Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með efni AstraZeneca Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2021 11:45 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Talsvert hefur borið á því undanfarið að fólk sé að afþakka bólusetningu með bóluefni AstraZeneca á þeim grunni að það sé ekki jafn virkt og önnur bóluefni en einnig vegna þess að það telur aukaverkanir af því bóluefni meiri en af hinum bóluefnunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann sagðist ekki telja neina ástæðu fyrir því fyrir fólk að neita einu bóluefni umfram önnur. Virkni AstraZeneca væri eitthvað minni en af öðrum bóluefnum en munurinn væri lítill og ekki það mikill að það skipti neinu máli varðandi verndina sem verið væri að sækjast eftir. Þá væri munurinn á aukaverkunum af AstraZeneca og öðrum bóluefnum sennilega ekki mjög mikill þegar upp væri staðið. Aðspurður hvort þetta væri útskýrt fyrir fólki ef og þegar það afþakkaði bólusetningu með AstraZeneca-efninu kvaðst Þórólfur gera ráð fyrir því að þetta væri útskýrt. Hann vissi þó ekki nákvæmlega hvernig samskiptin væru á milli þess sem væri að fá bólusetningu og þess sem væri að bólusetja. Þá sagði Þórólfur ekki hægt að leyfa fólki að ákveða hvaða bóluefni það vildi og hvaða bóluefni það vildi ekki. Framkvæmdin yrði mjög erfið. Fólk geti hins vegar misst forgang í bólusetningu afþakki það tiltekið bóluefni. „Hvort þeir sem neita AstraZeneca verða bólusettir, það er ekki búið að taka ákvörðun um það. Ég býst nú ekkert við því að þeim verði meinuð bólusetning en þeir munu kannski ekki fá þann forgang sem þeir höfðu,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann sagðist ekki telja neina ástæðu fyrir því fyrir fólk að neita einu bóluefni umfram önnur. Virkni AstraZeneca væri eitthvað minni en af öðrum bóluefnum en munurinn væri lítill og ekki það mikill að það skipti neinu máli varðandi verndina sem verið væri að sækjast eftir. Þá væri munurinn á aukaverkunum af AstraZeneca og öðrum bóluefnum sennilega ekki mjög mikill þegar upp væri staðið. Aðspurður hvort þetta væri útskýrt fyrir fólki ef og þegar það afþakkaði bólusetningu með AstraZeneca-efninu kvaðst Þórólfur gera ráð fyrir því að þetta væri útskýrt. Hann vissi þó ekki nákvæmlega hvernig samskiptin væru á milli þess sem væri að fá bólusetningu og þess sem væri að bólusetja. Þá sagði Þórólfur ekki hægt að leyfa fólki að ákveða hvaða bóluefni það vildi og hvaða bóluefni það vildi ekki. Framkvæmdin yrði mjög erfið. Fólk geti hins vegar misst forgang í bólusetningu afþakki það tiltekið bóluefni. „Hvort þeir sem neita AstraZeneca verða bólusettir, það er ekki búið að taka ákvörðun um það. Ég býst nú ekkert við því að þeim verði meinuð bólusetning en þeir munu kannski ekki fá þann forgang sem þeir höfðu,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira