breytingum. Og ekki bara á einhverjum vinnudegi heldur á aðfangadegi. Og það örskömmu eftir að embætti þessa sama undirmanns var að taka upp mál sem varðar brot samflokksmanns þíns og eins nánasta samstarfsmanns. Jafnvel ef dómsmálaráðherra var ekki að gera neitt rangt þá lítur málið illa út og er alls ekki traustvekjandi. En reglan í íslenskum stjórnmálum er ekki að hafa vaðið fyrir neðan sig heldur að gera það sem hentar viðkomandi og vinum hans svo lengi sem það eru ekki bein, sannanleg lögbrot. En það er nú reyndar ekki alveg rétt hjá mér. Fyrrverandi dómsmálaráðherra ákvað nefnilega að taka sínar eigin ákvarðanir, aðeins að aðstoða vini sína, sem var lögbrot. Heldur dýrt lögbrot. Kostaði skattgreiðendur 141 milljón króna. Það er svona á pari við einar ævitekjur. Heilu ævistarfi eytt til þess að gera vel við vini sína fremur en að fylgja reglunum. Þessi mál eru þó langt í frá öll spillingar- eða hneykslismálin sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið að. Sá listi er langur. Nei þetta eru bara málin sem eru í fjölmiðlum akkurat þessa stundina. En Sjálfstæðisflokkurinn starfar ekki einn. Hann starfar í samstarfi við hina stjórnarflokkana sem virðast vera tilbúnir til þess að líta framhjá flest öllu sem kemur upp til þess að rugga ekki bátnum. Til þess að halda völdum. Ætli það segi ekki allt sem segja þarf að traust á Alþingi hefur verið að meðaltali verið 26,4% frá aldarmótum en er nú óvenju mikið, heil 34%. Íslenska þjóðin á skilið að æðstu ráðamenn hugsi um hagsmuni þjóðarinnar fremur en vina sinna. Við þurfum stjórnmálamenningu þar sem stjórnmálamenn starfa ekki á gráu eða svörtu svæði heldur á kristaltæru svæði. Því spilling er rándýr. Hún er marg milljarða dýr á hverju ári. Einn stjórnmálaflokkur fremar öðrum hefur verið í forsvari fyrir gagnsæi og skilvirkni í ríkisrekstri, kallað eftir að valdi fylgi ábyrgð í stjórnmálum og verið óhræddur við að láta heyra í sér : Píratar! Höfundur er viðskiptafræðingur, Pírati og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar