Saksóknarar komnir með skattgögn Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2021 17:19 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Gerald Herbert Saksóknarar í Manhattan í New York eru komnir með skattskýrslur og önnur fjármálagögn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Það er eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði kröfu Trumps um að ekki mætti veita saksóknunum gögnin. Í tilkynningu frá talsmanni ríkissaksóknara New York segir að endurskoðendafyrirtækið Mazars, sem hefur um árabil séð um skatta Trumps, hafi afhent skjölin. Um eitt og hálft ár er síðan saksóknarar stefndu fyrirtækinu og kröfðust þeirra. Skjölin voru afhent á mánudaginn, einungis nokkrum klukkustundum eftir úrskurð Hæstaréttar. Um er að ræða 1,8 milljónir blaðsíðna af skjölum, samkvæmt frétt Washington Post. Cyrus Vance yngri, ríkissaksóknari New York.AP/Craig Ruttle Trump er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur ekki birt skattskýrslur opinberlega og hefur hann barist gegn því að þær verði opinberaðar. Hann hefur höfðað fjölmörg dómsmál en tapað þeim flestum. Þær upplýsingar sem fjölmiðlar hafa komið höndum yfir hafa ekki verið Trump í hag og hefur hann jafnvel verið sakaður um skattsvik vegna þeirra. Beiðni saksóknaranna í New York er sögð tengjast sakamálarannsókn gegn Trump sem beinist meðal annars að greiðslum sem Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, greiddi til kvenna í aðdraganda forsetakosninganna 2016 í skiptum fyrir þögn þeirra um kynferðisleg samskipti þeirra við Trump. Sjá einnig: Hæstiréttur heimilar afhendingu skattskýrslna Trumps Meðal þess sem saksóknarar leita í gögnunum eru vísbendingar um að Trump hafi sagt skattinum að hann væri blankur, á sama tíma og hann segði lánveitendum að hann væri ríkur. Samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar munu þeir einnig skoða hvort Trump hafi framið bankasvik. Einnig munu þeir skoða þær aðferðir sem Trump beitti til að draga úr skattgreiðslum sínum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stormy Daniels fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði beiðni klámstjörnunnar um áfrýjun á frávísunarúrskurði í meiðyrðamáli hennar gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Beiðninni var hafnað án athugasemda. 22. febrúar 2021 23:54 Greiðslur til Ivönku Trump til rannsóknar í New York Skattaafskriftir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, eru nú viðfangsefni tveggja rannsókna í New York. Rannsóknirnar beinast meðal annars að ráðgjafargreiðslum sem virðast hafa runnið til Ivönku Trump, dóttur forsetans. 20. nóvember 2020 10:17 Aftur tapar Trump í skattskýrslumálinu Alríkisdómari í Manhattan hafnaði í morgun málatilbúnaði Bandaríkjaforseta sem hefur því verið gert að láta skattagögn sín af hendi. 20. ágúst 2020 15:20 Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24 Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Húsleit gerð hjá utanríkisþjónustu ESB vegna meints misferlis Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Í tilkynningu frá talsmanni ríkissaksóknara New York segir að endurskoðendafyrirtækið Mazars, sem hefur um árabil séð um skatta Trumps, hafi afhent skjölin. Um eitt og hálft ár er síðan saksóknarar stefndu fyrirtækinu og kröfðust þeirra. Skjölin voru afhent á mánudaginn, einungis nokkrum klukkustundum eftir úrskurð Hæstaréttar. Um er að ræða 1,8 milljónir blaðsíðna af skjölum, samkvæmt frétt Washington Post. Cyrus Vance yngri, ríkissaksóknari New York.AP/Craig Ruttle Trump er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur ekki birt skattskýrslur opinberlega og hefur hann barist gegn því að þær verði opinberaðar. Hann hefur höfðað fjölmörg dómsmál en tapað þeim flestum. Þær upplýsingar sem fjölmiðlar hafa komið höndum yfir hafa ekki verið Trump í hag og hefur hann jafnvel verið sakaður um skattsvik vegna þeirra. Beiðni saksóknaranna í New York er sögð tengjast sakamálarannsókn gegn Trump sem beinist meðal annars að greiðslum sem Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, greiddi til kvenna í aðdraganda forsetakosninganna 2016 í skiptum fyrir þögn þeirra um kynferðisleg samskipti þeirra við Trump. Sjá einnig: Hæstiréttur heimilar afhendingu skattskýrslna Trumps Meðal þess sem saksóknarar leita í gögnunum eru vísbendingar um að Trump hafi sagt skattinum að hann væri blankur, á sama tíma og hann segði lánveitendum að hann væri ríkur. Samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar munu þeir einnig skoða hvort Trump hafi framið bankasvik. Einnig munu þeir skoða þær aðferðir sem Trump beitti til að draga úr skattgreiðslum sínum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stormy Daniels fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði beiðni klámstjörnunnar um áfrýjun á frávísunarúrskurði í meiðyrðamáli hennar gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Beiðninni var hafnað án athugasemda. 22. febrúar 2021 23:54 Greiðslur til Ivönku Trump til rannsóknar í New York Skattaafskriftir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, eru nú viðfangsefni tveggja rannsókna í New York. Rannsóknirnar beinast meðal annars að ráðgjafargreiðslum sem virðast hafa runnið til Ivönku Trump, dóttur forsetans. 20. nóvember 2020 10:17 Aftur tapar Trump í skattskýrslumálinu Alríkisdómari í Manhattan hafnaði í morgun málatilbúnaði Bandaríkjaforseta sem hefur því verið gert að láta skattagögn sín af hendi. 20. ágúst 2020 15:20 Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24 Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Húsleit gerð hjá utanríkisþjónustu ESB vegna meints misferlis Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Stormy Daniels fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði beiðni klámstjörnunnar um áfrýjun á frávísunarúrskurði í meiðyrðamáli hennar gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Beiðninni var hafnað án athugasemda. 22. febrúar 2021 23:54
Greiðslur til Ivönku Trump til rannsóknar í New York Skattaafskriftir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, eru nú viðfangsefni tveggja rannsókna í New York. Rannsóknirnar beinast meðal annars að ráðgjafargreiðslum sem virðast hafa runnið til Ivönku Trump, dóttur forsetans. 20. nóvember 2020 10:17
Aftur tapar Trump í skattskýrslumálinu Alríkisdómari í Manhattan hafnaði í morgun málatilbúnaði Bandaríkjaforseta sem hefur því verið gert að láta skattagögn sín af hendi. 20. ágúst 2020 15:20
Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24
Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56