Var búin að gera fjögur ógild köst í röð áður en hún náði risakastinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2021 16:00 Erna Sóley Gunnarsdóttir tók Íslandsmetið af Ásdísi Hjálmsdóttur í fyrra og nálgast nú sautján metrana. Instagram/@erna_soley Íslenski kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir byrjaði tímabilið á frábæru og sögulegu kasti um síðustu helgi. Erna Sóley kastaði kúlunni 16,95 metra og bætti þar með gamla Íslandsmetið um 76 sentímetra sem er ótrúlegt bæting. Kastinu náði hún á Conference USA innanhússmótinu í Birmingham í Alabama fylki í Bandaríkjunum. Erna Sóley sýndi að þetta kast var engin tilviljun því hún átti tvö köst yfir gamla metinu. Öll hin köstin voru aftur á móti ógild og það var saga að segja frá því. „Þetta var fyrsta mótið mitt í langan tíma þannig ég var nokkuð stressuð og gerði fjögur köst ógild. Síðan náði ég aðeins að róa mig niður og þá kom lengsta kastið,“ sagði Erna Sóley í spjalli við fésbókarsíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Hér fyrir neðan má sjá metkastið hennar. Big Congrats to Erna Gunnarsdottir on winning the Conference USA Indoor Championships with a PB and new National Record of 16.95m!!! #GoOwls #RFND #shotput #discus #hammerthrow #javelin #throwing #training #NCAA @RiceAthletics pic.twitter.com/vvQ8FqsOCZ— Brek Christensen (@BrekChristensen) February 22, 2021 Hún keppir fyrir Rice University í Houston í Texas fylki og ganga æfingar vel. „Uppbyggingartímabilið er búið að ganga mjög vel og ég er búin að styrkja mig mikið. Ég lagði mikla áherslu á lyftingar og ég held að það hafi borgað sig,“ sagði Erna og hún ætlar sér enn stærri hluti á næstunni. „Næst á dagskrá verður vonandi Indoor Nationals 11. mars. Þar verður markmiðið að kasta 17m+,“ sagði Erna Sóley í umræddu viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum FRÍ. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Frjálsar íþróttir Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Sjá meira
Erna Sóley kastaði kúlunni 16,95 metra og bætti þar með gamla Íslandsmetið um 76 sentímetra sem er ótrúlegt bæting. Kastinu náði hún á Conference USA innanhússmótinu í Birmingham í Alabama fylki í Bandaríkjunum. Erna Sóley sýndi að þetta kast var engin tilviljun því hún átti tvö köst yfir gamla metinu. Öll hin köstin voru aftur á móti ógild og það var saga að segja frá því. „Þetta var fyrsta mótið mitt í langan tíma þannig ég var nokkuð stressuð og gerði fjögur köst ógild. Síðan náði ég aðeins að róa mig niður og þá kom lengsta kastið,“ sagði Erna Sóley í spjalli við fésbókarsíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Hér fyrir neðan má sjá metkastið hennar. Big Congrats to Erna Gunnarsdottir on winning the Conference USA Indoor Championships with a PB and new National Record of 16.95m!!! #GoOwls #RFND #shotput #discus #hammerthrow #javelin #throwing #training #NCAA @RiceAthletics pic.twitter.com/vvQ8FqsOCZ— Brek Christensen (@BrekChristensen) February 22, 2021 Hún keppir fyrir Rice University í Houston í Texas fylki og ganga æfingar vel. „Uppbyggingartímabilið er búið að ganga mjög vel og ég er búin að styrkja mig mikið. Ég lagði mikla áherslu á lyftingar og ég held að það hafi borgað sig,“ sagði Erna og hún ætlar sér enn stærri hluti á næstunni. „Næst á dagskrá verður vonandi Indoor Nationals 11. mars. Þar verður markmiðið að kasta 17m+,“ sagði Erna Sóley í umræddu viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum FRÍ. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Sjá meira