Miðflokkurinn í vanda á landsbyggðinni en Viðreisn og Píratar sækja á Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 10:00 Karl Gauti Hjaltason náði kjöri á þing fyrir Flokk fólksins en gekk til liðs við Miðflokkinn í kjölfar Klaustursmálsins. Hér er hann með þeim Bergþóri Ólasyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á þingflokksfundi. Vísir/Vilhelm Færa má rök fyrir því að Miðflokkurinn sé í vanda á landsbyggðinni ef litið er á niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um fylgi flokkanna í Norðvestur,- Norðaustur- og Suðurkjördæmi. Fylgi flokksins mælist töluvert minna í könnuninni en í alþingiskosningunum 2017 á meðan Viðreisn og Píratar sækja á og bæta við sig fylgi sé miðað við niðurstöður kosninganna fyrir fjórum árum. Þannig myndu Píratar ná inn þingmanni í öllum landsbyggðarkjördæmunum en flokkurinn er í dag bara með þingmann í Suðurkjördæmi af þessum þremur kjördæmum. Viðreisn er ekki með neinn landsbyggðarþingmann nú en myndi ná inn manni í Suðurkjördæmi samkvæmt könnun Maskínu og berjast um þingsæti við Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Flokkurinn myndi hins vegar ekki ná inn manni í Norðausturkjördæmi. Miðflokkurinn gæti misst báða þingmenn sína í Norðvesturkjördæmi miðað við niðurstöður könnunarinnar. Píratar myndu ná inn manni þar á kostnað Miðflokksins og spurningin er hvort Bergþór nái aftur inn á þing, fari hann fram á ný sem oddviti, eða hvort Guðmundur Gunnarsson, sem lýst hefur vilja til að leiða lista Viðreisnar í kjördæminu, velti honum úr sessi. Sigurður Páll Jónsson myndi missa sæti sitt fyrir Miðflokkinn. Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, vill leiða lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Miðað við könnun Maskínu myndi hann berjast við Miðflokkinn um þingsæti í kjördæminu.Vísir/Vilhelm Miðflokkurinn myndi missa einn í Norðaustur Miðflokkurinn fékk 14,2 prósent atkvæða í Norðvesturkjördæmi í kosningunum 2017. Hann mælist nú með 8,2 prósenta fylgi í kjördæminu. Viðreisn fékk 2,4 prósent atkvæða í kjördæminu 2017 en mælist í könnuninni með 8,2 prósenta fylgi. Píratar fengu 5,5 prósent í Norðvestur 2017 og mælast nú með 8,6 prósenta fylgi. Miðflokkurinn hlaut mjög góða kosningu í Norðausturkjördæmi 2017 og var þriðji stærsti flokkurinn með 18,6 prósent. Flokkurinn hefur hins vegar misst töluvert af fylgi sínu í þessu vígi formanns flokksins miðað við könnun Maskínu þar sem hann mælist með 11,8 prósent. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, myndi halda sæti sínu í Norðausturkjördæmi miðað við könnun Maskínu en Anna Kolbrún Árnadóttir myndi missa sæti sitt. Miðflokkurinn fékk 14,2 prósent atkvæða í Suðurkjördæmi í kosningunum 2017 og einn mann en mælist nú með 10,7 prósenta fylgi. Birgir Þórarinsson, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, héldi þannig sæti sínu en töluvert þarf að koma til svo að Karl Gauti Hjaltason, sem náði kjöri fyrir Flokk fólksins í kjördæminu en gekk svo til liðs við Miðflokkinn í kjölfar Klaustursmálsins, næði inn. Í kosningunum 2017 hlaut Viðreisn aðeins 2,1 prósent atkvæða í Norðausturkjördæmi. Flokkurinn mælist nú með sex prósenta fylgi. Píratar fengu 5,5 prósent atkvæða í kjördæminu 2017 og mælast nú með 6,2 prósenta fylgi. Viðreisn fékk 3,1 prósent atkvæða í Suðurkjördæmi 2017 en mælist með 10,6 prósenta fylgi í könnun Maskínu. Píratar fengu sjö prósent atkvæða í Suðurkjördæmi 2017 og mælast nú með 10,1 prósenta fylgi. Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. Hún er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður.Vísir/Vilhelm Flokkur fólksins og Sósíalistar ná ekki inn Ef horft er til hinna flokkanna þá ná hvorki Flokkur fólksins né Sósíalistaflokkurinn inn mönnum í landsbyggðarkjördæmunum miðað við könnun Maskínu. Flokkur fólksins mælist með sex prósenta fylgi í Suðurkjördæmi, 4,6 prósent í Norðvestur og 4,3 prósent í Norðaustur. Sósíalistar mælast með 4,4 prósent í Suðurkjördæmi, 4,4 prósent einnig í Norðvestur og 5,7 prósenta fylgi í Norðausturkjördæmi. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn, Samfylkingin og Vinstri græn halda aftur á móti öllum sínum þingsætum í landsbyggðarkjördæmunum þremur. