Körfubolti

Grindvíkingar fá kraftmikinn en kvikan tveggja metra mann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kazembe Abif er stemmningsstrákur eins og sést á þessari mynd þegar hann var að spila í bandaríska háskólaboltanum með Drexel Dragons.
Kazembe Abif er stemmningsstrákur eins og sést á þessari mynd þegar hann var að spila í bandaríska háskólaboltanum með Drexel Dragons. Getty/Mitchell Layton

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur gengið frá samningum við framherjann Kazembe Abif sem mun klára leiktíðina með liðinu í Domino´s deild karla.

Kazembe Abif er 29 ára gamall og tveir metrar á hæð. Hann er „kraftmikill en kvikur leikmaður“ eins og kemur fram í frétt á samfélagmiðlum Grindvíkinga.

Kazembe Abif þekkir til Norðurlanda því hann hefur spilað bæði í Finnlandi og Danmörku. Hann hefur einnig reynt fyrir sér í Þýskalandi og í Kanada.

Kazembe lék síðast í finnsku úrvalsdeildinni með Helsinki Seagulls og varð bikarmeistari með liðinu. Kazembe var þar með 9,2 stig að meðaltali í leik og 4,4 fráköst.

Abif kemur hann til landsins á morgun, föstudag, og mun því ekki spila með liðinu fyrr en í þarnæsta leik í fyrsta lagi.

Kazembe Abif skrifar undir hjá Grindavík! Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur fengið nýjan erlendan leikmann til...

Posted by Körfuknattleiksdeild Grindavíkur on Fimmtudagur, 25. febrúar 2021



Fleiri fréttir

Sjá meira


×