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn bæði í Suður- og Norðvesturkjördæmi með 23,3prósenta fylgi annars vegar og 22,5 prósenta fylgi hins vegar. Framsóknarflokkurinn er með 14,1 prósenta fylgi í Suðurkjördæmi og 17,2 prósent í Norðvestur. Vinstri græn mælast með 9,6 prósenta fylgi í Suðurkjördæmi og 13,5 prósent í Norðvesturkjördæmi. Samfylkingin mælist svo með 11,3 prósenta fylgi í Suður og 10,7 prósent í Norðvestur. Samfylkingin og Vinstri græn mælast síðan stærst og jafnstór í Norðausturkjördæmi með 17,4 prósenta fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn fylgir fast á hæla þeirra með 16,5 prósenta fylgi. Þá kemur Framsóknarflokkurinn með 14,7 prósent. Einhver endurnýjun í hópi landsbyggðarþingmanna Ljóst er að einhver endurnýjun verður í hópi landsbyggðarþingmanna þessara fjögurra flokka. Þannig gefur Ari Trausti Guðmundsson, oddviti VG í Suðurkjördæmi, ekki áfram kost á sér. Að minnsta kosti fjögur hafa lýst því yfir að þau sækist eftir því sæti og má búast við hörðum slag eins og Vísir fjallaði um fyrr í vikunni. Þá leiðir Óli Halldórsson lista VG í Norðaustur í stað Steingríms J. Sigfússonar sem sest í helgan stein í haust eftir tæp fjörutíu ár á þingi. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, hyggst síðan bjóða sig fram í Reykjavík norður í haust svo þar með losnar oddvitasæti. Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar sem skipaði 2. sætið í Norðvestur 2017 sækist eftir 1. sætinu nú. Það gerir einnig Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, auk Guðveigar Lindar Eyglóardóttur, oddvitaflokksins í Borgarbyggð. Gögnin á bak við kjördæmin þrjú koma úr þremur mælingum sem Maskína gerði fyrir fréttastofu; í desember 2020, í janúar 2021 og í febrúar 2021. Fjöldi svarenda í Suðurkjördæmi voru 759, fjöldi svarenda í Norðvesturkjördæmi, sem jafnframt er fámennasta kjördæmi landsins, voru 394, og fjöldi svarenda í Norðausturkjördæmi voru 568. Þá má geta þess að listar flokkanna í þessum þremur kjördæmum fyrir þingkosningarnar í haust liggja ekki að öllu leyti fyrir heldur er miðað við þær upplýsingar sem hafa komið fram um listana og svo þingmenn flokkanna í dag og listana eins og og þeir voru fyrir fjórum árum. Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Miðflokkurinn Viðreisn Píratar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Fylgi flokksins mælist töluvert minna í könnuninni en í alþingiskosningunum 2017 á meðan Viðreisn og Píratar sækja á og bæta við sig fylgi sé miðað við niðurstöður kosninganna fyrir fjórum árum. Þannig myndu Píratar ná inn þingmanni í öllum landsbyggðarkjördæmunum en flokkurinn er í dag bara með þingmann í Suðurkjördæmi af þessum þremur kjördæmum. Viðreisn er ekki með neinn landsbyggðarþingmann nú en myndi ná inn manni í Suðurkjördæmi samkvæmt könnun Maskínu og berjast um þingsæti við Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Flokkurinn myndi hins vegar ekki ná inn manni í Norðausturkjördæmi. Miðflokkurinn gæti misst báða þingmenn sína í Norðvesturkjördæmi miðað við niðurstöður könnunarinnar. Píratar myndu ná inn manni þar á kostnað Miðflokksins og spurningin er hvort Bergþór nái aftur inn á þing, fari hann fram á ný sem oddviti, eða hvort Guðmundur Gunnarsson, sem lýst hefur vilja til að leiða lista Viðreisnar í kjördæminu, velti honum úr sessi. Sigurður Páll Jónsson myndi missa sæti sitt fyrir Miðflokkinn. Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, vill leiða lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Miðað við könnun Maskínu myndi hann berjast við Miðflokkinn um þingsæti í kjördæminu.Vísir/Vilhelm Miðflokkurinn myndi missa einn í Norðaustur Miðflokkurinn fékk 14,2 prósent atkvæða í Norðvesturkjördæmi í kosningunum 2017. Hann mælist nú með 8,2 prósenta fylgi í kjördæminu. Viðreisn fékk 2,4 prósent atkvæða í kjördæminu 2017 en mælist í könnuninni með 8,2 prósenta fylgi. Píratar fengu 5,5 prósent í Norðvestur 2017 og mælast nú með 8,6 prósenta fylgi. Miðflokkurinn hlaut mjög góða kosningu í Norðausturkjördæmi 2017 og var þriðji stærsti flokkurinn með 18,6 prósent. Flokkurinn hefur hins vegar misst töluvert af fylgi sínu í þessu vígi formanns flokksins miðað við könnun Maskínu þar sem hann mælist með 11,8 prósent. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, myndi halda sæti sínu í Norðausturkjördæmi miðað við könnun Maskínu en Anna Kolbrún Árnadóttir myndi missa sæti sitt. Miðflokkurinn fékk 14,2 prósent atkvæða í Suðurkjördæmi í kosningunum 2017 og einn mann en mælist nú með 10,7 prósenta fylgi. Birgir Þórarinsson, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, héldi þannig sæti sínu en töluvert þarf að koma til svo að Karl Gauti Hjaltason, sem náði kjöri fyrir Flokk fólksins í kjördæminu en gekk svo til liðs við Miðflokkinn í kjölfar Klaustursmálsins, næði inn. Í kosningunum 2017 hlaut Viðreisn aðeins 2,1 prósent atkvæða í Norðausturkjördæmi. Flokkurinn mælist nú með sex prósenta fylgi. Píratar fengu 5,5 prósent atkvæða í kjördæminu 2017 og mælast nú með 6,2 prósenta fylgi. Viðreisn fékk 3,1 prósent atkvæða í Suðurkjördæmi 2017 en mælist með 10,6 prósenta fylgi í könnun Maskínu. Píratar fengu sjö prósent atkvæða í Suðurkjördæmi 2017 og mælast nú með 10,1 prósenta fylgi. Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. Hún er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður.Vísir/Vilhelm Flokkur fólksins og Sósíalistar ná ekki inn Ef horft er til hinna flokkanna þá ná hvorki Flokkur fólksins né Sósíalistaflokkurinn inn mönnum í landsbyggðarkjördæmunum miðað við könnun Maskínu. Flokkur fólksins mælist með sex prósenta fylgi í Suðurkjördæmi, 4,6 prósent í Norðvestur og 4,3 prósent í Norðaustur. Sósíalistar mælast með 4,4 prósent í Suðurkjördæmi, 4,4 prósent einnig í Norðvestur og 5,7 prósenta fylgi í Norðausturkjördæmi. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn, Samfylkingin og Vinstri græn halda aftur á móti öllum sínum þingsætum í landsbyggðarkjördæmunum þremur. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn bæði í Suður- og Norðvesturkjördæmi með 23,3prósenta fylgi annars vegar og 22,5 prósenta fylgi hins vegar. Framsóknarflokkurinn er með 14,1 prósenta fylgi í Suðurkjördæmi og 17,2 prósent í Norðvestur. Vinstri græn mælast með 9,6 prósenta fylgi í Suðurkjördæmi og 13,5 prósent í Norðvesturkjördæmi. Samfylkingin mælist svo með 11,3 prósenta fylgi í Suður og 10,7 prósent í Norðvestur. Samfylkingin og Vinstri græn mælast síðan stærst og jafnstór í Norðausturkjördæmi með 17,4 prósenta fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn fylgir fast á hæla þeirra með 16,5 prósenta fylgi. Þá kemur Framsóknarflokkurinn með 14,7 prósent. Einhver endurnýjun í hópi landsbyggðarþingmanna Ljóst er að einhver endurnýjun verður í hópi landsbyggðarþingmanna þessara fjögurra flokka. Þannig gefur Ari Trausti Guðmundsson, oddviti VG í Suðurkjördæmi, ekki áfram kost á sér. Að minnsta kosti fjögur hafa lýst því yfir að þau sækist eftir því sæti og má búast við hörðum slag eins og Vísir fjallaði um fyrr í vikunni. Þá leiðir Óli Halldórsson lista VG í Norðaustur í stað Steingríms J. Sigfússonar sem sest í helgan stein í haust eftir tæp fjörutíu ár á þingi. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, hyggst síðan bjóða sig fram í Reykjavík norður í haust svo þar með losnar oddvitasæti. Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar sem skipaði 2. sætið í Norðvestur 2017 sækist eftir 1. sætinu nú. Það gerir einnig Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, auk Guðveigar Lindar Eyglóardóttur, oddvitaflokksins í Borgarbyggð. Gögnin á bak við kjördæmin þrjú koma úr þremur mælingum sem Maskína gerði fyrir fréttastofu; í desember 2020, í janúar 2021 og í febrúar 2021. Fjöldi svarenda í Suðurkjördæmi voru 759, fjöldi svarenda í Norðvesturkjördæmi, sem jafnframt er fámennasta kjördæmi landsins, voru 394, og fjöldi svarenda í Norðausturkjördæmi voru 568. Þá má geta þess að listar flokkanna í þessum þremur kjördæmum fyrir þingkosningarnar í haust liggja ekki að öllu leyti fyrir heldur er miðað við þær upplýsingar sem hafa komið fram um listana og svo þingmenn flokkanna í dag og listana eins og og þeir voru fyrir fjórum árum.
Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Miðflokkurinn Viðreisn Píratar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira